blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. AÐ KAUPA SÉR ATKVÆÐI Inútíma þjóðfélagi er nauðsynlegt að auglýsa ef menn ætla að ná árangri í prófkjöri. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í borg- inni hafa fyrir löngu áttað sig á þessu og auglýsa grimmt þessa dagana. Vandinn er sá að auglýsingar kosta peninga og frambjóðend- ur eru misjafnlega efnaðir eins og gengur og gerist. Sumir eiga auðvelt með að finna 10 milljónir í kosningabaráttu á meðan aðrir eiga enga möguleika á því. I neyð hafa menn því leitað á náðir fyrirtækja með óskir um styrki i baráttunni. í sjálfu sér er ekkert sem bannar mönnum að fara þessa leið - hins vegar hlýtur það að vera óþægilegt fyrir fram- bjóðendur að „skulda” ákveðnum fyrirtækjum úti í bæ greiða. Alla vega hlýtur það að vera erfitt fyrir þá að hafna óskum viðkomandi fyr- irtækja í framtíðinni, fari svo að þeir nái kjöri og komist til áhrifa hjá borginni. Grunur um slíka vinagreiða hlýtur alltaf að vera fyrir hendi og verður áfram til staðar. Eina leiðin fyrir frambjóðendur er að gera að fullu grein fyrir fjárframlögum í tengslum við framboð til borgar- stjórnar. Þannig eru þeir ekki að fela neitt og vinna fyrir opnum tjöld- um. Við munum nefnilega aldrei losna við styrkjakerfið í tengslum við framboð - það er hins vegar nauðsynlegt að það sé opið og gegnsætt. Önnur tengd spurning sem vaknar í tengslum við framboðsmál er hvort frambjóðendum sé mismunað, þannig að einungis þeir efnameiri, eða þeir sem eru í betri tengslum við áhrifamenn í atvinnulífinu, eigi möguleika á sigri. Óneitanlega eru möguleikar þeirri meiri þar sem þeir geta kynnt sig betur en keppinautarnir. Það er hins vegar afar erfitt að setja eitthvert há- mark á það sem einstakir frambjóðendur geta eða mega eyða í auglýsingar. Þegar þetta er skrifað hafa frambjóðendur ekki enn farið út í sjón- varpsauglýsingar og virðist vera einskonar þegjandi samkomulag um að fara ekki þá leið, væntanlega vegna kostnaðar. Slíkar heitstrengingar hafa heyrst áður, en yfirleitt hafa þær ekki haldið á síðustu dögum fyrir prófkjör eða kosningar. Þannig var athyglisvert að hlýða á einn frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að hann „yrði ekki fyrstur” til að fara út í slíkar auglýsingar. Með þessu gaf hann sterklega í skyn að hann væri tilbúinn með sjónvarpsauglýsingu ef með þyrfti. Vonandi þarf hann ekki á þeirri auglýsingu að halda - en við vitum náttúrulega aldrei. Borg- arstjórastóll gæti verið í húfi! OPIÐ: MÁN - FÖS. 11 - 18. LAU. 10 - 16 Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlihd 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. eCCO' araV LAGMARK ZINDA 40% - AFSLÁTTUR! DÖMUSKÓR - HERRASKÓR - BARNASKÓR - SANDALAR ------------ Herraskór 5.995 kr.-veróáóur 3.597 kr.-vetúnú litir. svart stæröin 40-46 ------------Herraskór 6.995 kr.-veröáóur 4Ö7kr;-yaónú litir bnint-svart stæiðir 40 - 46 FULLBUÐAF NYJUM VÖRUM - I oppskórinn * Suðurlandsbraut 54. sími 533 3109 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 I blaöiö SKSotfPftflSTi/ NííMZI MFP Mi& WoKKkfl SiGWt— Hiei«6i PóPi Mim OG REYMDU 4D Lkrn M EtiVASr pRflM /f{? VÆSTiJ KoðViUGUM. —ttylCÞofcj/- Porir R-listinn að sýna útsvarið? 1 síðasta mánuði gaf Andríki út skýrslu um það hvernig ríki og sveit- arfélög skipta staðgreiðslusköttum á milli sín. I skýrslunni kom fram að sveitarfélög eru að taka heldur meira en ríkið úr launaumslögum landsmanna í staðgreiðsluskatta. Á síðasta ári var meðalskatthlutfall al- menns tekjuskatts til ríkisins 12,5% eftir að tekið var tillit til persónuaf- sláttar. Á sama tima greiddu menn 13,1% að meðaltali í útsvar til sveitar- félaga af tekjum sínum. í fyrra höfðu sveitarfélögin þess vegna meiri stað- greiðsluskatta upp úr launaumslög- um landsmanna en ríkið. Á undan- förnum árum hefur ríkið verið að lækka staðgreiðsluhlutfall sitt en á sama tíma hafa sveitarfélögin verið að hækka sinn hlut í staðgreiðslunni sem kallað er útsvar. Segjum til sveitar í ljósi hinnar miklu og vaxandi skatt- heimtu sveitarfélaga lagði Andríki til að fyrirtæki og stofnanir upplýstu launþega um hvernig staðgreiðslan skiptist á milli ríkis og sveitarfélaga. Eins og staðan er nú kemur yfirleitt aðeins ein staðgreiðslutala fram á launaseðlum og menn hafa ekki hugmynd um hvernig skatturinn er að skiptast milli ríkis og sveitar- félaga. Það er auðvitað mikilvægt aðhald fyrir sveitarstjórnarmenn að launþegar séu upplýstir um