blaðið

Ulloq

blaðið - 28.10.2005, Qupperneq 10

blaðið - 28.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 biaöiö Þingkosningar í írak í desember: Línur farnar að skýrast Ibrahim Jafaari, forsætisráðherra (raks, á fundi með ríkisstjórninni fyrr í vikunni. Línur eru farnar að skýrast fyrir þingkosningar í írak sem fram fara i desember. Kosningabandalag sjíta- múslima í frak mun bjóða fram einn lista í kosningunum. Félagar í kosningabandalaginu gerðu út um ágreiningsmál sín í gær, degi áður en frestur til að tilkynna framboð til þingkosninganna í landinu rann út. Það lá við að kosningabandalag- ið liðaðist í sundur vegna ágreinings en það hefur verið við völd i landinu síðan í kosningum til bráðabirgða- þings fyrr á árinu. Degi áður lýstu þrír helstu stjórn- málaflokkar súnníaraba því yfir að þeir hefðu myndað með sér kosningabandalag fyrir þingkosn- ingarnar. Engu að síður er talið að sumir stjórnmálamenn úr röðum súnnímúslima muni bjóða fram á eigin vegum. Tvær helstu stjórn- málahreyfingar kúrda sem tóku höndum saman við bandalag sjíta í bráðabirgðaríkisstjórninni hafa einnig komið sér saman um að bjóða fram sameiginlega á ný þrátt fyrir langvarandi ágreining. Reynt að höfða til ólíkra hópa Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráð- herra, hefur sett saman framboðs- lista sem ætlað er að höfða til hinna íransforseti gagnrýndur Shimon Peres, varaforsætisráð- herra ísraels, segir að vísa eigi fran úr Sameinuðu þjóðunum eítir að Mahmoud Áhmadinejad, forseti landsins, lét þau orð falla að a&ná ætti fsrael af landakort- inu.„Frá stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1945 hefúr það aldrei gerst að þjóðhöfðingi eins aðildarríkis fari ffam á eyðingu annars aðildarríkis," sagði Peres f útvarpsviðtali. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt ummæli Ahmadinejad sem hann lét falla á ráðstefnu í Teheran sem bar yfirskriftina „Heimurinn án síonisma.“ Meðal þeirra ríkja sem gagnrýnt hafa ummælin eru ftah'a, Bretland, Frakk- land, Þýskaland og Kanada. ýmsu trúarhópa og þjóðarbrota. Listinn verðu formlega kynntur á morgun. Kosningabandalag súnnímúslima þykir vera til marks um að þeir hygg- ist taka þátt í kosningunum eftir að hafa sniðgengið kosningar til bráða- birgðaþings landsins í janúar. Stjórn- völd í frak og í Bandaríkjunum fögn- uðu góðri þátttöku súnnímúslima í þjóðaratkvæðagreiðslunni þann 15. október, þrátt fyrir að þeir hafi flestir greitt atkvæði gegn stjórnar- skránni og tókst næstum því að fella hana. Talið er lfklegt að þau muni einn- ig fagna kosningabandalagi þeirra þó að ekki sé víst hvaða áhrif það muni hafa á uppreisnarmenn úr röð- um súnnímúslima sem berjast gegn yfirvöldum. ■ Viðbrögð við gin- og klaufa- veiki í Brasilíu Nautaródeó og nautgripasýning- ar hafa verið bannaðar tímabund- ið í fjölmennasta fýlki Brasilíu til að koma í veg fýrir ffekari útbreiðslu gin- og klaufaveiki. Ein 43 ríki hafa lagt hömlur á innflutning á nautaafúrðum frá Brasilíu síðan staðfest var að sjúkdómurinn hefði brotist út í Mato Grosso do Sul-fylki þann 10. október. Einnig leikur grunur á að sjúkdómurinn hafi borist í nautgripi í nágrannafylkinu Par- ana. Sláturhús hafa einnig neyðst til að hætta starfsemi tímabund- ið og hundruð nautgripa hefúr verið fargað út af sjúkdómnum. „Þetta gerir okkur mun erf- iðara fyrir,“ sagði Daniel dos Santos, 24 ára ródeókappi ffá Sao Paulo.