blaðið - 25.05.2005, Side 28
28 dagskrá ■
miðvikudagur, 25. maí 2005 1 blaðið
Stutt spjall: Sirrý
dagskrárstjóri þáttarins „Fólk með Sirrý“ á Skjá Einum, en lokaþátturinn er í kvöld. Þátturinn fer
svo (sumarfrí en kemur aftur á skjáinn í haust.
--L
Hyað ert þú að gera núna?
„Ég er að fara til Keníu á eftir til að
kaupa efni fyrir þáttinn í haust. Þó að
þátturinn sé að fara í frí þá höldum
við áfram að vinna og erum að fara
fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
Unicef, til að ná í efni í þáttinn. Það eru
margir íslendingar sem eru heimsforeldr-
ar. Þeir leggja sitt af mörkum til að heilsu-
gæsla og menntun batni og aðstoða
börn í Keníu og fleiri Afríkuríkjum sem
hafa misst foreldra sína úr alnæmi. Við
getum þó gert enn betur og það vantar
miklu fleiri Islendinga til þess að gerast
heimsforeldrar þannig að við ætlum að
fara að skoða hvað íslendingar geta gert
og hvernig lífið er í Keníu."
Hvaða málefni verður í brennideplinum
í þættinum í kvöld?
„Við ætlum að fylgjast með ungri konu í
afstressun í Heilsustofnun Náttúrulækn-
ingafélagsins í Hveragerði. Maður vill oft
nota sumarið sem ákveðinn vendipunkt
til að koma lífi sínu í betri farveg og ég
ætla að ræða við þessa konu, Sigur-
björgu að nafni. Hún er ekki nema þrítug
en engu að síður vel menntuð kona sem
vinnur mikið með tól og tæki alla daga.
Hún var að keyra sig út af stressi þar til
læknirinn hennar skipaði henni að fara
í afstressun á Heilsustofnunina í Hvera-
gerði. Það eru margir sem vinna undir
tímapressu og álagi og ná einhvern veg-
inn ekki að höndla þetta stress. Núna er
hún í uppbyggingu í Hveragerði og er að
læra að snúa lífi sínu einhvern veginn við
og við ætlum að fylgjast með því hvað
hún er að gera. Við eigum von á Geir
Jóni Þórissyni lögreglumanni í þáttinn en
hann hefur einnig reynslu af stressi og
streitu og hefur farið á Heilsustofnunina.
Að auki á stofnunin 50 ára afmæli um
þessar mundir og þar er verið að gera
margt nýtt og spennandi sem almenn-
ingur getur nýtt sér. T.d. þegar farið er í
helgarbíltúrinn er hægt að fara í leirböð
og ýmislegt fleira.
Hvernig hefur þátturinn gengið?
„Bara ofboðslega vel og við erum svo
þakklát því viðtökumar hafa verið virki-
lega hlýjar og góðar. Þátturinn er mikið
unninn í samstarfi við áhorfendur, sem
eru mjög duglegir við að senda bréf og
benda á hvað þarf að ræða, því þau
mál eru ekki endilega í fréttum þótt allir
þurfi að glíma við þau einhvern tíma á
lífsleiðinni."
Þátturinn „Fólk með Sirrý” verður á Skjá
Einum í kvöld klukkan 20.
Eitthvað fyrir..
...gamansama
RÚV - Ed - kl. 20.10
Nú er hafin sýning á nýrri þáttaröð
um lögfræðinginn Ed sem rekur
keilusal og sinnir lögmannsstörfum
í Ohio. í þættinum í kvöld kaupa Ed
og Mike vinur hans veðhlaupahest,
Carol fær skólastjómina og Molly
upp á móti sér þegar hún segir að
Warren hafi ekkert í háskólanám að
gera en hann er að reyna að komast
að sem sjónvarpsmaður á kapalstöð í
bænum. Aðalhlutverk leika Tom Ca-
vanagh, Julie Bowen, Josh Randall,
Jana Marie Hupp og Lesley Boone.
...áhugasama
RÚV - Brian Wilson og „Smile“ - kl.
22.45
Sjónvarpið sýnir í kvöld athyglisverða
heimildarmynd með viðtölum við Bri-
an Wilson úr Beach Boys og samferða-
menn hans, þar sem varpað er ljósi á
tilurð plötu Wilsons, Smile, sem var 37
ár í vinnslu. Sagt er lauslega frá ferli
Beach Boys þar sem Brian Wilson var
potturinn og pannan í öllu. Hann átti
við geðræn vandamál að stríða og leið
ekki vel á sviði. Þess vegna varð hann
oft eftir heima og dundaði sér í hljóðver-
inu á meðan félagar hans fóru í tónleikaferðir og spiluðu og sungu lögin hans
fyrir fólk. Wilson var frumkvöðull í upptökutækni og platan Pet Sounds vakti
gríðarlega athygli þegar hún kom út. I kjölfarið hófst svo vinna hans við plöt-
una Smile, sem átti sér lengri meðgöngu en gengur og gerist í tónlistarbrans-
anum.
Brfan'Wíison
presents .
