blaðið - 25.05.2005, Page 20
I
miðvikudagur, 25. maí 2005 I blaðið
Nýr islenskur
golffatnaður
ernak@vbl.is
66°Norður hefur gert þriggja ára
samning við atvinnukylfingana Birgi
Leif Hafþórsson, Ólaf Má Sigurðsson
og Ólöfu Maríu Jónsdóttur, sem felur
í sér að þau æfa og keppa í fatnaði frá
66°Norður. Kylfingamir taka þátt í
hönnun þessarar nýju línu golffatn-
aðar og segir Marinó Guðmundsson,
forstjóri 66°Norður, að það gefi vöru-
þróuninni aukna dýpt. Fyrstu flíkum-
ar koma á markað í byijun júní. „Við
byrjum á bolum og vindgöllum, bæði
jökkum og buxum nú í ár, en það verð-
ur þó ekki fyrr en næsta sumar sem
öll línan kemur á markaðinn," segir
Marinó.
Ekki lengur púkó
Það hefur lengi loðað við golfíþrótt-
ina að klæðnaðurinn sé púkalegur
en 66°Norður stefnir á að bjóða
upp á klæðilegan og fallegan fatn-
að sem hefur bæði gott notagildi
og fallegt útlit og segir Marinó
vaxandi markað fyrir þessa nýju
línu. „Við sjáum að golfíþróttin er
mest vaxandi útivistaríþróttin á
Islandi svo þarna er góður og vax-
andi markaður. Okkar vörur hafa
verið mikið notaðar í golfið hingað
til því þær henta vel við þessar að-
stæður. Við erum með fatnað sem
má nota í 25 stiga hita og einnig í
þriggja stiga hita og roki en nýja
golflínan okkar byggist á aukinni
vöruþróun.
Golflína 66°Norður verður seld
bæði hér á íslandi og erlendis og
bindur fyrirtækið vonir við að sú
mikla reynsla í hönnun og vali
efna, sem starfsmenn þess búa yf-
ir, komi til með að falla vel í kram-
ið hjá kylfingum.
A Spáni er gott að...
- spila golf
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar,
Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur
sem Laddi, er á kafi í golfinu. Innkoma
hans í þessa sívinsælu íþrótt er þó
óvenjuleg en hann selur sumarhús á
Spáni, svokölluð golf-hús.
Glæsilegir golfveliir
Sumarhúsin eru í og
.« við Torrevieja og mörg
«*• >j§ þeirra eru í nálægð við
þijá glæsilega golfvelli
- Villamartin, Las Ram-
blas og Campoamor - en
við hann er afar glæsilegt klúbbhús.
Það er fyrirtækið Golf houses Campoa-
mor, í eigu stórgolfarans ívars Hauks-
sonar, sem stendur fyrir fasteigna-
sölunni en ívar kennir einnig golf á
vellinum og skipuleggur golfferðir fyr-
ir íslendinga. Tíu aðrir golfvellir eru í
innan við klukkutíma akstursfjarlægð
frá bænum og vallargjöldin eru um
Fjöldi Islendinga
Um 800 íslendingar hafa fjár-
fest í húsum í Torrevieja
og nágrenni en Þórhallur
segir að golfið sé ekki síst
ástæða mikilla vinsælda
svæðisins.
Bærinn Torrevieja, sem
er rétt sunnan við Alicante, tel-
ur um 100.000 manns, en sá
fjöldi margfaldast yfir sum-
artímann. Þar eru yfir 100
veitingastaðir og barir en
á kvöldin eru útimark-
aðir á aðaltorginu við
höfnina með alls kyns
vaming. Þórhallur seg-
ir að íslendingar dvelj-
ist þama margir yfir
vetrarmánuðinaenívetr-
arloftslagi fer hitinn nán-
ast aldrei imdir 15°C og
sólin skín 320 daga á ári.
Er bókhi
Leikbókhald er góð leið til að meta
styrkleika og veikleika í eigin golfleik
og nýtist einnig mjög vel við skipulagn-
ingu æfinga. Leikbókhald mun gefa
þér skýrt til kynna hvað þarf að
leggja áherslu á þegar farið er
út á æfingasvæði, en það er afar
algengt að kylfingar æfi þann
hluta sem virkar best í stað þess
að einbeita sér að því sem þarfnast
lagfæringa. Hve nákvæmt leik-
bókhald þú kýst að halda
er vissulega vmdir þér
komið. Það fer allt eftir
því hve miklum tíma
þú vilt veija í að halda
leikbókhald og einnig
hve mikið þú vilt rannsaka
eigin leik. Hins vegar era fjórir
hlutar leiksins sem allir ættu
að hafa í sínu leikbókhaldi:
• Upphafshögg á braut
• Flatir hittar í réttu höggi
Fjöldi pútta á hring
Idið í lagi?
Þetta eru mikilvægustu þættir
leikbókhalds. Að auki er mjög gott
að reikna út meðalfjölda fugla á
hring, einpútt eftir glompuhögg,
meðalfjölda pútta á flötum sem þú
hittir eftir að hafa hitt flöt í réttu
höggi, meðalfjöldi þrípútta, meðal-
fjölda vippa og einpútta innan við
10 metra frá flöt og jafnvel meðal-
fjölda „sprengja“ á hring (2 yfir pari
og meira).
