blaðið

Ulloq

blaðið - 31.05.2005, Qupperneq 14

blaðið - 31.05.2005, Qupperneq 14
þriðjudagur, 31. maí 2005 I blaðið blaðió Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Kart Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjariind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510- 3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vb!@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Er þörf á að rannsaka einkavæðingu ríkisbankanna? Blaðið, eins og aðrir ^ölmiðlar, greindi frá því í gær að Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vildi rannsókn á sölu ríkisbankanna með opinberum hætti. Tilefni þessara ummæla Steingríms J. Sigfússonar var greinaflokkur Sigríð- ar Daggar Auðunsdóttur, blaðamanns á Fréttablaðinu, um einkavæðingu ríkisbankanna fyrrverandi, þ.e. Búnaðarbanka íslands hf. og Landsbanka íslands hf. Þetta átti sér stað á ár- inu 2002 fram til 16. janúar 2003, en þá var ráðandi hlutur í Búnaðarbanka íslands hf. seldur svokölluðum S-hópi en 20. október 2002 hafði 45,8% hlutur ríkissjóðs í Landsbanka ís- lands hf. verið seldur Samson eignarhaldsfélagi ehf. Salan á hlut ríkisins í bönkunum tveimur gekk ekki andskota- laust fyrir sig eins og sjá má þegar fréttir fjölmiðla frá þessum tíma eru skoðaðar. Steingrímur Ari Arason, nefndarmaður í framkvæmdanefnd um einkavæðingu, sagði sig úr nefndinni í byrjun september 2002 eftir tíu ára starf. Aðrir nefndarmenn sátu hins vegar sem fastast. Fréttablaðið greinir svo frá því 10. október 2002 að ráðherrar takist á um sölu bankanna. Forsæt- isráðherra vilji selja Landsbankann áður en Ríkisendurskoð- un felli dóm sinn. Ráðherrar Framsóknarmanna vilji hins veg- ar ekki hreyfa við sölunni fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar sé komin út. Ríkisendurskoðun, sem starfar á vegum Alþingis, gerði skýrslu um framkvæmd einkavæðingar bankanna í kjölfar úrsagnar Steingríms Ara Arasonar þegar skýrsla þessi lá fyrir í byrjun október 2002. Að fenginni þessari skýrslu sagði þáverandi for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, í viðtali við fjölmiöla: „Meginniðurstaða í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sú að engar reglur hafa verið brotnar og það hafi verið sanngjörn og eðli- leg niðurstaða að taka upp viðræður við Samson-hópinn. Þar með er önnur meginniðurstaðan sú að þær ásakanir sem komu fram í bréfi Steingríms Ara Arasonar til mín eiga ekki við rök að styðjast. “ Steingrímur Ari Arason var einnig spurður álits á rannsóknar- skýrslu Ríkisendurskoðunar og sagði þá í fjölmiðlum: „Skýrsla Ríkisendurskoðunar er innlegg íþetta mál en hún seg- ir hins vegar ekki alla söguna heldur einungis hluta hennar. Hún hlýtur hins vegar að vekja ýmsar spurningar en það er kannski annarra að meta hvort það er ástæða til að fá svör við þeim spurningum og þá hvenær.“ Steingrímur J. Sigfússon tjáði sig líka í fjölmiðlum um rann- sóknarskýrslu Ríkisendurskoðunar og sagði m.a.: ,Að mjög hörð gagnrýni komi fram hjá Steingrími Ara Ara- syni í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ennfremur komi fram hörð gagnrýni frá fjárfestum og erlendum bankamanni. Gagnrýni þessara aðila gangi m.a. út á það að reglur nefndarinnar hafi verið óljósar og óskýrar og svo virðist sem þær hafi að einhverju leyti verið smíðaðar jafnóðum eða eftir á. Eg kalla þetta nú býsna harða gagnrýni og þungan áfellisdóm. Og undir þetta tekur Ríkisendurskoðun að ýmsu leyti þótt hún að vísu - með vinsamlegri túlkun og ákveðnum bláþræði í röksemdafærslu - komist að þeirri niðurstöðu að menn sleppi fyrir horn vegna þess að hinar opinberu verklagsreglur hafi ekki beinlínis verið brotnar." í ljósi framangreindra tilvitnana hlýtur sú spurning að vakna um hvað það sé sem Steingrímur J. Sigfússon vill að nú verði rannsakað varðandi einkavæðingu ríkisbankanna. Hver á að gera þá rannsókn sem Steingrímur J. Sigfusson vill að fari fram og það sem mikilvægast er - hver er tilgangurinn með rannsókninni? Á að