blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 38
46 I FÓLK FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöið LEIDINLEGT FÓLK ER GLATAÐ Smáborgaranum er umhugað um mannleg samskipti og ýmsa annmarka þeirra. Honum þykir jafnvel hverjum og einum bera til þess skylda í sinu daglega lífi að koma vel fram við sam- j borgara sína og kappkosta að þeim líði vel. (þessu er sérstaklega fólgið að taka vel á móti nýju fólki og vera kurt- eis og glaður við þá sem maður hittir á förnum vegi (gildir þá einu hvort þeir j : eru vinir eða ókunnugir). Kurteisi kost- j j ar ekkert, eins og stóð á merkinu, en það gerir heldur ekki vinaleiki, virðing og hlýhugur. Mörgum þykir ferlega hallærislegt hvernig Bandaríkjamenn bregðast við ókunnugu fólki: ,Hæ- honíháarrjú?* heilsan mikla er jafnan útmáluð sem óeinlæg, tilgerðarleg og því ómarktæk hegðun. En er það : svo rétt? Þeir sem hafa unnið við þjónustustörf . í Reykjavíkurborg geta líklega flestir vottað að betri kúnna en Kana finnur maðurvart. Þeireru þægilegir, kurteísir j og gefa sig út fyrir að vera velviljaðir, j flestir (svo gefa þeir margir þjórfé, mis- skilnings vegna, en það er önnur saga). Það eru nefnilega ákveðin skilaboð fólgin í óeinlægni og tilgerðarleika, ; a.m.k. ef það hegðunarmynstur er gert á ákveðnum forsendum. Þau eru: „Ég þekki þig ekki, en mér er að minnsta kosti nægilega umhugað um líðan þína til þess að þykjast hafa áhuga á þérog þínum högum.* Þeir sem panta kaffið með fýlusvip og hreyta ónotum ( barstúlkuna, reiða þreytulega fram fé fyrirmatvörunum og heilsa ekki leigubílstjórum þegar sest er inn (þeirra ágætu ökutæki eru i því bara leiðinlegir og eigingjarnir fá- j j vítar að dómi Smáborgarans, þó þeir kunni kannski að vera einlægir í leið- ) indum sínum. Maður hittir ógrynni fólks dag hvern og ef allir þættust j a.m.k. vera eins hressir og Hemmi Gunn, þá væri allavega auðveldara að vinna þjónustustörf. Og kannski líka bara að lifa. Smáborgarinn er jafnvel á því að sú mikla leiðindahrúga sem lemurmanníenniðáhverjummorgni j myndi við það minnka töluvert að um- fangi. Hvernig hefurðu það annars í j dag? HVAÐ FINNST ÞÉR? Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor ígrafískri hönnun við Listaháskóla Islands Hvað finnst þér um nýju Opal pakkana? „Mér finnst þetta vera mikið skref afturábak og ég er eiginlega hneykslaður. Opal pakkinn er hrein íslensk klassík og mér datt í hug í þessu sambandi sag- an af því þegar sá frægi ameríski hönnuður Reymond Loewy var beðinn um að endurhanna Lucky Strike sígarettupakkann. Honum fannst hönnunin svo pottþétt að eina sem hann stakk upp á var að setja framhliðina á bakhlið- ina líka. Ef að ég hefði verið beðinn um að endurhanna Opal pakkann hefði ég gefið sömu ráð, í stað þess að koma með þessa ómynd. Atli Már Árnason hannaði Opal pakkann og á mikinn heiður skilinn fyrir þessa hönnun þó það megi finna svipaðar pakkningar. Pakkinn hefur verið endurhannaður nokkrum sinnum en aldrei þó þannig að vikið hafi verið frá upphaflegu hug- myndinni, fyrr en nú. Mér finnst verulega leiðinlegt að sjá þetta.“ Endurkoma Kate Kate Moss er komin til baka, og það með látum. Einungis nokkrum dögum eftir að hún lauk meðferð, er hún mætt á forsíðurnar og lítur betur út en nokkru sinni fyrr. Vanity Fair myndaði Kate á síðasta ári, en notaði myndirnar ekki fyrr en núna. Ameríska glanstímaritið er með ellefu síðna sérblað um hina 31 árs fyrir- sætu og spyr spurninga eins og: „Getur Kate Moss snúið aftur?“ Svarið virðist vera já. Samkvæmt tímaritinu Grazia er þykkur bunki af atvinnutilboðum og samn- ingum við stórfyrirtæki á skrifstofu Kate, og þar á meðal eru tilboð um að skrifa ævisögu hennar eða gera sjónvarpsmynd. Kunningi Kate segir að hún sé mjög örugg með sig og hvað hún ætli að gera næst: „Hún hefur fundið út að hún er sú fyrirsæta sem hefur hve mest áhrif á tísku- heiminn.” Jennifer meiðist við tökur á ástaratriðum Jennifer Aniston hefur viðurkennt að eftir tökur á kynlífsatriðunum í nýju myndinni sinni sé hún þakin marblettum. Jennifer leikur á móti Clive Owen í myndinni Derailed. Samkvæmt The Sun sagði Jennifer: „Ég fékk svaka mar- bletti á fótleggina, og það er ekki fallegt. En þar sem adrenalínið er á fullu við tökurnar finnur maður ekki fyrir því þegar þetta gerist.