blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöiö Ábyrgð og átök Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri, fagnar 50 ára leikhús- afmæli sínu um þessar mundir en hún var einungis tiu ára gömul þegar hún steig fyrst á svið, í leik- ritinu Ferðin til tunglsins. „Ég var í litlu danshlutverki ásamt öðrum krökkum. Ballettmeistarinn kenndi okkur ómetanlega lexíu sem hefur fylgt mér alla mína hunds og kattar tíð í leikhúsinu. Hann brýndi fyrir okkur að það fylgdi því ábyrgð að voga sér inn á svið. Fyrir vikið fannst manni að í pínulitlum dansi væri Þjóðleikhúsið að standa og falla með manni,“ segir Þórhildur. ,Þegar ég starfaði löngu síðar sem leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu kom þangað rússneskur leikstjóri, Borodin, sem brýndi sífellt fyrir leikurum þetta sama: „Það fylgir því mikil ábyrgð að standa fyrir framan fólk sem hefur borgað fyrir að sjá þig. Ef þú gerir ekki þitt besta þá skaltu bara skammast þín því þú ert svikari“. Hann notaði orðið svikari. Þegar ég hlustaði á hann hugsaði ég áratugi aftur í tímann, til ballettmeistarans míns.“ Finnst þér enn að þvifylgi gríðarleg ábyrgð að starfa í leikhúsi? „Það má segja að það sé viss frekja að kveða sér hljóðs og þykjast eiga erindi. Stundum á maður ekki ann- að erindi en það að gleðja einhvern og koma honum til að hlæja og það er ágætis erindi. En oftar en ekki er maður að takast á við verk þar sem maður finnur einhvern tón og hef- ur skoðun, hugmynd eða hugsjón að leiðarljósi. Mér finnst það skipta máli. Ef maður heldur að maður eigi að vera í leikhúsi vegna þess að allir hafi gaman af að horfa á mann eða hafi áhuga á manni persónulega þá á maður að gera eitthvað annað. Það er heilög skylda listamanna að eiga erindi við áheyrendur sína. Þau erindi geta verið af ýmsum toga en hafi verkin einhverja þá þræði að maður geti tengt þau samfélagi, sögu eða hugsjónum og skoðunum þá ber manni skylda til að gera það.“ Hefurðu kynnst mörgu leikhúsfólki sem er haldið meiri sýniþörf en á byrgða rtilfinn i ngu ? „Já, og leikhúsið er morandi í slíku fólki en það þarf ekki alltaf mikið til að beina huganum í aðra átt. Und- anfarin ár hefur ekki verið í tísku að hafa hugsjónir, hugmyndir og skoð- anir. Allir hafa átt að vera fljótandi með í því sem kallað er „main-stre- am“. Það er mikið talað um marg- breytileika en einsleitnin hefur aldr- ei verið meiri. Islenskir fjölmiðlar hafa reynt að vera eins og fjölmiðlar í milljónasamfélögum. Það er verið að búa til stjörnur úr fólki sem þú getur hitt úti í fiskbúð. Ég á ekki við að þetta fólk sé allt hæfileikalaust en þetta húllum hæ er orðið áber- andi innantómt og hégómlegt.“ Auðmenn og menning Hvaðfinnstþérþá um þá þróun að auðmenn séu orðnir ákveð- in kjölfesta í menningarlífi landsins ogfjárfesta íhenni? „Þetta er slæm þróun og varhuga- verð oghún firrir ríkisvaldið ábyrgð. Ég er ekki að halda því fram að þeir fjárfestar sem mest ber á séu meðvit- að að reyna að stýra einu né neinu. Það er hins vegar ljóst að í þessu er falin hætta á sjálfsritskoðun lista- manna sem er áhrifaríkasta ritskoð- unin. Rétti maður þér peninga til að gera eitthvað þá er augljóst að þú ræðst ekki á hann eða það sem hann stendur fyrir. Listamaðurinn verður að hafa frelsi og eitt af hlut- verkum listarinnar er að vera sam- félagslega gagnrýnin. Þar að auki held ég að þetta fyrirkomulag verði til að breikka bilið milli þeirrar list- ar sem þegar er viðurkennd og vin- sæl og hinnar sem er að reyna að brjótast til lífs. Menn vilja jú einu sinni hengja nafnspjald sitt þar sem einhver les það. Ég hef ekkert á móti því að auð- menn láti fé af hendi rakna til lista og fái jafnvel skattaafslátt hafi þeir á því áhuga og efni en það verður að finna þessu farveg. Ég hef hugleitt hvort ekki sé heppilegra fyrir list- irnar að menn borgi í listasjóð og treysti fagfólki til að meta hvar þörf- in er brýnust og mest. Ef framlögin eru reidd af hendi af raunveruleg- um áhuga á menningunni þá ætti það kerfi ekki að hindra auðmenn í að gefa peninga. Þetta kerfi sem ég er að gagnrýna gefur yfirvöldum fjarvistasönnun. Ég hef ekki orðið vör við að stjórn- málamenn séu að skilgreina gildi menningar. Er hún bara skraut- fjaðrir eða munaður eða bara eitt- hvað? Nei, menning er hluti af mik- ilvægum lífsgæðum. Menningin á stóran þátt í menntun þjóða og mannúðlegu uppeldi og hún víkk- ar sjóndeildarhringinn og dýpkar skilning. Allt þetta er nauðsynlegt í samfélagi sem horfir til framfara og vill kenna sig við lífsgæði. Menning- in er líka uppeldistæki. Við getum ekki sett börn okkar fyrir framan sjónvarpið og látið ameríska dægu- menningu ala þau upp. Við verðum að huga að andlegum þroska barna okkur og við gerum það til dæmis einna best með meðvituðu listaupp- eldi. Menntun og menning eiga að vera þeir tveir máttarstólpar sem við byggjum velferðarsamfélög á. Menning er ekki tyllidagaskraut eins og allt of margir stjórnmála- menn virðast telja." Skortur á róttækni Víkjum aðeins að pólitíkinni. Nú varstu Kvennalistakona og sast á þingi. Ertu Samfylkingarkona í dag? „Ég hef verið mikil stuðningskona Ingibjargar Sólrúnar. Þótt ég hafi lagt lóð á vogarskálar til að styðja hana þá hef ég engar skyldur við Samfylkinguna frekar en Samfylk- ingin við mig. Sem listamaður hlýt ég að taka mér þann rétt að hafa þær skoðanir sem mér sjálfri sýnist." En styðurðu Samfylkinguna eða Vinstri grœna? „Hvorugt. Ég hef aldrei verið neitt af fullkominni sannfæringu nema kvenfrelsiskona.“ Hvað finnst þér um stöðu kvenna í dag? „Ég er ekki að draga úr því að margt hefur lagast en mér finnst málstaðurinn vera orðinn ansi bit- laus. Konur hafa mikið til gefist upp á því að takast á við grundvallarhug- myndir. Það þarf miklar samfélags- breytingar til að fylgja eftir þeim breytingum sem orðið hafa á hög- um fólks síðan konur fóru út á vinnu-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.