draga einhvern til ábyrgðar ef regl- ur reynast hafa verið brotnar og þá hvern? Greinar Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í Fréttablaðinu varpa engu nýju ljósi á framkvæmd einkavæðingar og kalla ekki á neina sérstaka rannsókn. Þær staðfesta aðeins það sem allir hafa vitað - að einkavæðing ríkisfyrirtækja hér á landi hefur frá upphafi ver- ið í skötulíki og að engu leyti á forræði Einkavæðingamefndar, nema að nafninu til. Sannaðist það strax þegar SR-mjöl hf. var selt fyrir liðlega tíu ámm til aðila sem ekki hafði einu sinni haft fyrir því að skila tilboði innan auglýsts tilboðsfrests, við verði sem var lægra en það sem boðið var af þeim aðila sem fór eftir leikreglum Einkavæðingarnefndar. Kókaín í banönum Tollarar £ Bandaríkjunum fundu á dögunum um 350 kíló af kókaíni fal- in í bananaknippum sem komu frá Ekvador. Smyglararnir föndruðu eftirlíkingar af knippum úr trefja- gleri og máluðu því næst þannig að þau líktust ósvikinni vöru. Kók- bananaknippunum var svo dreift um 1.080 kassa bananasendingu þannig að tollayfirvöld í Miami ganga nú um svæðið og skera úr um hvort bananar séu náttúrulegir eður ei. Zach Mann, talsmaður tollayfirvalda, segir að smyglaramir hafi líklegast haft auð- veldari aðferð til þess að finna fíkni- efnin - „slökkvum á loftræstingunni og látum ósvikna bananana rotna, þá finnum við hina“. Yfirvöld leita að hugsanlegum viðtakendum sending- arinnar. Mannfall í írak Að minnsta kosti 21 maður lést og um 100 særðust í tveimur sjálfs- morðsárásum í írak í gær. Um 500 lögreglumenn í borginni Hillah voru að mótmæla ákvörðun borgarstjór- ans um að leysa upp sveit þeirra. Vitni sagði að fyrri sprengingin hefði orðið um miðbik mótmælafundar- ins og sú seinni sprakk nokkrum mínútum síðar. Al-Qaida segist bera óbyrgð ó árásunum sem hafi beinst gegn sérsveitum í írak. jg Misnotkun á neyðarlínu 86 ára kona í Bandaríkjunum eyddi tveimur sólarhringum í ftmgelsi eftir að hafa hringt í neyðarlínuna 20 sinn- um á 38 mínútum til að kvarta und- an pítsuveitingastað. Konan var æf vegna þess að veitingastaðurinn var ekki með heimsendingarþjónustu. Þegar lögregla mætti heim til henn- ar til að spyijast fyrir um misnotkun hennar á neyðarlínunni sparkaði hún, beit og og klóraði lögreglumenn sem sáu þann eina kost í stöðunni að flytja hana í fangelsi. Mikil hátíðahöld voru í höfuðborg Frakka í gær þegar Ijóst var að þeir höfðu neitað stjórnarskrá Evrópusambandsins. „Chirac í fangelsi" stendur á laki sem hengt var á minnismerki á Bastillu-torginu í París. Ný stjórn Frakklands Reuters Jacques Chirac Frakklandsfor- seti mun í dag tilkynna hvort, og þá hverjar, breytingar verði gerðar á ríkisstjórn hans eftir kosningarnar á sunnudaginn. Chirac hefur gefið í skyn að miklar breytingar gætu orð- ið á stjóminni en hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld. Allra augu eru á forsætisráðherranum, Jean- Pierre Raffarin, en talið er að hann fái að fjúka. Þá er litið til þeirra Dom- iniques de Villepin innanríkisráð- herra og Nicolas Sarkozy, formanns UMP-flokks Chiracs, sem hugsan- legra eftirmanna Raffarins. Það að Frakkar hafi neitað að samþykkja stjórnarskrá Evrópusam- bandsins er mikill áfellisdómur á Chirac og litu margir Frakkar á það sem svo að með því að neita að sam- þykkja hana hafi þeir mótmælt allri þeirri stefnu sem ríkisstjórn Chiracs stendur fyrir. Sjálfur hefur Chirac neitað að segja af sér og ætlar hann að bíða eftir forsetakosningum 2007. Hann var kosinn með yfirgnæfandi meirihluta árið 2002 en þá voru marg- ir á því að kjósa frekar þrjótinn held- ur en fasistann. Chirac var þá þij ótur- inn en Jean-Marie Le Pen, róttækur hægri maður, var fasistinn. Jórdönsk sýningarstúlka var með þessa óvenjulegu hárgreiðslu á sýningu í hárgreiðslukeppni í borginni Petra í Jórdaníu. Þátttakendur voru frá Arabaríkjum og Evrópu og keppnin stóð í tvo daga. Ekki fylgir sögunni hvort stúlkan komst í úrslit.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.