Sffli
...dulræna
Stöð 2 - Miðillinn Allison DuBois
- kl. 20.30
Miðillinn, eða Medium, er dramatískur
myndaflokkiu um konu með einstaka
hæfileika. Allison DuBois er þekktur
miðill í Bandaríkjunum. Hún nær sam-
bandi við hina framliðnu og getur líka
séð atburði fyrir en náðargáfa hennar
hefur varpað ljósi á ófá sakamálin. Að-
alhlutverkið leikur Patricia Arquette
(Little Nicky og Bringing Out the De-
ad) en þáttaröðin hefur hlotið einróma
lof gagnrýnenda. í þætti kvöldsins er
lasleiki að hijá Allison sem leggst í
rúmið. Hún styttir sér stundir við sjón-
varpsgláp og horfir á eldgamlan gamanþátt. Svo vill til að aðalleikarar þátt-
arins komu við sögu í þekktu sakamáli og þar með er áhugi miðilsins vakinn
fyrir alvöru.
...íþróttafólk
Sýn - Liverpool - AC Milan - kl. 18
í kvöld verða sigurvegarar í Meistara-
deild Evrópu krýndir í Istanbúl en
Liverpool og AC Milan munu leika til
úrslita. Saga félaganna er einkar glæsi-
leg en bæði liðin hafa oft hrósað sigri
í Evrópukeppninni. Þótt ótrúlegt megi
virðast hafa þau samt aldrei mæst í
Evrópuleik. Staða AC Milan kemur
fæstum á óvart en það var búist við
miklu af Mílanó-liðinu á þessu keppn-
istímabili. ítalamir voru hins vegar
stálheppnir að komast í úrslitaleikinn
á kostnað PSV Eindhoven. Það sama verður ekki sagt um liðsmenn Liverpool
sem hafa eflst við hveija raun í Meistaradeildinni. Þeir slógu Chelsea verð-
skuldað út í undanúrslitum þótt sigurmarkið hafi verið umdeilt.
CHAMPIONS
LEACUE
Morgun
Síðdegi Kvöld 18:30-21:00
17.05
17.50
18.00
18.01
18.23
Leiðarljós
Táknmálsfréttir
Disneystundin
Stjáni (22:26)
Sígildar teiknimyndir (34:42)
18.30 Sögur úr Andabæ (8:14)
18.54 Víkingalottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið 20.10 Ed (69:83)
20.55 í einum grænum (4:8)
Ný garðyrkjuþáttaröð þar sem tekið
er á því helsta sem lýtur að fegrun
garða. Umsjónarmenn þáttanna,
Guðríður Helgadóttir og Kristinn
H. Þorsteinsson, gefa áhorfendum
hagnýt ráð við umhirðu garða og
skipulagningu þeirra.
06.58 ísland í bítið
09.00 Bold and the
Beautiful
09.20 í fínu formi
09.35 Oprah Winfrey
10.20 ísland í bítið
12.20 Neighbours
12.45 Ífínuformi
13.00 Sjálfstætt folk
(Freyja Haraldsdóttir)
13.30AÖ hætti Sigga Hall
(4:12) (e)
07.00 Everybody Loves
Raymond (e)
07.30 Fólk með Sirrý (e)
08.20 The Bachelor (e)
09.10 Þak yfir höfuðið (e)
09.20 Óstöðvandi tónlist
07.00 Olíssport
07.30 Olíssport
08.00 Olíssport
08.30 Olíssport
06.00 Who is Cletis Tout?
(Bönnuð börnum)
08.00 What’s the Worst
That Could Happen?10.00
Just Visiting
12.00 Another Pretty Face
14.00 Hver lífsins þraut (3:6) (e) (Sykur-
sýki) Umsjónarmaður: Karl Garðarsson
og Kristján Már Unnarsson.
14.35 Happy Days (Jamie Oliver)
(1:4) (Kokkur án klæða)
15.00 Whose Line is it Anyway
15.20 Summerland (11:13) (e)
16.00 Könnuðurinn Dóra
16.25 Snjóbörnin 16.38Tracey McBe-
an 16.48 Mr. Bean 17.13Smá skrítnir
foreldrar
17.50 Cheers
18.20 Innlit/útlit (e)
1
14.10 NBA 16.45 Olíssport
17.15 David Letterman
18.00 UEFA Champions League
(Úrslitaleikur) Bein útsending frá úr-
slitaleiknum í Meistaradeild Evrópu
sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi.
14.00 Overboard (Bylt fyrir borð)
16.00 What's the Worst That Could
Happen? (Hvað er það versta sem
gæti gerst?)
18.00 Just Visiting (Bara í heim-
sókn)
18.18 ísland í dag
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 ísiand í dag
19.35 Simpsons (Lisa vs. Malibue
Stacy) 20.00 Strákarnir
Strákamir skemmta áskrifendum
Stöðvar 2 með bæði gömlum og nýjum
uppátækjum. Stöð 2. 2005.
20.30 Medium (11:16) (Miðillinn)
19.15 Þak yfir höfuðið
19.30 Everybody loves Raymond
(e)
20.00 Fólk með Sirrý - lokaþáttur
Sirrý tekur á móti gestum í sjónvarps-
sal og slær á létta jafnt sem dramat-
íska strengi í umfjöllunum sínum um
það sem hæst ber hverju sinni.
20.00 Another Pretty Face (Ungfrú
snoppufríð)
07.00 Meiri músík
07.00 Joyce Meyer
07.30 Benny Hinn
20.00 Game TV
18.00 Um trúna og tilveruna
18.30 Joyce Meyer
19.00 CBN-fréttastofan