blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 6
FRETTIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 bia6iö Þungaflutningar valda auknum slysum Álag og slysahætta á þjóðvegum landsins eykst með aukinni umferð vöruflutningabíla Iceland Express: Mikill áhugi Flugfélagið Iceland Express er til sölumeðferðar hjá fyrirtækja- sviði KB banka og er vonast til að sala á því taídst fyrir jól. Að sögn Örvars Kærnested hjá KB banka hafa margir lýst yfir áhuga á Iceland Express. „Ég er nú ekki með það í kollinum hve margir hafa gefið áhuga sinn til kynna, en þeir eru á bilinu 5-10, þannig að það er óhætt að segja að áhuginn sé mikill,“ segir Örvar. Hann segir að þetta séu allt íslenskir aðilar. Pálmi Haraldsson, einn aðaleigenda Iceland Express hefur látið hafa eftir sér að hann telji flugfélagið vera 3-4 milljarða króna virði. Hagnað- ur á árinu er tahnn nema um 300 milljónum króna. Þungaflutningar á þjóðvegum lands- ins hafa aukist mikið á undanförn- um árum með aukinni tíðni slysa og aukins slits á vegum. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs slösuðust 26 ein- staklingar í umferðaróhöppum þar sem vöruflutningabifreiðar komu við sögu þar af sjö alvarlega og einn lét lífið. Er þá ekki talið með slysið í Hallormsstaðarskógi í sumar þar sem tveir létust og einn slasaðist al- varlega eftir að fólksbíll og vörubíll skullu saman. Slysum fjölgar Sé horft til umferðarslysa í dreif- býli hefur slysum þar sem vörubíl- ar koma við sögu fjölgað ár frá ári síðan 2002. Það ár voru þau tuttugu þar af þrjú banaslys og þrjú alvarleg. Arið 2003 voru slysin alls 22 þar af eitt banaslys og níu alvarleg. I f hækkaði talan svo enn meira og slys- in þá voru 23 talsins. Þá létu tveir líf- ið og fimm slösuðust alvarlega. Auk- in umferð þungra farartækja eykur einnig slit á vegum og ógjörningur að segja hversu mörgum slysum það eitt og sér hafi valdið. Að sögn Eymundar Runólfssonar, verkfræð- ings hjá Vegagerðinni, skemmast vegir frekar við þungar bifreiðar og hættara við að hjólför myndist sem síðar safni regnvatni. Hann segir að eftir miklar kvartanir hafi Vega- gerðin ákveðið breikkun allra nýrra vega frá sex og hálfum uppí sjö og hálfan metra. „Það var farið að heyrast í fólki sem vildi breikkanir. Aðallega vegna aukins þungaflutn- ings og einnig vegna þess að menn eru margir ekkert hrifnir af því að þurfa að mæta þessu stóru bílum á mjóum vegum." Láttu (Irauminn rætast. Alklætt í ieðri eda í slitsterku áklæöi mikið iírval hægindastóla Þungaflutningar á þjóðvegum valda auknum slysum Blaöiö/lngó Aukin áhætta Sigurður Helgason, verkefnastjóri hjá Umferðarstofu, segir að þó að ógætilegt sé að draga of margar ályktanir sé alveg ljóst að aukinn vöruflutningaþungi hafi meiri hættu í för með sér. „Það liggur alveg ljóst fyrir sé litið til banaslysa undanfar- inna ára þá eru það ótrúlega oft slys þar sem koma við sögu lítill bíll og stór bíll þannig að stærðarmunurinn og þyngdarmunurinn skiptir veru- legu máli uppá afleiðingar óhappa.