blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 13
blaðið FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 ERLENDAR FRÉTTIRI 13 Tilvist og staðsetning leynifangelsanna hefur aðeins verið á vitorði fárra embættis manna í Bandarfkjunum. CIA með leynifangelsi í Evrópu Bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefur haldið meintum liðs- mönnum A1 Kaída-samtakanna í sérstökum fangelsum í Austur Evr- ópu, Taílandi og Afganistan. Þetta kom fram í grein í dagblaðinu Washington Post í gær. CIA kom sér upp leynilegum fangelsum í löndunum fyrir fjórum árum og gegna þau mikilvægu hlutverki í stríði stjórnvalda gegn hryðjuverk- um. Fangelsin eru eingöngu ætluð til að vista og yfirheyra fanga sem taldir eru tengjast hryðjuverka- starfsemi. Tilvist og staðsetning fangels- anna sem gjarnan eru kölluð .svört svæði" í trúnaðarskjölum, hefur aðeins verið á vitorði lítils hóps embættismanna í Bandaríkj- unum og aðeins forseti og hátt- settir leyniþjónustumenn í hverju landi fyrir sig hafa haft vitneskju um þau. Lítið vitað um fangelsin Leyniþjónustumenn telja mikil- vægt að geta fangelsað og yfirheyrt meinta hryðjuverkamenn eins og lengi og þeir þurfa án afskipta dómstóla. CIA og Hvíta húsið hafa jafnvel í nafni þjóðaröryggis latt Öldungadeild Bandaríkjaþings til að grennslast fyrir um aðbúnað fanga fyrir opnum tjöldum. Nán- ast ekkert er vitað um hverjir eru í haldi í fangelsunum eða hvaða yfir- heyrsluaðferðum er beitt þar. Ekki er heldur vitað hvernig ákvarðanir um hvort hneppa eigi fólk í varð- hald (og þá hversu lengi) eru tekn- ar. B David Blunkett sagði af sér ráðherra- embætti I annað sinn í gær. David Blunkett helst illa á ráðherraembættum: Segir af sér í annað sinn David Blunkett sagði af sér embætti atvinnu- og trygginga- málaráðherra í bresku ríkisstjórn- inni í gærmorgun. Þetta er í annað sinn sem Blunkett neyðist til að segja af sér ráðherraemb- ætti en hann sagði af sér sem innanríkisráðherra á síðasta ári fyrir að hafa útvegað barnfóstru vinkonu sinnar landvistarleyfi. Að þessu sinni sagði hann af sér vegna ásakana um að hann hefði brotið siðareglur ráðherra með því að taka að sér launaða vinnu eftir að hann sagði af sér emb- ætti ráðherra á síðasta ári. Sam- kvæmt siðareglum þurfa fyrrver- andi ráðherrar að ráðfæra sig við sérstaka nefnd áður en þeir taka nýju starfi í allt að tvö ár eftir að þeir yfirgefa ráðherradóm. Talsmaður Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagði að forsætisráðherrann hefði tekið afsögninni með semingi eftir að Blunkett hafði sagt honum að sér fyndist staða sín vera orðin óbærileg. íhaldsmenn taka við völdum Ihaldssöm minnihlutastjórn Laga- og réttlætisflokksins hefur tekið við völdum í Pól- landi. Áður hafði flokkurinn ætlað að mynda stjórn með Borgaralegum vettvangi en viðræður flokkanna runnu út í sandinn í síðustu viku. Forsæt- isráðherra er Kazimierz Marc- inkiewicz en auk hans sitja 17 ráðherrar í stjórninni, þar af 8 sem eru óflokksbundnir. Talið er að nýja stjórnin muni fara sér hægt í samskipt- um við önnur Evrópusambands- lönd og að evran verði ekki tek- in upp í bráð. Hún mun halda góðu sambandi við Bandaríkin og jafnvel hafa pólskar hersveit- ir í írak lengur en áætlað var. Harpa Sjöfn heitir nú Flligger litir Endurbættar verslanir • Gott vöruval • Tilboð • Skemmtileg getraun Málning og málarameistari! Þú getur unnið málningu og meistara til að mála fyrir þig að upphæð 200.000 krónur. 1 "7 íiTí fn I 1 V IV ’■ 'v. ■ Reykjavfk: Reykjavík: Hafnarfjörður: Akureyri: Selfossi: Stórhöfða 44 Snorrabraut 56 Dalshrauni 13 Austursíðu 2 Austurvegi 69 Sími 567 4400 Sími 561 6132 Sími 544 4414 Sími 461 3100 Sími 482 3767 Reykjavík: Kópavogur: Borgarnes: Hvolsvöllur: Keflavík: Skeifunni 4 Bæjarlind 6 Sólbakka 8 Hlíðarvegi 2-4 Hafnargötu 90 Sími 568 7878 Sími 544 4411 Sími 430 5620 www.flugger.is Sími 487 8413 Sími 421 4790

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.