blaðið

Ulloq

blaðið - 21.10.2005, Qupperneq 16

blaðið - 21.10.2005, Qupperneq 16
16 I HEILSÆ FÖSTUDAGUR 21.OKTÓBER 2005 blaöiö Áfallaröskun er alvarlegur sjúkdómur Stanslaust í flugvél sem hristist Stór hluti þolenda kynferðisof- beldis þjást af sjúkdómi sem kall- ast áfallaröskun. Áfallaröskun er í raun eðlileg streituviðbrögð sem ganga ekki til baka. Segja má að þetta sé svipað og að vera stanslaust í flugvél sem hristist samkvæmt Þórunni Finnsdóttur sálfræðingi. Eins geta þolendur haft einkenni áfailaröskunar þrátt fyrir að þjást ekki af sjúk- dómnum sjálfum. Þórunn segir að áfallaröskun greinist yfirleitt ekki fyrr en fjórum vikum eftir áfall. „Til að greina áfallaröskun þá þarf einstakling- urinn að hafa upplifað áfall, mikla ógn, ótta, skelfingu og að lífi hans væri ógnað eða annarra. Þetta geta verið alls kyns áföll eins og hamfarir, slys, árásir og kynferðis- legt ofbeldi. Þetta er algjörlega háð upplifun þess sem lendir í því, það er nóg að hann upplifi að lífi hans sé ógnað. Samkvæmt ameríska flokkunarkerfinu þá þurfa að vera mjög nákvæmt skilgreind einkenni áfallaröskunar sem eru að atburður- inn leiti stöðugt á fólk, svipmyndir, martraðir og annað slíkt.“ Ætlar að labba i burtu og gleyma Þórunn segir að rannsóknir sýna að allt að 40% kvenna sem er nauðg- að fái áfallaröskun. „Oft gerist það eftir atburð, þar sem konan upp- lifir mikinn ótta og skelfingu, að hún ætlar bara að labba í burtu og gleyma þessu enda er hún tilfinn- ingalega dofin. Svo einhverjum klukkustundum seinna þá brotnar hún saman. Einkenni áfallaröskun- ar eru til dæmis svipmyndir, konan er kannski að keyra og allt í einu fær hún svipmynd þar sem henni líður eins og atburðurinn sé að gerast aft- ur. Inn í þetta geta komið ákveðin Þórunn Finnsdóttir sálfræðingur hugarrofseinkenni eins og dofi og óraunveruleikatilfinning.“ Stöðugt í viðbragðsstöðu „Annað einkenni áfallaröskunar er stöðug tilfinningaleg og líkam- leg spenna,“ segir Þórunn alvarleg og heldur áfram. „Þegar ráðist er á einstakling þá býr líkaminn sig und- ir að verjast eða flýja, konan getur ekkert gert og er föst. Hún er tilbúin til að verja sig en getur ekkert gert. Eftir það er hún í þessari viðbragðs- stöðu, eins og hrætt dýr í skóginum. Óttinn yfirfærist á allt í umhverfi konunnar, hún vantreystir fólki og verður viðkvæm. Hún skynjar nei- kvæð áreiti frá umhverfinu þannig að hún verður þessi bitra manneskja sem er í stöðugri varnarstöðu og túlkar umhverfi sitt mjög neikvætt, finnst hún alltaf vera í hættu.“ Heimurinn er ekki góður Þórunn segir að áfallaröskun þurfi ekki að vera varanleg. „Oftast hverfur þetta af sjálfu sér en ef ein- kennin eru til staðar í sex vikur þá þarf maður að leita sér hjálpar til að vinna úr þessu. Fyrstu dagana á eft- ir þá þarf maður að vinna upp traust sitt á umhverfinu og lífinu yfir höf- uð. Fyrir atburðinn þá lifði konan kannski í þeirri sjálfsblekkingu að heimurinn sé góður og hún sé örugg. Svo er henni harkalega kippt í þann raunveruleika að það getur allt gerst hvenær sem er, hún er í hættu og heimurinn er ekki góður,“ segir Þór- unn og bætir við að ef konur leita sér ekki hjálpar þá getur áfallaröskunin verið viðvarandi alla ævi. Hætta á að þolendur deyfi sig Samkvæmt Þórunni getur áfalla- röskunin endað í persónuleikarösk- un, þunglyndi eða kvíða ef konur leita sér ekki hjálpar. „Áfallarösk- un er sjaldan ein þegar á líður, þá blandast hún yfirleitt saman við þunglyndi, kvíða og jafnvel alvar- lega geðsjúkdóma. Þetta er því mjög alvarlegt ástand og alvarlegur sjúk- dómur.