blaðið - 27.06.2005, Side 16

blaðið - 27.06.2005, Side 16
mánudagur, 27. júní 2005 I blaðið Sumarsalat með jarðarberjum Á sumrin er gott að henda saman salati í skál og njóta þess að borða léttar máltíðir á kvöldin. Salöt eru einnig afbragðsmeðlæti með grill- kjötinu og oft nægir að henda sam- an í skál ýmsu góðgæti úr skauti náttúrunnar og bera fram með góðri kaldri sósu. Sumarsalat með jarðarberjum, að hætti Kristínar Friðriksdóttur, flugfreyja, er ákaf- lega bragðgott og létt salat sem er einstaklega ljúffengt eitt og sér en hentar einnig vel með ýmsum léttum réttum, eins og fiski og fuglakjöti. Salatið má útbúa með skjótum hætti, enda er það eins fljótlegt í gerð og það er dásamlega bragðgott. Hráefni: Eitt höfuð Lambhagasalat eða annað eftir smekk - gott er að hafa ruccula-blöð með öðrum tegundum Ein askja af jarðarberjum 200 g valhnetur Niðurrifinn parmeggiano reggiano Vínagretta: UTSALA 30% afsláttur af öllum vörum RALPH LAUREN SMÁRALIND vannæring meöal aldraðra Balsamico-edik Valhnetuolía - má nota ólífuolíu 1 -2 tsk. rifsberjahlaup Óhollur matur á elliheimilum Jarðaber eru víða afar ódýr um þessar mundir enda stendur jarðaberja uppskerutíminn yfir. Jarðaber eru því tilvalin i eldamennskuna. Aðferð: Salatið er rifið niður i skál, jarðarberin skorin niður og þeim blandað saman við. Valhnetur eru muldar yfir ásamtniðurrifnumparmeggi- ano-ostinum. Balsamico-ediki og olíu er blandað saman, um hálfum bolla af hvoru. | Rifsberjahlaupinu er svo hrært saman við en sósan á að vera sæt - hún má þó ekki vera of sæt, enda kemur einnig sætubragð í salatið af jarðarberjunum. Vínagrettunni er svo hellt út á salatið. Látið ekki standa of lengi því blandan gerjast á skömmum tíma. Kannanir hafa leitt í ljós að matar- æði margra aldraðra er bágborið og langt frá því að samræmast almenn- um manneldismarkmiðum. Matar- æði aldraðra skiptir miklu máli því þeir eru líklegri en aðrir til að þjást af næringarskorti og orkuskorti. „Hátt í 20% aldraðra í heimahúsum eru van- nærðir og hlutfallið á stofnunum er enn hærra,“ segir Ingibjörg Gunn- arsdóttir, doktor i næringarfræði. Ef réttrar fæðu er neytt verður hrömun minni þar sem vöðvamassi viðheld- ur hreyfigetu. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteks- ins á Laugavegi 2, segir: „Það er oft svakalegur matur á elliheimilum. Þar er mikið notað hvítt hveiti og mik- ið um brasaðan mat. Fólkið drekkur ótakmarkað kaffi og oft eru kökur og sætmeti seinni partinn." Minnkandi þorstatilfinning Ingibjörg segir að með aldrinum minnki vöðvamassi á kostnað fitu- massa og það er því mikilvægt að neyta næringarríkrar fæðu. Aldraðir þurfa minni orku en þeir sem yngri eru en sama magn af vítamínum og steinefnum. Offita er líka algeng hjá öldruðum en kannanir hafa sýnt að það sé hugsanlega betra fyrír aldraða að vera aðeins yfir meðalþyngd held- ur en undir. Kolbrún segir: „Omega 3 fitusýrurnar eru mjög nauðsynleg- ar en eldra fólk vantar þær oft. Fitu- sýrumar viðhalda mýkt líkamans og aldraðir finna fyrir því þegar þær vantar. Omega 3 fitusýrur eru til dæmis í feitum fiski, lífrænni mjólk og lýsi.“ Ingibjörg talar líka um að eðlileg þorstatilfinning minnki og það sé því mjög mikilvægt að drekka mikið vatn. Vatn er aðalnæringarefni líkamans og skortur á því hefur marg- vísleg neikvæð áhrif í fór með sér. Einnig er mikilvægt að borða fæðu úr öllum fæðuflokkunum og borða mikið af grænmeti og ávöxt- um. • Smurþjónusta • • Peruskipti • ■ Rafgeymar* Hvað get ég gert fyrir þig? ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA-ÚTSALA -25% afsláttur af vinnu við smur -20% afsláttur af sumardekkjum V Sækjum og sendum báðar leiðír. Verð frá kr. 850 BUIKO bilko.is -20% afsláttur af low-profile -20% afsláttur af sendibíladekkjum Bón og alþrif á tilboði

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.