Tónlistin - 01.06.1945, Page 33

Tónlistin - 01.06.1945, Page 33
TÓNLISTIN 31 Sveinsson, skólakórinn, karlakórinn og kirkjukórinn) : a) ísland eftir Örn Arnarson, flutt af Hálfdáni Sveinssyni. b) Lýðveldissöngur 1944 eftir Emil Thoroddsen; skólakórinn. c) Minni Danmerkur eftir Mathías Joch- umsson, flutt af BjarnfríSi Leósdótt- ur. d) ÞjóÖsöngur Dana; karlakórinn Svanir. e) 17. maí 1940 eftir Nordahl Grieg, flutt af Hálfdáni Sveinssym. f) ÞjóÖsöngur Norðmanna; karlakór- inn. g) ísland, eftir Margréti Jónsdóttur, flutt af Bjarnfríði Leósdóttur. h) ÞjóÖsöngur íslendinga; kirkjukór- inn. Pélag hljóðfærainnflytjenda. Fyrir nokkru var stofnað Félag hljóÖ- færainnflytjenda. í stjórn félagsins eru þessir: Sturlaugur Jónsson formaÖ- ur, Anna Friðriksson gjaldkeri og Helgi Hallgrímsson ritari. AÖrir félags- menn eru Sigríður Helgadóttir, Jón Ivarsson, Ivar Þórarinsson, Tage Möller, Guðlaugur Magnússon, Þorsteinn Thor- lacius. — Tilgangur félagsins er viðskipta- legs og menningarlegs eðlis, að vera á varðbergi um réttindi félagsmanna, sam- kvæmt rikjandi viðskiptaháttum og leitast við eftir fremsta megni að sjá lands- mönnum fyrir vönduðum og góðum hljóð- færum, en það er þýðingarmikið atriði. Stykkishólmur. Karlakór Stykkishólms efndi til söng- skemmtunar í Stykkishólmi. — Á söng- skránni voru 12 lög eftir innlenda og er- lenda höfunda. Einsöngvarar voru Ingvar Ragnarsson, Guðmundur Sumarliðason og Bjarni Andrésson. Húsið var þétt- skipað áheyrendum, og fékk söngurinn ágætar undirtektir, svo að taka varð auka- lög. —. Karlakór Stykkishólms var stofn- aður á síðastliðnu hausti fyrir forgöngu Bjarna Andréssonar. í kórnum eru nú 20 söngmenn. Kirkjukór Stykkishólms fór að Staðar- stað og hélt þar söngskemmtun í apríl. Hélt söngmálastjóri ræðu um kirkjusöng og þakkaði kórnum komuna. Kirkjan var þéttskipuð áheyrendum, sem tóku söngn- um forkunnar vel, og varð kórinn að syngja mörg aukalög. Formaður kirkjukórs Stykkishólms er Kristján Bjartnrarsson, söngstjóri Jón Eyjólfsson, organleikari Guðríður Magn- úsdóttir. Ólafsfjörður. í siðasta hefti „Tónlistarinnar" var sagt frá þjóðhátíð Ólafsfjarðar 17. júní 1944 við Hringverskot. Samkvæmt dag- blöðurn hafði sú villa fundið inngöngu, að karlakórinn „Kátir piltar“ hefði sung- ið undir stjórn Sigursteins Magnússon- ar, en átti að vera undir stjórn Sigur- sveins Kristinssonar. Karlakórinn söng þessi lög: S. Einarsson: Þú álfu vorrar yngsta land, Sv. Sveinbjörnsson: Ó, guð vors lands, J. Laxdal: Sjá roðann á hnjúkunum háu, B. Þorsteinsosn : Ég vil elska mitt land, F. Bjarnason: Vinnum að þörfu verki, Prins Gustaf: Himinglað- ir af hjartans grunni, Bellman: Fyrst ég annars hjarta hræri, N. L. Sagnér: Vort helge land, S. Kaldalóns: Island ögrum skorið. Auk þess stýrði Sigur- sveinn Kristinsson hópsöng með almennri þátttöku (Rís þú, unga íslands merki, — Öxar við ána, — Blessuð sértu, sveitin mín, — Eldgamla ísafold, — Þú blá- fjallageimur, — Nú vakna þú, ísland, — Þið þekkið fold, — Faðir andanna). Stokkseyri. Hinn 27. janúar var stofnaður „Karla- kór Stokkseyrar". Stjórn hans skipa: Ilelgi Sigurðsson formaður, Jónas Ás- geirsson ritari, Magnús Sigurðsson gjald- keri; Bjarni Nikulásson og Sigurður 1. Sigurðsson varamenn. Söngstjóri er Pálmar Þ. Eyjólfssosn. — Tímaritið óskar þessu unga félagi allrar giftu í framtíð- inni og biður forgöngumenn þess halda dyggilega vörð um hraustlegan söng ís- lenzkra sjósóknara við hina sunnlenzku

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.