blaðið - 25.05.2005, Side 16
aimir
M
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið
Nokkur ráð fyrir
þá sem búa einir
Útvarp í
örbylgju-
ofninn
Ertu í vandræðum með pláss
í eldhúsinu hjá þér? Ertu með
gamalt útvarp sem einhvern veg-
inn passar ekki inn í eldhúsið en
þú notar það alltaf til að hlusta
á kvöldfréttirnar og tímir ekki
að henda því? Þá er Daewoo-ör-
bylgjuofn með útvarpi einmitt
rétta tækið fyrir þig. Ofninn,
sem fæst í Elko, kostar 16.900
krónur, en í honum geturðu
hlustað á fréttir um leið og þú
hitar upp 1944 réttinn þinn.
Þeim einstaklingum sem búa ein-
ir fjölgar sífellt hér á landi. Það er
nefnilega einhvern veginn í þjóðarsál
íslendinga að við viljum ekki vera
neinum háð, við flytjum snemma að
heiman, kaupum eða leigjum hús-
næði, og fórum að búa. Það er reynd-
ar ekki bara ungt fólk sem býr eitt
heldur búa sífellt fleiri einstaklingar
á miðjum aldri, sem og aldraðir, ein-
ir.
Þessu fylgir að sjálfsögðu ákveðið
óhagræði. Það er nefnilega hlutfalls-
lega mjög dýrt að búa einn. Allir sem
slíkt hafa prófað kannast við að hafa
farið í verslunarleiðangur á laugar-
degi og keypt helling af mjólkurvör-
um, ávöxtum, kjöti og öðrum mat.
Nokkrum dögum seinna er mjólkin
orðin súr í ísskápnum, ávextirnir
liggja skemmdir í skál á eldhúsborð-
inu og kjötrétturinn, sem þú eldaðir
fyrir nokkrum dögum, og hefði fætt
fjögurra manna fjölskyldu og hund-
inn þeirra í heila viku, inniheldur
nú áður óþekkt lífsform. Það er nefni-
lega ekki bara leiðinlegt að elda alltaf
fyrir einn, það er líka erfitt að elda
nógu lítið. Niðurstaðan verður oftar
en ekki alltof mikill matur sem við-
komandi þarf að borða næstu fjóra
daga, eða henda ella. Niðurstaðan er
að margir enda á að panta pítsu eða
kaupa sér tilbúinn rétt sem hitaður
er upp í örbylgjuofni. Slíkt fæði er að
sjálfsögðu dýrt og það getur líka verið
einhæft og óhollt til lengdar.
Nokkurgóð ráð
Blaðið hafði samband við Þráin
Lárusson, skólameistara Hússtjórn-
arskólans á Hallormsstað, og fékk
hjá honum nokkur góð ráð fyrir ein-
stæðinga.
„Gott og klassískt ráð er að eyða t.d.
smátíma á sunnudegi í að elda - og
elda þá frekar mikið. Ég gerði það t.d.
stundum þegar ég bjó einn að elda la-
sagna fyrir tíu manns og það sem ég
borðaði ekki skar ég niður í passlega
bita, setti í plast og frysti. Þetta gat
ég síðan tekið út og hitað í örbylgju-
ofni þegar ég þurfti á að halda. Það er
líka góð hugmynd að búa til pítsudeig
og búa til nokkra pítsubotna sem eru
frystir.í stað þess að kaupa pítsur er
hægt að setja á þessa botna mataraf-
ganga eða það sem til er hveiju sinni
og henda í ofn. Þannig er hægt að
búa til góða pítsu á 15-20 mínútum,
sem kosta 200-300 krónur, í stað þess
að panta pítsu og borga fyrir hana
1.000-1.400 krónur.“
Stundum hagkvæmara að
kaupa litlar einingar
Þráinn bendir einnig
á að hægt sé að fara
út í næsta stórmark-
að og kaupa tilbúna
kjötrétti í kjötborð-
inu fyrir einn. Síð-
an er hægt að fara
á salatbarinn og
gera slíkt hið sama.
