blaðið - 05.08.2005, Page 28
28 I HELGIN
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 2005 blaóiö
Hinsegin dagar
Hinsegin dagar í Reykjavík, Gay
Pride, eru þessa dagana haldnir í
sjöunda skiptið, en opnunarhátíðin
er haldin í Loftkastalanum í kvöld.
Dagarnir eru orðnir hefðbundinn
þáttur í borgarlífi Reykjavíkur og
á hverju ári tekur hátíðin á sig nýja
mynd og fleiri bætast í hópinn. Á
hátíðina fjölmenna allir þeir sem
vilja sýna málstað samkynhneigðra
samstöðu. Þá vilja aðstandendur há-
tíðarinnar minna þegna landsins á
það að lesbíur og hommar á íslandi
eiga sér menningu og sögu auk þess
að hafa með stolti náð lengra en sam-
kynhneigt fólk flestra annarra ríkja
í mannréttindabaráttu sinni. ■
Reykjavik 2005
- Gay Pride nú um helgina
Dagskrá Hinsegin daga:
HAFNARGÖTU 30 - KEFLAVIK
FÖSTUDAGUR Fríttinn.
di Stef
LAUGARDAGUR
Brynjar IVlár
á FWl 95.7
5 í f ötu á 1500 kr
tnilli 22-01
Miðaverð
kr. 1.000 20 ára aldurstakmark alla helgína
Föstudagur
Laugardagur 6.ágúst
5.ágúst
Loftkastalinn kl.20:30
Þar munu koma fram Carol
Laula, hamskiptingar frá San
Francisco, drottningar frá
hommaleikhúsinu Hégóma, tví-
eykið Tarnín, Rut & Vigdís frá
Osló og Namosh frá Berlín.
Aðgangseyrir 1.500 kr.
Pride partý og ókeypis veitingar
fyrir gesti að lokinni sýningu.
Pravda og Iðnó á miðnætti
Eftir opnunarhátíðina verður
stelpnadansleikur á Iðnó og
strákadansleikur á Pravda
en eingöngu stelpum verður
hleypt inn á Iðnó og aðeins
strákum inn á Pravda þetta
kvöld.
Gleðigangan hefst kl.15:00
Án efa stærsti viðburður Hinsegin daga. Allir safnast saman á Rauðar-
árstíg, rétt hjá Hlemmi, í síðasta lagi klukkan 13:30. Lagt verður af stað í
glæsilega gleðigöngu stundvíslega klukkan 15:00 niður Laugaveginn og
þaðan niður Lækjargötu.
Hinsegin hátíð í Lækjargötu kl. 16:15
Skemmtihátíðin í Lækjargötu hefur jafnan verið vinsæl hjá landanum
en í ár stíga á svið Þórunn Lárusdóttir, Magnús Jónsson, Felix Bergsson
og fleiri söngvarar úr Kabarett, Ylfa Lind, Arnar Þór, Allstars með Evu
Maríu og Love Guru, Páll Óskar og margir fleiri skemmtikraftar.
Hátíðardansleikir kl.23:00
Dansleikir verða á skemmtistöðunum NASA við Austurvöll, Pravda og
Nelly's. Páll Óskar mun þeyta skífum á NASA.
Sunnudagur 7.ágúst
Fótboltaleikur á KR velli kl.15:00
The New York Ramblers Soccer Club og íslensku boltalesbíurnar etja
kappi í skemmtilegum fótboltaleik.
Aðgangseyrir kr. 500.
Páll Óskar er spenntur
fyrir Hinsegin dögum
- „þetta verður œðislegt“
Páll Óskar Hjálmtýsson er einn
af forsprökkum Hinsegin daga en
hann segist vera orðinn afar spennt-
ur fyrir hátíðinni í ár.
„Mér líst bara alveg rosalega vel á
þetta, allt er að verða tilbúið og það
eru 27 atriði búin að skrá sig í göng-
una. Þetta verður æðislegt“, sagði
Páll Óskar þegar Blaðið náði tali af
honum í gær. Hann segist vongóður
um veður þó svo að ekki sé margt
sem geti skyggt á hátíð sem þessa.
„Maður fer núna bara á hnén og bið-
ur um gott veður. Reyndar er spáin
ágæt og væntanlega ekki rigning,
nema kannski aðeins á sunnu-
daginn. Annars
er voða fátt sem
skyggir á þessa
gleði svo að
ég er ekkert
smeykur.“
Páll hvet-
ur alla þá
sem láta
sig málið
varða til
þess að
mæta í
gönguna
sem verður
á laugar-
daginn.
„ Þ e i r
sem láta
sér lág-
marks mann-
réttindi varða
og hafa snefil af
sjálfsvirðingu ættu að
sjá sér fært að koma og
vera með“, segir hann og
hlær.
Aðstæður samkyn-
heigðra góðar hér á landi
Páll segir hátíðina hafa
gríðarlega þýðingu og
að hún gegni sínum hlut-
verkum. „Samkynhneigðir þakka
fyrir hversu gott er að búa á íslandi
en við erum komin langt á veg í bar-
áttu okkar og meira er á leiðinni. Svo
má ekki gleyma þeim sem komu á
undan okkur og þeim sem eiga eftir
að koma. Ég t.d. þekki persónulega
fólk sem man þá tíma þegar fólk var
rekið úr vinnu og íbúðum eða barið
á götum úti fyrir kynhneigð sína.
Þeir einstaklingar sem háðu þá bar-
áttuna fyrir kynhneigð sinni misstu
margir geðheilsuna og suma kostaði
þetta lífið", segir hann og
leggur áherslu á að það
fólkhafi að mörgu leyti
lagt línurnar fyrir þær
ágætu aðstæður sem
samkynhneigðir búa við
hér á landi í dag. „Auð-
• vitað er ísland engin
paradís en aðkastið
sem við verðum fyr-
ir hérna er ekkert í
samanburði
við það sem
samkyn-
hneigðir lenda í
annars staðar í heiminum.
Ég var t.d. að koma frá Osló
þar sem fólk verður hvítt ef
það sér tvær stelpur leiðast.
Hérna erum við mun meira
með á nótunum og eina hug-
rekkið sem hommahatarar
hafa er að kalla á mann með
fúkyrðum út úr bíl á fullri ferð“,
segir Páll og bætir við að það
lýsi því best að hatur á samkyn-
hneigðum geti ekki rist djúpt í
ljósiþessa. ■
halldora@vbl.is
Hvað ætlar
þú að gera
um helgina?
-Gefa smokka og fara í
Landmannalaugar
Sigríður Arnardóttir,
dagskrárgerðarkona.
Það fer svolítið eftir veðrinu
hvað ég geri. Ég ætla að sjálf-
sögðu að taka þátt í Hinsegin
dögum niðri í bæ og fagna
fjölbreytileika mannlífsins. Ég
held að við á Skjá einum ætlum
meira að segja að gefa smokka
af þessu tilefni.
Síðan langar mig að skreppa
í Landmannalaugar í göngu-
túr. Ég labba á hverjum degi og
finnst alveg yndislegt að fara í
tveggja til þriggja tíma göngu-
túr í borginni og enda hann
nieð góðum kaffisopa undir
berum himni.
Svo vona ég að veðrið leyfi
mér að sitja í garðinum mínum
með kaffibollann og lesa blöð-
in.