blaðið - 25.05.2005, Qupperneq 6
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið
OECD-skýrsla um efnahagslíf Islands:
ísland að ofhitna
Hagnaöur hjá Símanum:
Rúmlega 131/2
milljón á dag
í gær birti Efnahags- og framfara-
stofnun OECD skýrslu þar sem segir
að efnahagslíf íslands sé að ofhitna.
Þykja þetta ekki ný tíðindi en greini-
legt vandamál. Hannes Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, segir náttúrlega mjög
mikið ójafnvægi í utanríkisviðskipt-
um og mikla eyðslu og spennu í þjóðfé-
laginu. Þar af leiðandi sé greiningin
rétt og ekki mjög flókið að sjá mörg
merki um jafnvægisleysi í þjóðarbú-
skap íslendinga. „Við tökum heils
hugar undir að það sé gríðarlega
mikilvægt að fjárlög næsta árs og
fjárhagsáætlanir sveitarfélaga verði
aðhaldssamari en ella vegna þessa
ástands. Varðandi frekari vaxta-
hækkanir teljum við að það sé ekki
skynsamlegt að stuðla að enn hærri
vöxtum en orðið er. Þeir eru mjög
háir og aðhaldsstig peningamálanna
er mjög mikið. Þótt gengi krónunnar
hafi lækkað þá er það enn mjög hátt
og ekki samrýmanlegt langtímajafn-
vægisgengi. Því teljum við nóg gert í
aðhaldi af hálfu Seðlabankans," sagði
Hannes í samtali við Blaðið.
Arnór Sighvatsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabankans, segir skýrsluna
ekki nein tíðindi. „Við höfum verið
að §alla um þetta fjórum sinnum
á ári þannig að það væri eitthvað
óeðlilegt ef þetta kæmi ekki fram í
tölum OECD líka.“ Aðspurður hvort
einhveijar breytingar verði á stefnu
Seðlabankans sagði Arnór bankann
hafa gefið það til kynna að það kunni
að vera þörf á meira aðhaldi og að það
standi ennþá. g
Landsími íslands hf. hefur birt árs-
hlutauppgjör fyrir fyrstu þijá mánuði
ársins og þar kemur ffam að hagnað-
ur var 1.223 milljónir króna. Heildar-
tekjur jukust um 372 milljónir á milli
ára, fóru úr 4.758 milljónum í 5.059
milljónir. Síminn seldi á tímabilinu
öll hlutabréf sín í Straumi fjárfesting-
arbanka hf. og var 702 milljóna króna
hagnaður af því fýrir skatta. Hluta-
fé Landsíma íslands hf. nam 7.036
milljónum króna í marslok 2005 og
samkvæmt hluthafaskrá eru 1.234
skráðir hluthafar í félaginu. Um 99%
hlutafjár eru í eigu ríkissjóðs en sem
kunnugt er stendur yfir söluferli á
hlut ríkisins í félaginu.
Síminn mun á næstu vikum hefia
sjónvarpsútsendingar í gegnum
ADSL-kerfi sitt á höfuðborgarsvæð-
inu. Þjónustan hófst á landsbyggð-
inni í nóvember í fyrra og nær nú til
34 bæjarfélaga. Með haustinu verður
mögulegt að kaupa kvikmyndir og
sjónvarpsþætti í sjónvarpinu og mun
þá sjónvarpsþjónusta Símans ná til
allt að 93% heimila.
Stofnfrumur úr naflastreng
geta bjargað
Dæmi eru um að hérlendis
séu stofnffumur úr nafla-
streng geymdar eftir fæð-
ingu svo hægt sé að rækta
þær ef til sjúkdóma kemur
og nota þær þá til lækninga.
Þó er fólki ekki boðið upp á
þennan möguleika að fyrra
bragði. Hildur Harðardótt-
ir, yfirlæknir kvennasviðs
Landspítala Háskólasjúkra-
húss, segir ekki tíðkast
hérlendis að geyma stofn-
ffumur nema ef um væri
að ræða fjölskyldusögu um
krabbamein af einhverju
tagi og þá yrði það skoðað
í hveiju tilviki fyrir sig.
Hún segir þetta þekkt fyrir-
bæri erlendis en þá eru það
einkafyrirtæki sem sjá um
geymslu á naflastrengsblóði
um ókomna tíð gegn mánað-
ar- eða ársgjaldi.
Ekki hægt að búa til
varahluti
Kristbjöm Orri Guðmunds-
son, lífífæðingur og starfs-
maður Blóðbankans, segir
að vel mætti nota stofnfrum-
ur úr naflastreng ef t.d. til
krabbameins kæmi. „Málið
er að menn telja að hægt sé
að fá blóðmyndandi stofn-
ffumur úr naflastrengsblóði
til að þroskast í nánast
hvaða frumugerð sem er
við réttar aðstæður," sagði
hann og bætti við að þetta
væri reyndar enn óstaðfest.
Hann kallar þá stofnfrumu-
banka sem finnast erlendis
peningaplokk og segir fremur litlar
líkur á að bam þurfi að nota nákvæm-
lega þessar frumur. Vissulega gætu
stofnffumur þó hjálpað ef til veikinda
kæmi á borð við krabbamein eða hvít-
blæði.
Foreldrar þessara barna ættu ekki að eiga í vandræðum
með að koma þeim í gæslu í Garðabæ.
Hægt að velja um
eða dagforeldra
Foreldrar í Garðabæ geta nú valið um
það hvort þeir vilja að börn sín njóti
gæslu hjá dagforeldri, séu í leikskóla
eða á einkareknum leikskóla. Kostn-
aður foreldra verður svipaður, hvaða
kost sem þeir velja fyrir sitt bam.
Þetta byggist á ákvörðun bæjarráðs
Garðabæjar sem kynnt var í gær.
í tilkynningu sem Garðabær sendi
ffá sér af þessu tilefni kemur meðal
annars ffam að gæsla hjá dagfor-
eldri og leikskóla séu ólíkir kostir
en aðeins með því að jafna kostnað
foreldra getur þjónusta dagforeldra
orðið raunvemlegur kostur við leik-
skóla. Einnig eru greiðslur til einka-
rekinna leikskóla hækkaðar og hefj-
ast fyrr, eða við 12 mánaða aldur í
stað 18 mánaða áður.
Beinn viðbótarkostnaður sveitarfé-
lagsins vegna breytinganna er áætl-
aður 28 milljónir króna á ári.
leikskóla
Mikill við-
skiptahalli
í apríl
Utlit er fyrir að vöruskiptahalli
hafi verið á bilinu 5-7 ma. kr. í apr-
íl síðastliðnum en um er að ræða
mesta viðskiptahalla í einum mán-
uði á þessu ári. Þetta kemur ffam
í morgunkorni íslandsbanka.
Nú er spáð að viðskiptahalli geti
verið alls 18 ma. kr. á fyrsta árs-
þriðjungi samanborið við tæplega
4 ma. kr. halla á sama tímabili í
fyrra. Halli á utanríkisviðskiptum
mun líklega aukast enn ffekar á
árinu samhliða miklum umsvif-
um í efnahagslífinu og þegar stór-
iðjuffamkvæmdir ná hámarki.
Auglýsingar 510 3744