Hvers vegna leikbókhald?
Þú heldur leikbókhald til að fylgj-
ast með gengi þínu á tímabilinu
eða milli ára en einnig til að skipu-
leggja æfingaáætlun eða einstakar
æfingar. Þú getur einnig nýtt þér
leikbókhald til ánægju og fróð-
leiks. Á slóðinni www.golfkennsla.
is má hlaða niður excel-skjölum
sem nýtast vel til að halda leikbók-
hald.
3.500 kr.
• Meðalskor
HeimilisgóLfdúkar
Tilboðsverð
frá kr. 900 á m2
Teppamottur
40% afsláttur
Teppi horn í horn
Stigateppi
Níðsterk og létt í þrifum
KJARANEHF • SÍÐUMÚL114 • 108 REYKJAVÍK
SlMAR 510 5510 • 510 5500
OPID VIRKA DAGAKL. 8 -18.
Allir í golfl
Árið 1995 má segja að golfvakning-
in hafi byijað á Islandi. Þá vora um
5.000 manns á skrá en nú
er Golfsamband íslands
næstfjölmennasta sér-
sambandið innan
ÍSÍ.
Aukningin
nemur um 10%
prósentum
á ári og segir
Hörður Þor-
steinsson, fram-
kvæmdastjóri
sambandsins, að
besta skýringin sé
líklega sú að golfið sé
skemmtileg íþrótt. „Aukin
umfjöllun í fjölmiðlum hefur
haft sitt að segja þótt auðvitað
sé erfitt að greina það nákvæm-
lega.“
Alþýðuíþrótt
Það hefur lengi loðað við golfið að það
sé dýr íþrótt að stunda en Hörður
blæs á þá gagnrýni. Hann segir það
hreina mýtu, enda sé golfið alþýðu-
íþrótt hér á landi.
„Ég hugsa að golfið sé með ódýr-
ari íþróttagreinum sem hægt er að
stunda. Ef menn skoða málið í heild
er golfið mun ódýrara en margt ann-
að, sérstaklega ef við beram okkur
saman við nágrannalöndin. Það er
helst á Bretlandseyjum, þaðan sem
golfið er upprannið, að það er alþýðu-
sport eins og hér. Á íslandi þurfa
menn að vera félagar í klúbbum til
þess að spila en á Bretlands-
eyjum hafa þeir svokall-
aða „pay and play“
velli sem era opnir
og maður borg-
ar fyrir hvern
leik.“
Upprenn-
andi stjörnur
Ekkihefurgeng-
ið eins hratt og
vonir stóðu til að
ala upp íslenska
atvinnukylfinga en
Hörður segir að nú sé það
að breytast. „Olöf María era
nú að fara fyrst Islendinga inn
í evrópsku atvinnumótaröðina."
Fyrirmyndir hafa haft gífurleg áhrif
á viðhorf yngra fólks til golfsins. Áð-
ur þótti golfið íþrótt fyrir gamlingja
en með tilkomu stórstjarna eins og
Tigers Woods hefur þátttaka yngra
fólks aukist. Hörður segir að Tiger
hafi breytt viðhorfi bama og ung-
menna í þá átt að nú sé golfið skoðað
sem afreksíþrótt. „Unglingastarf inn-
an golfhreyfingarinnar er alltaf að
aukast en það er ekki hægt að neita
því að hlutföllin era okkur enn óhag-
kvæm. Innan við 17% golfara era
fimmtán ára og yngri en við eram
með átak til að auka þátttöku þessa
hóps.“
Góð þátttaka
Mjög góð þátttaka er á fyrsta
mótinu í Toyota-mótaröðinni
sem haldið verður á Strandar-
velli á Hellu um helgina. Þegar
hafa 132 þátttakendur skráð sig
til leiks. Eru það nokkuð fleiri
en undanfarin ár en þátttakan
hefur verið um hundrað manns.
Leiknar verða 36 holur.
Hugarfarið
mikilvægt
Mikilvægi jákvæðs hugarfars,
sjálfstrausts og góðrar einbeit-
ingar verður aldrei ofmetið í
golfíþróttinni. Oft og tíðum er
það einmitt styrkleiki kylfinga
á þessu sviði sem skilur á milli
þess að ná hámarksárangri eða
ekki. Hafa ber í huga að vægi hug-
arþj álfunar er mismikið og fer eft-
ir því hversu góðum tökum fólk
hefur náð á íþróttinni. Fyrir byij-
endur era það tækniatriði sveifl-
unnar sem skipta mestu máh því
ef ekki er haldið rétt um kylfuna
eða henni sveiflað á sæmilegum
ferli, þá dugar jákvætt hugarfar
skammt. Eftir því sem forgjöfin
lækkar og tækniatriði sveiflunn-
ar verða sjálfvirkari, þeim mun
meira þarf að huga að huglæga
þættinum ef maður vill ná mjög
lágri forgjöf eða klifra hátt á met-
orðastiga íþróttarinnar. Fleiri
góð ráð má finna á slóðinni www.
golfkennsla.is