hve háa skatta sveitarstjórnir eru að inn- heimta. Það er ekki víst að menn átti sig til að mynda á því að allir sem hafa undir 250 þúsund krónum í laun greiða hærra útsvar til sveitarfé- lags en tekjuskatt til ríkisins. Þetta eru mikilvægar upplýsingar þegar kjósendur velja nýjar sveitarstjórnir um land allt í vor og þurfa að meta hvort kosningaloforð um aukin út- gjöld í alls kyns málum eru eðlileg miðað við þá miklu skattheimtu sem sveitarfélögin stunda nú þegar. Útsvarið út úr skápnum Eitt af þeim sveitarfélögum sem hækkað hafa útsvarið á undanförn- um árum upp í lögboðið hámark er Reykjavík, langstærsta sveitarfélag landsins. Það er eins og Reykjavík njóti í engu hagkvæmni stærðarinn- Sigríður Ásthildur Andersen ar. Á sama tíma og Reykjavík hækk- aði útsvarið lækkaði ríkið sinn hlut í staðgreiðslunni þannig að launþeg- ar áttuðu sig almennt ekki á því að útsvarið væri að hækka. { stað þess að menn sæju það svart á hvítu á launaseðlum sínum að Reykjavíkur- borg væri að hnupla hluta af skatta- lækkun ríkisins sáu menn aðeins að heildarstaðgreiðslan væri að lækka. Það er því ánægjuefni að sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu þess efnis að borgin sundurliði staðgreiðsluna á launaseðlum borgarstarfsmanna. Tillögunni var vísað til borgarráðs á borgarstjórnarfundi 18. október. Á fundinum kom Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri með nokk- urn tæknilegan fyrirslátt um málið. Það kemur á óvart miðað við hvað samflokksmenn hennar í Samfylk- ingunni leggja mikla áherslu á að al- menningur og fjölmiðlar hafi greið- an aðgang að upplýsingum um hin ýmsu mál. R-listinn og láglaunafólkið Um leið og fyrirsláttur borgarstjóra kemur á óvart vegna hins sífellda tals Samfylkingarmanna um upp- lýsingaskyldu hins opinbera kem- ur það kannski ekki svo á óvart að borgarstjóri sé tvístígandi í þessu máli. Það er ekki hagfellt fyrir borg- arstjórann að upplýsa til að mynda þá starfsmenn borgarinnar sem eru með 125 þúsund krónur í mánaðar- laun að öll staðgreiðslan sem tekin er af launum þeirra rennur til borg- arinnar. Höfundur er lögfrœðingur Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Pessa dagana keppast menn við að skrúfa síð- ustu skrúfurnar í Skafta- hlíðinni til þess að koma NFS - Nýju fréttastöðinni — í loftið áður en jólavertíð- inhefst.íauglýsingabrans- anum telja menn þó að það muni tæpast skipta sköpum fyrir heildarafkomu fyrlrtækisins, NFS taki sjálfsagt mest frá öðrum miðlum fyrirtæk- isins. Öll dagskráin, gervöll 18 tíma útsending- in, verður send úr örlitlu myndveri í Skaftahlíð- inni, en kollegar klippara segja þar lágt til lofts og vægast sagt ekki vítt til veggja. Róbert Marshall, sem stýrt hefur verkefninu, mun þó alls óbanginn og stefnirá að hefja útsendingar á vopnahlésdaginn 11. nóvember. Hvort það er tákn um eitthvað er svo önnur saga. Skoðanakönnun Gallup sýnir mismun- andi stöðu fjögurra flokksformanna. Steingrímur J. Sigfússon er með VG á fijúgandi ferð í 17% eftir vel heppnaðan lands- fund. Þó Sjálfstæðisflokkurinn dali úr 44% í 41,2% má Geir H. Haarde vel við una. Flokkur- inn virðlst hafa aukið verulega við sig fylgi eftir að hann tók við. Framsókn er hins vegar aðeins (10% og hefur aldrei í sögu sinni verið í jafn djúpri fylgiskreppu og eftirað Halldór Ásgríms- son varð fosætisráðherra. Enginn formann- anna virðist þó jafn illa staddur og Ingibjörg S. Gísladóttir. Samfylkingin hefur nú tapað fylgi ( hverri einustu skoðanakönnun frá því Ingibjörg felldi svila sinn í formannskosningu og vaxandi efasemdir eru um forystuhæfileika hennar. Mistæk útspil eins og tillaga um skatta- hækkanir og kúvending hennar i kvótamálinu eru varla Ifkleg til annars en tapa meira fylgi. Eina Ijósið (myrkri Framsóknarflokks- ins eraðflokkurinn er aðeins að reisa sig í Reykja- vík skv. síðustu Gallupkönn- un. Framsókn fær 4% og vantarekki mikiðtilað hala inn mann. Mikið neistaflug er í kringum prófkjör Sjálfstæðisflokksins sem fær 57% og hreinan meirihluta skv. könnun- inni. (Reykjavík er Samfylkingin (rústum og er enn (frjálsu falli líkt og á landsvisu. Athygl- isvert er að Frjálslyndir eru langt frá því að fá mann, mælast aðeins (2%, og helmingi lægri en á landsvísu. (Sjálfstæðisflokknum ríkir sig- urstemmning og þar á bæ vonast menn eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir vinni prófkjör hjá Samfylkingunni um efsta sætið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.