Með því sé hægt
að kaupa góða og
ódýra máltíð fyrir
lítinn pening. Það
er ennfremur oft
hagkvæmt að kaupa
vörur í litlum eining-
um.
„Flestir þekkja
að því minni sem
pakkning af vöru
er, því óhagstæðari
er hún í verði. Þetta er að sjálfsögðu
satt og rétt en það má ekki gleyma
því að það getur verið hagkvæmara
að kaupa t.d. V* lítra af mjólk og
drekka hann allan en að kaupa heil-
an lítra og hella meirihlutanum af
honum.“
Þeir sem elda fyrir sig eina enda oft á
því að þurfa að henda miklu af afgöng-
um.
Vöruframboð hagkvæmara fyr-
ir einstæða
Að sögn Þráins hefur orðið mikil
breyting á vöruframboði á undanfórn-
um árum.
„Það eru ekki mörg ár síðan erf-
itt var að fá t.d. appelsínur nema
að kaupa fjögur stykki í pakkningu.
Sömu sögu var að segja um mikið af
tilbúinni matvöru - slíkt var ekki
hægt að kaupa nema í pakkningu
sem dugði fjögurra manna fjölskyldu
og vel það. Núna er hægt að kaupa
eins mikið - eða réttara sagt eins lítið
- og hver og einn kýs.“
Fyrir þá sem hafa á því möguleika
er síðan alltaf klassísk leið að fara ein-
faldlega reglulega heim til mömmu í
mat.
Þekkir þú símanúmerin á öllum pítsustöðum borgarinnar?
Þá ættir þú að lesa þetta.
Þarftu að
gera rósir
til að gefa
rósir?
Útlit skiptir meira máii en verð
Fjölskyldur velja svöl heimilistæki frekar en ódýr
Það eru ekki mörg ár síðan marg-
ir þurftu að hringja í bankastjór-
ann sinn ef þeir ætluðu að gefa
elskunni sinni blóm því þau
voru ófáanleg á öðrum stöðum
en í blómaverslunum þar sem
þau voru mjög dýr. Nú er öldin
önnur og hægt er að fá blóm-
vendi á flestum bensínstöðvum
og í flestum verslunum og kosta
þeir innan við 1.000 krónur. Það
þykir mjög slæm hugmynd
að koma aldrei heim með
blóm eða aðrar gjafir nema
á tyllidögum og þegar karl-
inn hefur „gert einhverjar
rósir“ og þarf því að kaupa
sér frið. Þess vegna skorar
Blaðið á karlmenn íslands
að kaupa blómvönd næst þeg-
ar farið er út í búð að kaupa
mjólk og brauð - og koma
þannig hinni einu og sönnu
á óvart.
Lengi vel var eldhúsið miðpunktur
heimilisins, sá staður sem fjölskyld-
an hittist á, ræddi málin, hlustaði
á fréttir á gömlu gufunni og borðaði
vellinginn. Þetta á að sjálfsögðu við á
mörgum heimilum ennþá, þótt mikil-
URVALIÐ
vægi þessa rýmis í húsinu hafi breyst
nokkuð, enda hefur sófinn fyrir fram-
an sjónvarpið víða tekið við sem sá
staður þar sem fjölskyldan hittist.
Það breytir því þó ekki að marg-
ar húsmæður og heimilisfeður eyða
miklum tíma í eldhúsinu. Það skipt-
ir fólk því miklu máli að eldhúsið sé
vel skipulagt, vinnuaðstaðan í lagi og
þau tæki og tól sem notuð eru til mat-
argerðarinnar séu góð. Það skiptir
líka máli að eldhúsið líti vel út, enda
hittist fjölskyldan ennþá við matborð-
ið og einstaka gestur rekur þar inn
nefið til kaffidrykkju og kökuáts.