“ Á meðan Jennifer er í tökum fyrir nýju myndina hefur heimilislaus maður, sem sakaður er um að hafa brotist inn í hús hennar í Malibu, verið dæmd- Posh og Becks að flytja Victoria Beckham er sögð vera að leita sér að hinu fullkomna húsi í LA. Samkvæmt tímaritinu Closer telur Posh að flutningur til Bandaríkjanna muni hjálpa henni að hefja feril sem leikkona. Heimildamaður sagði: „Victoria er afslöppuð í LA og passar þar vel inn í. Hún er ekki eins meðvituð um ríkidæmi sitt því þar er svo mikið af vellauðugu fólki, og því líður henni betur þar. Victoriu finnst líka eins og hús þeirra í Madrid tilheyri meira David, vegna atvinnu hans þar. Nú vill hún eignast heimili í borg sem hún hefur valið, og hún vill helst að það sé LA því þar er auðveldast að komast inn í leikara- bransann“. Victoria leitar að fjölskylduvænu húsi í Malibu eða Holly wood Hills, þar sem fjölskyldan geti búið saman þeg- ar þau eru ekki í Madrid eða hinu húsi sínu í Englandi. Sólbaðsstofan Sælan Bæjarlind 1 • Engin giidistími á kortum S. 544 2424 aui \ glysir iga r@vb bla Us „Mitt álit er að þú hafir valið slæman tíma til þess að segja matsveininum upp." HEYRST HEFUR... Onefndur þingmaður hélt því fram að þingmennsk- an hefði aðeins tvo alvöru kosti, frítt bílastæði í miðborginni og löng sumarfrí. Þingmenn hafa almennt varið fríin- segja þau nýtt í innra starfs stjórn- málaflokka, fundarhöld með kjósendum og fleira. Verkefnin virðast svo mörg að sumar- og jólafrí duga ekki. Svonefndir kjördæmadagar hafa verið í þinginu að undanförnu og því hafa engir þingfundir verið haldnir síðustu 10 daga. Þeir sem saknað hafa frétta úr þing- inu þurfa hinsvegar ekki að ör- vænta - þing hefst á ný í dag. Hrafn Jökulsson hélt upp á fertugsafmæli sitt með pomp og prakt síðastliðið þriðju- dagskvöld í Þjóð- leikhússkjallar- anum. Glöggir menn höfðu á orði að þar hefði vart mátt á milli sjá hvor gesta- deildin væri fjölmennari: Sam- fylking eða Sjálfstæðisflokkur. Góður og gegn sjálfstæðismað- ur, áttaði sig ekki fullkomlega á stöðunni og gekk að Helga Hjörvar, þingmanni Samfylk- ingar og spurði: „Er Hrafn flokksbundinn?“ „Já, hjáykkur,“ svaraði Helgi að bragði. Meðal gesta í afmælinu var Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson en Hrafn, sem eitt sinn var varaþingmað- ur Alþýðuflokksins, mun vera öflugur stuðningsmaður fram- bjóðandans í prófkjöri sjálf- stæðismanna í borginni. Pað fór eins og búast mátti við. Ný bók Arnaldar Indr- iðasonar, Vetrarborgin, var ekki fyrr kom- in í verslanir en hún var rif- in út. Eftir ein- ungis einn dag í sölu trónir bókin á toppi íslenska met- sölulistans. Forskotið á aðr- ar bækur er algjört því Arnald- ur er þar með 44% fleiri seldar bækur á bak við sitt sæti heldur en næsta bók á eftir sem er Sud- oku bók. Ekki er búist við því að Arnaldur hopi úr efsta sæti listans fyrr en eftir áramót. Pað vakti athygli að Halldór Ásgrímsson skyldi skipa mág Björns Inga Hrafnssonar, Jón Óttar Ragnarsson í nýja nefnd um heilsurækt undir forystu Þorgríms Þráinssonar. Þar var einnig skipaður einn elsti vinur Björns Inga, Valur N. Gunnlaugssonmatvælafræðing- ur. Hann virðist þvi hafa komið sér vel fyrir en vill meira og telur greinilega að oddvitastarf í borgarflokki muni hjálpa hon- um að hækka sig enn í metorð- um innan Framsóknarflokks- ins. Björn Ingi er ekki allra í Framsóknarflokknum og hafa einhverjir verið að leita að fólki til að bjóða sig fram gegn honum í borg- inni. Eittafþeim nöfnum sem hef- ur verið nefnt er nafn Einars Skúlasonar sem var formaður ungra framsókn- armanna fyrir nokkrum árum en hefur verið framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins við góð- an orðstír síðustu misserin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.