blaðið - 28.10.2005, Side 12

blaðið - 28.10.2005, Side 12
12 I FRÉTTASKÝRING FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2005 blaóió Er þörf fyrir Norðurlandaráö? t upphafi vikunnar var 57. þing Norðurlandaráðs sett hér á landi. íslendingar gegna um þessar mundir forsœti í ráðinu og hefur þingið verið mikið ífréttum að undanförnu. En hvað er Norðurlandaráð og hversu víðtœkt er Norðurlandasamstarf eiginlega? Er í raun þörfá svona bákni? Blaðið kynnti sér málið. Þóröur Snær Júlíusson Opinber vettvangur Norðurlandasamstarfs Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952 og er samstarfsvettvangur þingmanna Norðurlandanna. Þar sitja 87 fulltrúar frá norrænu ríkj- unum fimm (Islandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi) og fulltrúar frá norrænu sjálfsstjórnar- svæðunum þremur (Grænlandi, Fær- eyjum og Alandseyjum). Ráðið er, ásamt norrænu ráðherranefndinni, vettvangur opinbers samstarf milli Norðurlandanna. Hlutverk ráðsins er að eiga frumkvæði að og standa fyrir samnorrænum verkefnum sem eiga samkvæmt yfirlýstum skýring- um að ,„geta verið rekin í einstökum löndum en árangur yrði meiri með þvi að leita norrænna lausna ásamt því að stuðla að og styrkja norræna samkennd og auka samkeppnis- hæfni Norðurlandanna," sem verður að teljast mjög loðin og teygjanleg starfslýsing. Innan ráðsins er síðan starfrækt forsætisnefnd sem fer með æðsta ákvörðunarvald Norðurlanda- ráðs milli hinna árlegu þinga, sem í raun er þó sama og ekkert. Norð- urlandaráð snýst nefnilega fýrst og fremst um hugmyndavinnu og álykt- anir byggðar á ofangreindum for- merkjum sem síðan eru sendar til norrænu ráðherranefndarinnar til ákvörðunartöku. Norðurlandaráð hefur því engin eiginleg völd. Hvað gerir Norðurlandaráð? En hvað gerir alþjóðleg stofnun sem hefur ekkert eiginlegt vald? óhætt er að fullyrða að sjaldan sé þar ver- ið að stinga á gildnum pólitískum kýlum enda hefur ráðið, og raunar ráðherranefndin líka, einbeitt sér fyrst og fremst að málefnum eins og þeim að samræma ýmis réttindi Norðurlandabúa innan Norður- landanna auk þess að stuðla að nor- rænum nemendaskiptum og reka ýmis verkefni og stofnanir á sviði menningar-, mennta- og rannsókn- armála. Norðurlandaráð hefur þó tillögu- og umsagnarrétt um það fjármagn sem veitt er til norrænnar samvinnu árlega og er skýrt tekið fram að norræna ráðherranefndin eigi að taka verulegt tillit til þeirra ábendinga, þó að hún sé ekki að neinu leyti bundin til þess. Á milli þinga stýrir svo áðurnefnd forsætis- nefnd starfi ráðsins en auk hennar eru starfræktar fimm fagnefndir og tímabundnir vinnuhópar eða und- irnefndir geta verið starfandi undir þeim hverju sinni. Þessir hópar og nefndir skila síðan tillögum og álykt- unum um hin ýmsu mál. Ákvörðun- um um framvindu þeirra mála er að endingu skotið til norrænu ráðherra- nefndarinnar. Norræna ráðherranefndin Báknið sem hefur raunverulegt ákvörðunarvald í Norðurlandasam- starfi heitir norræna ráðherranefnd- in. Hún var sett á laggirnar árið 1971 en er í raun ekki ein nefnd heldur <@> HYUDDRI hefur gæðin Stærsti og öflugasti sportjeppinn á markaSnum ILisVGGÍHG jndKronur. hflinn handa fjfr B&L - Grjótháisi 1 -110 Reykjavík - 575 1200 - www.bl.is OPIÐ VIRKA DAGA FRA KL. 10 Ttt 18 OG LAUGARDAGA FRÁ KL 12 TIL l6. Bílasala Akureyrar sími 2533 • Bíiás Akranesi sími 431 2622 • SG Bílar Reykianesbæ sími a21 AAAA

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.