blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI TRHin OPNAR 1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Matvöruverð: Hækkun framundan? Gera má ráð fyrir að verð á matvöru muni hækka hér á landi á næstu mánuðum miðað við spá greiningadeildar íslandsbanka í gær. Þar er bent á að Hagar, móðurfélag Bónus, to/ii og fleiri verslana, hafi birt níu mánaða uppgjör sitt fyrr í vikunni og að útkoma þess hafi verið slæm. Félagið tapaði um 700 milljón krónum á tímabil- inu og er slæm afkoma meðal annars rakin til „verðstríðs á lagvöruenda matvörumark- aðsins“ eins og það er orðað. Gengið: Enn hækkar gengið Gengi íslensku krónunnar hækkaði talsvert í gær f kjölfar frétta af aukinni erlendri skuldabréfaútgáfu. Gefin voru út skuldabréf fyrir 8 milljarða króna. Samkvæmt Greiningu Is- landsbanka hefur erlend útgáfa því vaxið um 11 milljarða það sem af er vikunnar. Dollarinn er því kominn undir 60 krónur á ný og hefur það ekki gerst síðan í mars sl. Evran kostar 72 krónur og hefur hún ekki verið ódýrari síðan í júní 2000. íslandsbankamenn segja flest benda til að Seðlabankinn muni enn á ný hækka stýri- vexti sína á næstu vikum og mun sú hækkun enn hvetja til frekari útgáfu erlendra aðila á skuldabréfum í erlendum krónum. Það er því útlit fyrir að gengi krónunnar haldist enn hátt og kemur enn frekari gengishældcun vel til greina. Að mati Greiningar er krónan ofmetin þegar tiílit er tekið til viðskiptahallans og þyrfti gengi hennar að lækka um fjórðung til að stuðla megi að jafnvægi á utanríkisviðskiptum landsins. Það muni hinsvegar ekki gerast fyrr en á síðari hluta næsta árs og á þarnæsta ári. Gengisvísital- an fór í gær lægst í 100,2 stig og samkvæmt Landsbankanum hefur hún aldrei farið lægra. Bubbi Morthens: Krefur 365 um 20 milljónir vegna forsíðu Hér og nú Villfá 20 milljónir króna í miskabœtur. Fjölmiðlarisinn verður að finnafyrirþvíþegar svona ergengið fram, segir Sigríður Rut Júlíus- dóttir, lögmaður Bubba. Tónlistarmaðurinn Bubbi Mort- hens hefur stefnt 365 prentmiðlum og Garðari Erni Úlfars- syni, fyrr- verandi ritstjóra tímarits- ins Hér og nú, v e g n a umfjöll- unar um sig í sumar. Bubbi krefst þess að ummæli í fyrirsögn- um blaðs- ins verði d æ m d dauð og ómerk og að W hann fái 20 milljónir króna í miskabætur. Á forsíðu Hér og nú þann 16. júní í sumar var mynd af Bubba þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu undir fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdótt- ur, lögmanns Bubba, var með þeim hætti reynt að blekkja lesendur, því margir töldu að þarna væri greint frá því að söngvarinn hafi fallið á fíkniefnabindindi. Inni í blaðinu mátti hins vegar lesa um það að hann væri aðeins fallinn á tóbaks- bindindi. „Eðli máls samkvæmt sáu mun fleiri forsíðuna en lásu grein- ina og komust að hinu sanna.“ Sigríður Rut segir að vissulega séu 20 milljóna miskabætur hærri en dæmi eru um. „1 því samhengi verð- ur að líta til stöðu tjónvalds. Þarna er fjársterkur aðili, sem heldur úti fjölda fjölmiðla í gríðarlegri dreif- ingu. Það þýðir ekkert að láta hann borga 20 þúsundkall í skaða- bætur, því slík útgjöld skipta hann engu. Þá heldur hann bara áfram að brjóta og er samt að græða. Fjölmiðlar mega ekki græða á lögbrotum frekar en aðrir.“ Dæmi eru um að staða tjónvalds sé höfð til hliðsjónar þegar bætur eru ákvarðaðar. Staða tjónþola get- ur líka haft áhrif þar á. „Það er alveg rétt að opinberar persónur þurfa að þola meiri og nánari umfjöllun en almenningur. En það þýðir ekki að fjölmiðlar hafi veiðileyfi á þær og geti leyft sér hvað sem er,“ segir Sigríður Rut. Hún telur að í málaferl- unum verði hugað að margvíslegum flötum þess. „Þetta er friðhelgisbrot, hvort fjalla megi um hvað sem er í einkalífi fólks, þó það sé frægt. Svo snýst það um hvort leyfilegt sé að birta mynd- ir úr launsátri með þessum hætti. Loks snýr það að því hvort fjölmiðill megi óátalið setja mál fram með vill- andi hætti.