„Margir okkar hafa ekki önnur störf sem við getum snúið okkur að og því þurfúm við að ferðast til annarra fýlkja í atvinnuleit,“ sagði Santos. Eldsvoði á Schipol-flugvelli: Ellefu fang- ar farast 11 fórust og 15 slösuðust eftir að eldur braust út I fangageymslu á Schipol- flugvelli í Amsterdam í gærmorgun. 1 fangageymslunum var einkum fólk sem grunað er um eiturlyfjasmygl og ólöglegir innflytjendur. jan Be- ekman, háttsettur herlögreglumað- ur, sagði í gær að 15 hinna slösuðu hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús en aðrir hefðu verið útskrifaðir eftir meðferð. Michel Bezuijen, varaborgarstjóri í nágrannabænum Haarlem, sagði að þrír fangar hefðu reynt að flýja á meðan eldurinn geisaði en tekist hefði að hafa hendur í hári þeirra á ný. Talsmaður flugvallarins sagði að eldurinn hafi ekki haft nein áhrif á flugumferð á vellinum. Eldurinn braust út skömmu eftir miðnætti og tók slökkvilið fáeinar klukkustund- ir að ráða niðurlögum hans. Orsök eldsvoðans lá ekki fyrir í gær. Talsmaður dómsmálaráðuneytis- ins sagði að lögregla væri að rann- saka hvort að eitthvað væri hæft i ásökunum fanga um að verðir hefðu í fyrstu ekki tekið tilkynningar um Slökkvilið að störfum á Schipol-flugvelli f gærmorgun. eldsvoða alvarlega sem varð til þess að ofsahræðsla greip um sig í fanga- geymslunum. Um 300 fangar voru í geymslunum þegar eldurinn braust út. Að sögn lögreglu voru allir þeir sem fórust úr hópi fanga en ekki var búið að gefa upp af hvaða þjóðerni þeir voru. ■ Teppi upplifðu muninn Teppi gefa heimilinu hlýlegt yfirbragð. Þau eru hljóðeinangrandi og mjúk. Við seljum afar vönduö og endingargóð teppi úr ull. Teppin okkar eru þægileg, ofnæmisprófuð og á góöu verði. Armúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is Félagar nokkurra vopnaðra hópa Palestínumanna ræða við fjölmiðlafólk á Gasasvæð- Inu I fyrradag. Vaxandi ólga á milli ísraelsmanna og Palestínumanna: Friöarferlinu stefnt í voða Israelski herinn hóf stórsókn gegn vígamönnum Jihad-samtakanna í gær. Gerðar voru loftárásir og stór- skotaliðsárásir á Gasasvæðið. Þá voru gerð áhlaup í norðurhluta Vest- urbakkans en þaðan kom maðurinn sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás í bænum Hadera í fyrradag. Ef allt annað bregst gæti svo farið að ísra- elsmenn haldi aftur inn á Gasasvæð- ið sem þeir yfirgáfu í síðasta mán- uði. Fjölmiðlar í Israel sögðu einnig að hersveitir kynnu einnig að leggja aftur undir sig palestínska bæi og leita hús úr húsi að fólki. Viðbrögð Israelsmanna auka enn þrýsting á Mahmoud Abbas, leið- toga Palestínumanna, um að taka á hópum palestínskra vígamanna. Abbas hefur fram að þessu neitað að ráðast af hörku gegn vopnuðum hóp- um, svo sem Jihad-samtökunum, af ótta við að borgarastríð brjótist út í kjölfarið. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, sagði að hernaðaraðgerð- irnar væru mikilvægar vegna þess að Abbas neitaði að láta til skarar skríða gegn uppreisnarmönnum og að ekki væri mögulegt að taka upp friðarviðræður að nýju fyrr en palestínsk yfirvöld gætu hamið víga- mennina. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði aftur á móti í gær að krafa ísraelsmanna um afvopnun palestínskra vígamanna áður en friðarviðræður yrðu teknar upp á ný gæti leitt til borgarastríðs. ■

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.