blaðið - 25.05.2005, Qupperneq 23
blaðið I miðvikudagur, 25. maí 2005
H Úrslit Meistaradeildarinnar 2005
CHAMPIONS
LEACUE
Liverpool
Líklegt Leikkerfi Liverpool í kvöld: 4-2-3-1.
AC Milan
Líklegt Leikkerfi AC Milan í kvöld: 4-3-1-2.
Gattuso
Alonso
Crespo
Nesta
Dudek
Gerrard
Carraqher
Hamann
Shevchenko
Seedorf
Finnan
Maldini
Real Madrid vill ná í Ronaldo
Fastlega er búist við að Real Madr-
id geri á allra næstu dögum tilboð í
Cristiano Ronaldo, leikmann Manc-
hester United. Arrigo Sacchi, aðal-
framkvæmdastjóri Real, var á dög-
unum á bikarúrslitaleik Manchester
United og Arsenal, gagngert til að
fylgjast með pilti. Vitað er að Ronaldo
hefur verið óánægður með núverandi
samning sinn hjá United en hann er
með 1,7 milljónir íslenskra króna í
vikulaun, sem þykir ekki gott í heimi
atvinnumennskunnar núna. Ronaldo
er 19 ára og er talinn með þeim efni-
legri í boltanum. Samningaviðræður
umboðsmanns Ronaldos og Uniteds
að undanfómu hafa gengið illa og því
eru jafnvel taldar ágætar líkur á að
hann fari til Real Madrid. ■
Vann ferð fyrir tvo
á úrslitaleikinn
Björn Ingi Björnsson frá Selfossi datt
svo sannarlega í lukkupottinn þegar
hann vann ferð fyrir tvo á úrslitaleik
Meistaradeildarinnar. Björn Ingi var
dreginn út í Meistaradeildarleik Fót-
boltaklúbbs Mastercard en í þeim
klúbbi eru vel á annan tug þúsunda.
Björn Ingi og eiginkona hans, Alda
Bragadóttir, verða á leiknum í kvöld
ásamt öðrum vinningshöfum Master-
card-klúbbþega í Evrópu. Björn Ingi
er ákafur stuðningsmaður AC Milan
og vonandi hans vegna verða úrslitin
í kvöld til að gleðja hann.
Shevchenko
vill fá Gerrard
Andryi Shevchenko, knattspyrnu-
maður Evrópu sem leikur með
AC Milan, vill fá Steven Gerrard,
leikmann Liverpool, til liðs við
Milan fyrir næstu leiktíð. Carlo
Ancelotti, þjálfari Milan, lýsti því
yfir fyrr í vikunni að hann hefði hug
á að fá Gerrard til Mílanó-borgar
og Shevchenko tekur undir þau
orð þjálfara síns. „Leikur hans
hentar mér vel, hann er alltaf að
reyna ótrúlega hluti, hann hleypur,
skorar og er frábær leiðtogi," sagði
Shevchenko við fréttamenn. „Hann
sendir boltann afbragðsvel og ég
veit að ef ég tæki rétt hlaup þá
mundi ég fá sendingu frá honum,“
sagði úkraínski framherjinn. Það
er Ijóst að það verður mikið kapp-
hlaup margra liða til að ná í Steven
Gerrard í sumar en hann er sagður
verða með vikulaun upp á 12 millj-
ónir íslenskra krónatil 15 milljóna,
hvar svo sem hann leikur á næstu
leiktíð.
- Spark leikir - Frumbyggjastörf - Ædol - Útilíf - Kassabílaakstur -
7-8
ara
ÚLFLJÓTSVATNI
Upplýsingar og skráning á netinu:
www.ulfljotsvatn.is
Einstök krakkanámskeið
Útilíf og œvirttýri!
9-12
ára
Almenn námskeið
Vinir, fjör og hópefli!
INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.