“ Straumur-Burðarás: Hefur þrefald- að eigið fé frá áramótum Straumur-Burðarás Fjárfest- ingabanki birti í gær árshluta- uppgjör sitt. Þar kemur fram að hagnaður eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam rúmum 14 milljörðum króna en á sama tímabili i fyrra var hagnaðurinn rúmir 6 milljarð- ar. Hækkunin nemur því 107%. Eigið fé var 105,448 milljónir króna í lok þriðja fjórðungs og hefur eigið fé bankans þrefald- ast frá áramótum. Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums- Burðaráss segist ánægður með uppgjörið í tilkynningu frá bankanum. „Bankinn hefur styrkt stöðu sína á öllum sviðum. Vaxta- og þjónustu- tekjur aukast og útlán til viðskiptavina vaxa á hverjum ársíjórðungi. Samruni Straums og Burðaráss eflir bankann, eigið fé hefur þrefaldast frá áramótum og umsvif bankans á erlendum verðbréfamörkuð- um hafa aukist," segir Þórður. ASI Uppsögn kjara- samninga næsta skref Miðstjórn ASÍ kom saman í gær en þar var lýst yfir vonbrigðum með viðbrögð atvinnurekenda og ríkis- stjórnar við umleitunum ASl um endurskoðun kjarasamninga. Talið er einsýnt að til uppsagnar kjara- samninga muni koma að óbreyttu. „Það hafa verið áframhaldandi viðræður við fulltrúa Samtaka at- vinnulífsins og við áttum fund með ríkisstjórn í morgun,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ í samtali við Blaðið í gær. „Menn sjá ekki ann- að en að ef þessi staða helst óbreytt þá blasi við uppsögn kjarasamninga. Enn er þó til stefnu hálfur mánuður, því eindaginn í þessu máli er fimm- tándi nóvember." Grétar sagðist ekki vilja tjá sig um það hvort hann væri bjartsýnn um að málið muni leysast fyrir þann tíma. „Það voru ákveðin vonbrigði með fund okkar með ríkis- stjórninni og það hefur hvorki geng- ið né rekið í viðræðum okkar við SA. Þetta er staðan sem við stöndum frammi fyrir og það var þetta ástand sem miðstjórnin var að leggja mat á í dag. En lengi skal manninn reyna og eins og ég sagði er tæpur hálfur mánuður til stefnu. Hjá Samtökum atvinnulífsins virðist því miður ekki vera neinn hljómgrunnur fyrir því að brúa það bil sem þarf að brúa til þess að menn nái saman og þær viðræður sem farið hafa fram hafa verið á þann veg að menn sjá ekki í stöðunni eins og er að þar á bæ verði einhverjar breytingar.“ Grétar vildi ekki tjá sig um sjónarmið SA í málinu. „Það er viðurkennt að verð- lagsforsendurnar eru brostnar, við deilum ekkert um það. Síðan eru bara uppi mismunandi viðhorf til málsins að öðru leyti og þeir verða bara að skýra sína afstöðu sjálfir.“ Glerveggir-huróir Brautir - Hert g Hawa Unnu teiknimyndasamkeppni I gær voru veitt verðlaun fyrir teiknimyndasamkeppni barna sem (búðalánasjóður stóð fyrir. Það var Forseti (slands, Ólafur Ragnar Grfmsson, sem afhenti verðlaunin en í gær var þess einnig minnst að 50 ár eru liðin frá afgreiðslu fyrsta húsnæðisláns Húsnæðis- málastjórnar, forvera fbúðalánasjóðs. _ gler ehf arvogsmegin - S: 58 www.iarngler.is O Heiösklrt O léttský|a& ^ Skýjað £ Alskýlað // Rigning,lítllsháttar /// Rlgnlng f 7 Súld * ^ Snjókoma ' 'S' 9 :fc Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vin Algarve Dublln Glasgow 17 22 15 11 16 17 08 13 15 18 23 05 08 17 08 18 10 07 10 15 14 13 -1 0 % 0° * * * Slydda Snjóél tfr* Skúr 0 0° ? 01“ % * * 4‘ 0 & % 1 o * 0 -1° Veðurhorfur f dag kl: 18.00 Veðursíminn 32 0600 Byggt á upplýslngum frá Veðuretofu (alands 7° /// /// /// ro /// * Amorgun 0 1°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.