Fegurðin skiptir máli
Lengi vel stóð valið milli þess að
kaupa hvít, brún eða rauð heimilis-
tæki, og kannski lítið annað í boði. Nú
er öldin að sjálfsögðu önnur því þótt
hvítu heimilistækin standi ennþá fyr-
ir sínu kjósa sífellt fleiri að eyða ör-
litlu meiri peningum í að kaupa tæki
sem eru „móðins“ (les. í tísku).
Að sögn Jóhanns Björgvinssonar,
svæðisstjóra í heimilistækjadeild
Elko, verður sífellt vinsælla að kaupa
stáltæki.
„í stærri heimilistækjunum, svo
sem ísskápum og uppþvottavélum,
eru stáltækin [
um 12-15% I
dýrari en hefð-
bundnu tækin.
Þegar við skoð-
um hins vegar
minni tæki,
t.d. brauðristar
og blandara, er
verðmunurinn
örlitlumeiri,eða
um 20-25%.“
Þrifástáltækj-
um ekki erfið
Það hefur lengi
verið sagt um
stáltækin að erf-
itt sé að þrífa
þau - þau kám-
ist og á þeim sjáist
minnstu fingrafór í
langan tíma. Að sögn
Jóhanns er þetta þjóðsaga
- ef hefðbundin stáltæki eru
keypt þurfi reyndar að kaupa eins
konar bón, sem sé einfalt og þægilegt
í notkun. Ennfremur eru komin lökk-
uð stáltæki sem kámast jafnmikið,
eða jafnlítið, og hefðbundin hvít heim-
ilistæki.
Við finnum
fyrir góðær-
inu
Að sögn Jó-
hanns koma
fleiri og fleiri
inn í búðina í
leit að allsherj-
arlausn, þ.e. að
kaupa öll tæki
í sama merki
og með sama
útlit.
„Við finnum fyr-
ir þenslunni í
þjóðfélaginu og
sala á heimihs-
tækjum hjá okk-
ur hefur aukist
að meðaltali um
20% ef borin eru
saman tímabil
í ár og í fyrra. Við finn-
um líka fyrir því að fólk hefur
minni áhyggjur af því hvað hlutimir
kosta. Það kemur hingað með ákveðn-
ar hugmyndir um hvað það vill inn í
eldhúsið sitt, bæði hvað varðar lit og
áferð, og einfaldlega kaupir það. Verð-
miðinn skiptir ekki öllu máli,“ sagði
Jóhann að lokum.
Gæta verður að varðveislu Ijósmynda
Eftir að stafrænar myndavélar komu til sög-
unnar jukust möguleikar einstaklinga til
ljósmyndunar gríðarlega. Nú er ekki óal-
gengt að einstaklingar eigi fleiri þúsund
myndir í tölvunni hjá sér. Tölvur eru hins
vegar mikil ólíkindatól og geta tekið upp
á því að bila með tilheyrandi tárfellingum
vegna glataðra gagna. Þessum einstakling-
um er þess vegna bent á að tryggja varð-
veislu ljósmynda á annan hátt - til dæmis
er hægt að taka afrit með því að brenna
myndirnar á geisladiska,
Það er heldur ekki slæm hugmynd að
prenta bestu myndir safnsins á pappír.
Slíkt er hægt að gera á þægilegan hátt og
samkvæmt óformlegri úttekt Blaðsins þarf
slíkt ekki að vera mjög dýrt. Hjá Ljósmynda-
vörum kostar 1.248 kr. að prenta út 24 mynd-
ir. Hjá Hans Petersen kostar það 1.296
krónur og sama kostar það hjá Filmum
og framköllun.
Fyrir þá sem ekki hafa fjárfest í nýrri
stafrænni myndavél, og eru ennþá með
gömlu filmuvélina, er að sjálfsögðu ennþá
nauðsynlegt að leita til framköllunarstofu
til að fá framkallað. Samkvæmt óform-
legri athugun kostar framköllun 24 mynda
filmu, þar sem myndir eru afhentar sam-
dægurs, 1.550 kr. hjá Ljósmyndavörum
og þar fylgir ný filma. Hjá Hans Petersen
kostar framköllun 1.890 krónur og Filmur
og framköllun hafa sama verð.