blaðið - 21.10.2005, Qupperneq 24
24 I TRÚMÁL
FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005 blaðið
Trúarbragðakennsla i grunnskólum
í fjölmenningarlegu samfélagi eins
og því sem hefur skapast hér á landi
síðustu ár vaknar sú spurning hvort
trúarbragðakennslu í grunnskólum
sé ábótavant og hafa margir velt þeirri
spurningu fyrir sér.
Samkvæmt núgildandi aðalnáms-
skrá grunnskólanna heitir fagið krist-
in fræði, siðfræði og trúarbragðafræði.
Til að taka dæmi úr námsskránni eru
áfangamarkmið við lok 4. bekkjar eft-
irfarandi:
• KunnaskiláBiblíunnisemtrúarbók
kristinna manna og þekkja vel nokkrar mik-
ilvægar frásagnir af Jesú Kristi og kenningu
hans, svo og öðrum persónum í Biblíunni,
bæði í Gamla og Nýja testamentinu.
• Hafa haft kynni af kristnu helgihaldi og
umgjörð þess og tamið sér virðingu fyrir
því sem öðrum er heilagt.
• Þekkja helstu hátíðir kristninnar og siði
og tákn sem tengjast þeim
• Þekkja kirkjuhúsið, helstu tákn, kirkjuleg-
ar athafnir og starf kirkjunnar í heima-
byggð
• Hafa kynnst listrænni tjáningu trúar og
fengið tækifæri til listrænnar tjáningar
eigin hugmynda
• Þekkja grundvallaratriði kristilegs sið-
gæðis og hafa fengist við efni sem stuðlar
að ábyrgðartilfinningu, sáttfýsi og virðingu
fyrir sjálfum sér og öðrum
• Hafa kynnst öðrum trúarbrögðum, lifs-
horfum og menningu, meðal annars með
sögum af jafnöldrum
Einnig eru áfangamarkmið við lok
7. bekkjar og við lok 10. bekkjar skil-
greind í námsskránni. Þar eru gerðar,
eins og hér að ofan, miklar kröfur um
þekkingu á kristinni trú en einnig
gerðar kröfur um þekkingu og menn-
ingu annarra trúarbragða en í mun
minna mæli.
Aukin fjölmenning
- aukin trúarbragðafrœðsla
Halldór Reynisson verkefnisstjóri frœðslusviðs hjá Biskupsstofu:
Aukinnar kennslu
í trúarbragöa-
fræðum að vænta
Hvert er viðhorf Biskupsstofu gagn-
vart núverandi kennsluháttum við
trúarbragðafrœðslu ígrunnskólum?
Starfshópur á vegum kirkjunnar
vann ákveðið álit hvað okkur snerti
á þessum samskiptum og trúar-
bragðafræðslu. Samkvæmt því telj-
um við að skólanum beri að fræða
um trúarbrögð en einkum og sér í
lagi þau trúarbrögð sem mest hafa
mótað sögu landsins, það er kristin
trúarbrögð. Við teljum líka að í ljósi
breytinga á íslensku samfélagi í átt-
ina að fjölmenningu og fjölhyggju sé
meiri þörf fyrir aukna trúarbragða-
kennslu almennt í skólunum þannig
að börnin átti sig á ólíkum viðhorf-
um. Það eru hugsanlega ólíkir hóp-
ar sem eru að flytjast til landins og
það er mikilvægt að þau átti sig á
)ví hvað er líkt og hvað er ólíkt með
)eim og þeim trúarbrögðum sem
íafa verið hvað mest mótandi hér
á landi. Þannig skiljum við þetta í
samhengi trúarbragðafræðslunnar.
Núna er mest kennt afkristnum fræð-
um í skólunum og önnur trúarbrögð
koma seinna inn. Erþörf á breytingu
á því?
Jú, önnur trúarbrögð hafa ekki
komið inn fyrr en í 8. bekk. Það er
auðvitað matsatriði hvort þau ættu
að koma fyrr. Með aukinni fjöl-
hyggju og fjölmenningu þýðir að
okkar mati að það eigi að vera aukin
fræðsla á önnur trúarbrögð og líka á
það sem kristin trú er.
Annað sem við teljum er að það er
skólans að fræða um trúarbrögð en
ekki boða trúarbrögð. Ungmennum
eru tileinkuð trúarbrögð á heimil-
um, trúfélögum eða í kirkjum. Á því
er mikill munur.
Sumirhafa látiðþá skoðun íljósaðað-
skilnaður ríkis ogkirkju myndi auka
jafnvægið í trúarbragðakennslu í
skólum. Er eitthvað sem rennir stoð-
um undirþá skoðun?
