blaðið - 25.05.2005, Blaðsíða 10
10 heilsa
miðvikudagur, 25. maí 2005 i blaðið
ernak@vbl.is
Við Bæjarlindina í Kópavogi tók ný-
lega til starfa hópur kvenna sem
býður fjölbreytilega valkosti og leiðir
að bættri heilsu og líðan. Starfsemi
Heilsubrúarinnar miðast að því að
sameina það besta í meðferðarúrræð-
um úr heilbrigðisstéttum og heildræn-
um meðferðum eða óhefðbundnum
meðferðum. Tekið er tillit til líkam-
legra, andlegra og félagslegra þátta
í meðferð, eftiríýlgni og stuðningi.
Boðið er upp á fjölþætta meðferð eins
og sálfræðimeðferð, höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferð, nálastung-
ur, svæðanudd, samtalsmeðferð, tal-
meina- og uppeldisráðgjöf, heilsuráð-
gjöf og handleiðslu fyrir fagfólk.
Fordómar úr báðum áttum
Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, geð-
hjúkrunarfræðingur og handleiðari,
er frumkvöðullinn að stofnun Heilsu-
brúarinnar. Hún segir að hagnýting
þess að vinna saman að heilbrigðis-
málum felist einkum í hinum þver-
faglega grunni. „Við viljum helst
vera fleiri og stefnum að því að vinna
okkur í þá átt smám saman en okkur
hefur verið ágætlega tekið. í byrjun
fundum við fyrir ákveðnum fordóm-
um, eða kannski vantrú öllu heldur,
gagnvart því að starfsmenn úr hefð-
bundna heilbrigðiskerfinu og hinu
Efri röð frá hægri: Ólöf Einarsdóttir nálastungufræðingur, Sigríður Hrönn Bjarnadótt-
ir, geðhjúkrunarfræðingur og handleiðari, Helma Rut Einarsdóttir sálfræðingur og
Hanna Sigr. Jósafatsdóttir, hjúkrunarfræðingur og græðari.
Neðri röð frá hægri: Margrét Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari og þerapisti, Þórey Ey-
þórsdóttir, sálfræði-, uppeldis- og talmeinafræðingur, og Sólrún H. Ingibergsdóttir
sálfræðingur.
óhefðbundna gætu unnið saman. Það
kom okkur á óvart að fordómamir
eru ekkert minni hjá þeim sem koma
úr óhefðbundna geiranum."
Forvarnir og stuðningur
Það hefur oft verið talað um að óhefð-
bundnir aðilar grípi fram fyrir hend-
urnar á fólki og hvetji það til að ganga
þvert á það sem heilbrigðisstéttir ráð-
leggja. Sigríður segir að þannig sé
því ekki farið hjá Heilsubrúnni. „Við
leggjum mikla áherslu á að grípa aldr-
ei inn í meðferð sem einstaklingur er
kominn í. Við hvetjum fólk alls ekki
til að ganga þvert á það sem t.d. lækn-
ir ráðleggur. Við lítum svo á að við
séum frekar viðbótarstuðningur eða
þá að við vinnum í forvarnarskyni. Ef
við teljum að viðkomandi gæti farið
aðrar leiðir þá hvetjum við til þess að
hann tali við sinn lækni.“
Alþjóðlegar heilsumiðstöðvar
Sigríður telur afar mikilvægt að auka
þverfagleg vinnubrögð á milli þess-
ara heilbrigðisstarfshópa og segir að
hjá Heilsubrúnni sé lögð rík áhersla
á að fólk hafi góðan faglegan grunn
og menntun, hvort sem það kemur
úr hefðbundnum eða óhefðbundnum
heilbrigðisgreinum. „Ég hef unnið við
geðhjúkrun í yfir 20 ár. Á því sviði er
unnið þverfaglega og ég vil gjarnan
sjá það á fleiri sviðum. Ég tel að það
sé ekki á valdi einnar stéttar að geta
hjálpað. Þekkingin er svo dreifð og
fólk veit oft ekki hvert það á að leita.
Erlendis starfa heilsumiðstöðvar þar
sem þekkingin er öll á einum stað.
Þjóðverjar vinna mikið að svona sam-
þættingu og Danir eru komnir lengra
en við.“ Heilsubrúin er þó vísir að
auknu starfi í þessa veru.
Opið mán.-fös.
kl. 9-18,
lau. kl. 11-14
www.midborq.is
hdl.lögg (astsali hrl.logg fastsali
Poilakur Ómar
sölustjón
Guðbjanii Kristjáii
hdl, lögg fast sali solumaður
Magnus
solumaður
Becjjlróra
sK-rifstofustjóri
Póruun
ritari
Lóðir við
í Ölfussi
Hellugljúfur og Holtagljúfur viö Gljúfurárholt í
Ölfussi. Byggingalóöir fyrir allt aó 600 fm ein-
býlishús. Lóöirnar eru frá 2500 fm-8700 fm. Öll gat-
nageröargjöld veröa greidd af hálfu seljanda. Neyslu-
vatn, rafmagn og hitaveita veröa aö lóðarmörkum. Verö
frá: 6.500.000.- kr. Nánari upplýsingar á Skrifstofu
Miöborgar eöa í síma 533-4800
MÆLIKVARÐ! 1:2000