“ Hjálmar Björgvinsson, hjá Ríkislög- reglustjóra, segir lögregluna vera vel meðvitaða um stöðuna. „Þessir stóru þungu bílar eru komnir meira uppá veginn en áður og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að það eykur áhættuna án þess að ég vilji fullyrða nokkuð. Við lítum frekar eftir þess- um bílum. Ekki það að við viljum meina að allt sé í ólagi heldur er lög- reglan meðvituð um þennan vanda.“ Ástþór fyrir Hæstarétt Villfá tvœr milljónir frá ríkinu fyrir gœslu- varðhald vegna tölvupósts um yfirvofandi hryðjuverk Miskabótamál Ástþórs Magnús- sonar á hendur ríkinu vegna gæslu- varðhalds, sem hann sætti árið 2002, er komið fyrir Hæstarétt, en áður hafði Ástþór tapað því fyrir héraðsdómi. Gæsluvarðhaldið var vegna tölvupósts, sem Ástþór sendi um víðan völl, en þar kvaðst hann hafa rökstuddan grun um yfirvof- andi hryðjuverk gegn íslenskum flugfélögum. Ástþór krefst tveggja milljóna króna miskabóta fyrir að hafa að ósekju sætt frelsissviptingu i fjóra sólarhringa og verið allan tím- ann í einangrunarvist. Gæsluvarð- haldið og einangrunin hafi haft í för með sér andlega þjáningu og miska, sem hann eigi stjórnarskrárvarinn rétt á að fá bættan með greiðslu bóta. Hann .væri þekkt persóna í þjóðlífinu og hefði um árabil unnið að friðarmálum. Ríkið telur hins vegar að Ástþór hefði sjálfur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum, sem hann reisir kröfu sína á, og hafi mátt vera ljóst, að það gæti haft alvarlegar afleiðing- ar að senda umræddan tölvupóst. Tölvupóstur um yfirvofandi hryðjuverk Ástþór sendi föstudaginn 22. nóv- ember árið 2002 tölvupóst í nafni samtakanna Friðar 2000, þar sem sagði að samtökin hefðu rökstudd- an grun um að ráðist yrði gegn ís- lenskri flugvél með flugráni og/eða sprengjutilræði vegna stuðnings ís- lenskra stjórnvalda við hernaðarað- gerðir í Asíu og flugs íslenskra flug- félaga með vistir og búnað vegna þeirra. Tölvupósturinn var sendur til fjölda aðila, þar á meðal ráðherra, þingmanna, embættismanna og fjöl- miðla. Ástþór var handtekinn af emb- ætti ríkisögreglustjóra sömu nótt, þar sem hann sat á bar í Reykjavík og daginn eftir var hann yfirheyrð- ur. Þar sagðist hann hafa sent um- ræddan tölvupóst vegna draumsýna sinna og innsæis og í tilefni frétta- flutnings í erlendum fjölmiðlum um að hugsanlega yrði ráðist á þá sem styðji ólögmætt stríð gegn Irak og Arabaþjóðum. Auk þess sagðist hann hafa fengið tölvupóst frá nafn- greindum manni þar sem rökstutt væri hvers vegna íslenskar flugvél- ar yrðu skotmörk vegna aðgerða ís- lenskra stjórnvalda. Ástþór var úrskurðaður síðar um kvöldið í gæsluvarðhald til 29. nóv- ember á þeirri forsendu að lögregl- an teldi efni tölvupóstsins vera til þess fallið að valda almennum ótta og óöryggi fyrir flugsamgöngur og kynni að varða við almenn hegn- ingarlög. Ástþór kærði gæsluvarð- haldsúrskurðinn til Hæstaréttar sem felldi hann úr gildi 26. nóvemb- er 2002.1 desember var svo gefin út ákæra á hendur Ástþóri en hann var sýknaður bæði í Héraðsdómi Reykja- víkur og Hæstarétti. í framhaldinu krafði hann ríkissjóð um miskabæt- ur fyrir að hafa sætt gæsluvarðhaldi að ósekju, en í héraðsdómi var rík- issjóður sýknaður í janúar á þessu ári. Gert er ráð fyrir að Hæstiréttur kveði upp dóm sinn innan skamms.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.