Þetta hefur ekkert með ríki og
kirkju að gera heldur er það almenn
fræðsla þegnanna um trúarbrögð.
Núverandi staða ríkis og kirkju
skiptir heldur engu máli varðandi
stöðu þess sem hvaða þátt kristin
trú hefur haft í að skapa íslenska
menningu og annað slíkt, því má
ekki rugla saman.
Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð-
armaður Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra,
svaraði nokkrum spurningum varð-
andi trúarbragðakennslu í skólum
og hvort breytinga væri að vænta.
Hvernig ákvæði er í námskránum
um nám í kristnum fræðum?
„í aðalnámskrá grunnskóla eru
sett fram markmið í kristnum fræð-
um, siðfræði og trúarbragðafræði.
f inngangi að þeirri námskrá er
sérstaklega bent á að saga og menn-
ing þjóðarinnar verði vart skilin án
þekkingar á kristinni trú, siðgæði
og sögu kristinnar kirkju. Svo sam-
ofin er kristin trú menningu þjóð-
arinnar sem og vestrænni sögu og
menningu."
Hvernig er því fylgt eftir af yfirvöld-
um skólanna?
„f lögum um grunnskóla er bein-
línis kveðið á um að starfshættir
skólanna skuli mótast af lýðræðis-
fegu samstarfi, kristilegu siðgæði
og umburðarlyndi. Tekur nám og
námskrá mið af því. í námskránni
er jafnframt lögð áhersla á vaxandi
fjölmenningu þar sem skólinn komi
til móts við óskir um fræðslu um
trú og menningu nemenda og stuðli
þannig að auknum skilningi, virð-
ingu og umburðarlyndi. Markmið í
aðalnámskrá eru sett fram á þessum
forsendum. Einnig vil ég benda á að
í inngangi námskrárinnar er sérstak-
lega tekið fram að skólinn sé fræðslu-
stofnun en ekki trúboðsstofnun og
því fyrst og fremst ætlað að miðla
þekkingu og auka skilning á krist-
inni trú og öðrum trúarbrögðum.
Skólar bera sjálfir faglega ábyrgð
á útfærslu markmiða i kennslu og
kennsluháttum.
Kennsla er leið að settu marki
og á að taka mið af þörfum einstak-
lingsins hverju sinni og þeim mark-
miðum sem stefnt er að.“
Er einhverra breytinga að vænta nú
á nœstunni.
„Nú stendur yfir endurskoðun
á aðalnámskrá grunn- og fram-
haldsskóla í tengslum við breytta
námsskipan til stúdentsprófs. Þegar
liggja fyrir tillögur starfshópa um
breytingar á einstökum námskrám.
í fyrirliggjandi breytingartillögum
í kristnum fræðum, siðfræði og
trúarbragðafræði er aukin áhersla
á kennslu í trúarbragðafræði og
siðfræði miðað við núgildandi nám-
skrá. Auk þess er í yfirstandandi
endurskoðun stefnt að því að breyta
stöðu svokallaðra þrepamarkmiða
í aðalnámskrá þannig að þau verði
ekki hluti af eiginlegri námskrá
heldur birt sem viðauki með henni.
Með þessu er enn frekar undirstrik-
að sjálfstæði skóla í að útfæra loka-
markmið og áfangamarkmið aðal-
námskrár.“
Árið 2003 voru skráningar í
trúfélög á íslandi eftirfarandi.
Þjóðkirkjan 250.051
Fríkirkjan í Reykjavík 5.933
Óháði söfnuðurinn 2.496
Frikirkjan í Hafnarfirði 4.127
Kaþólska kirkjan 5.582
Kirkja s. d. aðventista á fsl. 727
Hvítasunnukirkjan á fslandi 1.721
Sjónarhæðarsöfnuður 54
Vottar Jehóva 655
Baháisamfélag 374
Ásatrúarfélag 777
Krossinn 572
Kirkja Jesú Krists h.s.d.h. 190
Fríkirkjan Vegurinn 704
Orð lifsins .
Kletturinn - kristið samfélag •
Búddistafélag fslands 518
Kefas - kristið samfélag 129
Baptistakirkjan 10
Félag Múslima á fslandi 289
fslenska Kristskirkjan 203
Boðunarkirkjan 83
Samfélag trúaðra 35
Zen á fslandi - Nátthagi 40
Betanía 147
Söfnuður Moskvupatríarksins i Reykjavik 97
Fæðing Heilagrar Guðsmóður (serbneska rétttrúnaðarkirkjan) 118
Óskráð trúfélög og ótilgreint 7.929
Utan trúfélaga 6.929