blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 12
12 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaAÍð Lánsbrúðkaup: Fiskveiðar: Samkomu- lag um kol- munnaveiðar 1 strandríkjaviðræðum íslands, Færeyja, Noregs og ESB í Kaup- mannahöfn hefur náðst sam- komulag í meginatriðum um stjórn veiða úr kolmunnastofn- inum á Norður-Atlantshafi. Enn á eftir að ganga frá útfærsluat- riðum sem ekki varða Island í tvíhliðaviðræðum en stefnt er að frágangi samkomulagsins á ársfundi Norðaustur-Atlants- hafs fiskveiðinefndarinnar sem haldinn verður í Lundúnum um miðjan nóvember. Sam- komulagið gerir ráð fyrir að heildarafla verði skipt með þeim hætti að ESB fær 30,5%, Færeyjar 26,12%, Noregur 25,74% og Island 17,63%. I til- kynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu kemur fram að með samkomulaginu verði bundinn endir á stjórnlausar veiðar und- anfarinna ára sem ógnað hafa viðgangi kolmunnastofnsins. Brúðkaupsveislur á afborgunum Verðandi brúðhjón geta nú tekið sérstök brúðkaupsveislulán Danskir bankar bjóða nú ungum verðandi brúðhjónum uppá lán til að gera þeim kleift að halda brúðkaups- veislu drauma sinna. Þetta kemur fram í frétt danska blaðsins Jyllands- Posten sem birt var í vikunni. 19 milijarðar á ári I frétt blaðsins segir að á hverju ári séu haldin um 38 þúsund brúðkaup í Danmörku þar sem kostnaður nemi allt að 50 þúsund dönskum krónum eða um 500 þúsund íslensk- um. í heild eru því Danir að eyða um 19 milljörðum á ári í brúðkaups- veislur. Það er því eftir töluverðum fjármunum að slægjast fyrir danska banka og þar á bæ eru menn vissir um að margir komi til með að nýta sér þessa nýju þjónustu. Á íslandi eru bankar að lána fyrir ýmsu eins og t.d. tölvu-, bíla- og húsnæðiskaup- um en hingað til hefur þó ekki verið til neitt sérstakt sem flokka mætti sem brúðkaupsveislulán. Ekki komið til tals Á Islandi giftu sig um 1.500 pör á síðasta ári samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands. I óformlegri könn- un sem Katrfn Lilly Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Brúðkaup.is, gerði kemur fram að meðalkostn- aður brúðkaupa hér á landi sé um 500 þúsund krónur. Þetta þýðir að á hverju ári eyða íslendingar um 750 milljónum í brúðkaupsveislur og ljóst að íslendingar eru engir eftir- bátar Dana að þessu leyti, a.m.k. ef miðað er við höfðatölu. Að sögn Völu Pálsdóttur, upplýsingafull- trúa hjá íslandsbanka hefur ekki hingað til komið til tals hjá bankanum að lána sérstaklega til brúðkaupa en hún bendir á að fólki bjóðist vissulega ýmsir lánsmöguleikar. Hún segir þó dönsku hug- myndina hafa margt til brunns að bera. „Það eru ekki ein- hver sérstök brúð- kaupslán í gangi hjá okkur en fólk getur að sjálfsögðu gert það sem það vill við þau lán sem það fær hjá okkur hvort sem það vill gifta sig eða fara f utanlandsferðir.“ Brúðkaupsveislur geta verið dýrar. Hagstofa íslands: LOFTUR MÁR SIGURÐSSON FJÓRIR DISKAR - FJÖCUR CLÖS FJÓRRÉTTAÐUR //////^^€1^^^^// * Kryddreykt villigæsabrinoa með appelsínum og sherry vinaigrette ■ VlLLISEYÐI CAPPUCCINO MEÐ GRÁDOSTA OC SVEPPAFYLLTU RAVIOLI • JURTAKRYDDAÐ CRÆNLENSKT HREINDÝR MEÐ PORTVÍNSCLJÁA ■ BLÁBERJA panna Cotta með stökkum bakstri « VERÐ: KR. 6.200.- SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI KR. 2.900.- Verðmæti framleióslu eykst Heildarverðmæti seldra framleiðslu- vara jókst um tæpa 20 milljarða frá 2003 til ársins 2004. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu íslands yfir seldar framleiðsluvörur á Is- landi árið 2004. Samantektin náði til 363 fram- leiðslufyrirtækja á íslandi en velta þeirra er áætluð um 90% af heildarveltu markaðarins. Heild- arverðmæti seldra framleiðslu- vara var 302 milljarðar í fyrra en var 283 milljarðar árið þar á undan. Þá kemur fram í saman- tektinni að heildarverðmæti fyrir utan fiskvinnslu jókst um 6,3% milli áranna. Verðmæti útfluttra fiskafurða jókst um 8,3%, var 105 milljarða árið 2003 en 113 millj- arðar árið 2004. Á sama tíma fór magn úr 642 þúsund tonnum yfir í 716 þúsund tonn eða um 11,5%. Samdráttur í fataiðnaði Hlutfallslega var mesta aukn- ingin í framleiðslu og viðhaldi á lækninga- og rannsóknartækjum eða um 49%. Þá var einnig mikil aukning í gler-, leir- og steinefna- iðnaði sem fór úr 8,4 í 11 milljarða á tímabilinu eða um 31%. 1 útgáfu- starfssemi og prentiðnaði jókst verðmæti seldrar framleiðslu um 15,7%, fór úr 14,1 milljarði 1 16,3. Mestur samdráttur var í fata- og leðuriðnaði en verðmæti seldrar framleiðslu fór úr 900 í 700 millj- ónir. Einnig varð nokkur sam- dráttur í framleiðslu og viðgerð- um rafmagnsvéla og tækja eða um 12,3%. a www.diza.is Velkomin í eins árs afmælið okkar! 15% afmælisafsláttur 2. - 5. nóvember Bútasaumsefni, prjónagarn, náttfatnaður ofl.ofl. (Diza efif Ingólfsstræti 6 sími 561-4000 opið 11-18 virka daga, 12-16 laugardaga _______________________________;___________________________________________________________________________________ TWiinlab þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUVRENNSLUEFNi 'AUKIN KRAFTUR Á ÆFINGUM Útsölustaðir: Apótek og heilsustöðum A “^p MALNING afsláttur af öllum málningarvörum BIORA IIMIMIMÁLIMIIMG FRÁ TEKNOS teknos ■S Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum 'f Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum ISLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.