“ Þórunn ráðleggur þeim konum sem telja að þær þjáist af áfallaröskun eða einkennum henn- ar að leita hjálpar sem fyrst. „Marg- ar konur ætla að reyna að gleyma þessu, þær telja kannski að þær séu að reyna að vernda sjálfan sig með því að loka sig inni. En það er það versta sem konur gera því eftir ákveðinn tíma þá eru þær við það að brotna og þá er hætta á að þær fari að deyfa sig.“ Þórunn segir því að það sé mikilvægt að tala um ofbeld- ið við einhvern því konunum mun strax líða betur við það. ■ svanhvit@vbl.is Pistill minn í dag varðar kyn- ferðisofbeldi. Það er engi'n leið að fjalla um kynferðisofbeldi í stuttu máli. Hvað þá sifjaspell, sem er enn alvarlegra að því leytinu til að þar er ofbeldis- maðurinn/gerandinn nákom- inn þolandanum. Ég ákvað því að reyna í stuttu máli að skilgreina hvað kyn- ferðisofbeldi er og hvert hægt er að leita eftir hjálp. Það er hægt að lesa ítarlegar greinar um kynferðisofbeldi, sifjaspell og fleira á www.dokt- or.is, en einnig má finna mikið efni á www.stigamot.is Ef við byrjum á því að gera okk- ur grein fyrir þvi hver er munur- inn á kynlífi og kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi er samheiti yfir margskonar atferli, sem á það sameiginlegt að þolendur þess eru beittir ofbeldi, sem ofbeldis- maðurinn færir í kynferðislegan farveg. Kynferðisofbeldi er alls staðar í kringum okkur. Hafðu í huga að það er aðeins ofbeldi og valdníðsla. Ofbeldið birtist á margvislegan hátt t.d. í kynferð- islegri misnotkun á börnum/ung- lingum, nauðgun, klámi, vændi, kynferðislegri áreitni í skóla, á vinnustöðum eða annars staðar. Oftast verða konur og börn fyr- ir kynferðisofbeldi og ofbeldis- Kynlíf löngun nautn gleöi andleg næring alsælu tilfinning „í öðrum heimi" tilfinning nánd traust umhyggja = athöfn, sem báðir aðilar vilja og báðir njóta. Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis Meirihluti þolenda finnur fyrir skömm Tæplega 80% kvenna sem leita til Stígamóta finna fyrir skömm. Oft er sagt að konur og menn geti aldrei jafnað sig af ofbeldi líkt og kynferðislegri misnotkun eða nauðgun. Ekki er ljóst hvort sú staðreynd er rétt en hins vegar er ljóst að afleiðingar þessa ofbeldis eru miklar og langvarandi. Kon- ur þjást af skömm, sektarkennd auk þess sem margar þjást af áfallaröskun. Óhætt er að full- yrða að þeir sem verða fyrir þessu skuggalega ofbeldi finna fyrir einhverjum afleiðingum þess. Samkvæmt ársskýrslu Stíga- móta fyrir árið 2004 finna tæplega 80% kvenna sem þangað leita fyrir skömm. Á milli 60-70% finna fyrir lélegri sjálfsmynd, sektarkennd og depurð. Rúmlega helmingur kvenn- anna finnst kynlíf erfitt auk þess sem tæplega helmingur fær svip- myndir þar sem myndum tengdu of- beldinu skjóta skyndilega og án fyr- irvara upp kollinum og valda miklu hugarangri. Konur sem leituðu til Stígamóta eftir kynferðislegt ofbeldi þjáðust líka af ótta, kvíða, tilfinningalegum doða, einangrun, reiði og sjálfssköð- un meðal annars. Auk þess voru rúmlega helmingur kvennanna sem viðurkenndu að hafa sjálfsvígshug- leiðingar og rúmlega 14% eða 33 kon- ur gert eina eða fleiri tilraunir til sjálfsvígs. Ef skoðað er hlutfall fólks sem ekki eru þolendur kynferðisof- beldis má sjá að um 4% þeirra geri tilraun til sjálfsvígs. Þegar ársskýrsla Stígamóta er skoðuð vekur athygli að rúmlega helmingur kvenna sem leitar þang- að hefur ekki leitað aðstoðar áður. Hins vegar eru aðrar sem hafa jafvel leitað aðstoðar á fleirum en einum stað s.s. hjá sálfræðingum, félagsráð- gjöfum, félagsmálastofnun, vímu- meðferðum og geðdeild. ■ mennirnir eru oftast karlmenn. Kynferðisleg áreitni Getur verið allt frá óvelkomn- um athugasemdum til snertingar sem viðkomandi kærir sig ekki um. Einnig er talað um kynferðis- lega áreitni þegar kynlífi er skipt út eða það notað sem gjaldmiðill, til dæmis fyrir hærri einkunnir, til að halda vinnu eða komast hjá falli í skóla. Kynferðisleg misnotkun á bömum og unglingum Bæði stelpur og strákar geta orðið fyrir kynferðislegri misnotk- un og það er miklu algengara en talað er um. Mörg þeirra barna/ unglinga sem verða fyrir misnotk- un átta sig ekki á að þau er beitt órétti þrátt fyrir mikla vanlíðan sökum þess. Ef þú hefur orðið fyrir kynferð- islegri misnotkun eða hefur orðið vitni að slíku (t.d. á systkinum, vinum eða frændsystkinum) leit- aðu þá eftir aðstoð sem allra fyrst. Þú finnur einhvern sem er tilbú- inn að hlusta á þig og trúa þér. Enginn hefur rétt á að beita of- beldi, hvort sem þú ert tengd(ur) ofbeldismanni blóðböndum, þér þykir vænt um hann eða hann gefur þér gjafir. Engin afsökun YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- ,eiðsla- Sértimar fyrir byrjendur og — barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝTT! Astanga yoga ] réttlætir ofbeldi. Ef þú hefur þurft að þola kyn- ferðislegt ofbeldi einhvern tima um ævina, jafnvel þótt langt sé um liðið, er mikilvægt að ræða um reynslu sína. Kynferðisofbeldi gleymist ekki og getur haft mikil áhrif á tilfinningar og hæfni til að tengjast öðrum seinna í lífinu, sér- staklega ef það er þaggað niður. Hvert á að leita? Ef þú ert barn og ert beitt(ur) misnotkun af einhverju tagi er mjög mikilvægt að segja einhverj- um fullorðnum sem þú treystir, ef ekki foreldrum þá einhverjum öðrum fullorðnum, frá reynslu þinni. Ef þú færð viðbrögð frá þeim fullorðna sem þér líkar ekki Kynferðisofbeldi Fórnarlamb: ótti niðurlæging undirgefni varnarleysi skömm, sekt valdaleysi einmanaleiki „verður að fylgja reglum hans" sársauki Ofbeldismaður: yfirráð vald sterkur hefur stjórn fær„kick" alsælu tilfinning ákveður einn reglurnar fyrirlitning hatur = einn eða fleiri einstaklingar fullnægja sjálfum sér á kostnað annarra. við og /eða þér er ekki trúað tal- aðu þá við einhvern annan. Ef þú treystir þér ekki til þess að ræða við einhvern nákominn þér getur þú hringt í hjálparsíma Rauða krossins 1717, Barnahús eða Stígamót. Barnahús Þar eru rannsökuð kynferðis- afbrotamál sem snerta börn og unglinga yngri en 18 ára. Ef þú ert 18 ára eða yngri og hefur orð- ið fyrir kynferðislegri misnotkun hringdu þá í síma: 530 2500 / GSM: 899-2508 eða sendu tölvupóst á barnahus@barnahus.is Stígamót Stígamót hjálpa fólki á öllum aldri og þangað geta allir leitað hvort heldur eru konur eða karlar, börn eða fullorðnir. Sími þeirra er: 562-6868 og 800-6868, netfang þeirra er stigamot@stigamot.is Hægt er að lesa meira á www. doktor.is og www.doktor.is/hva- dermalid Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ritstjóri

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.