blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 16
16 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 ! blaðið Angela Merkel leiðtogi Kristilegra demó- krata ætlar að halda stjórnarmyndunar- viðræðum áfram í Þýskalandi þrátt fyrir tvöáföll ívikunni. Merkel held- ur viðræð- um áfram Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, hefur heitið því að halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram þrátt fyrir uppnám vegna þess að tveir mikilvægir stjórnmála- leiðtogar hafa lýst yfir að þeir muni ekki taka sæti í stjórninni. í gær var Matthias Platzeck, hér- aðsstjóri í Brandenburg-héraði, útnefndur sem eftirmaður Franz Miinteferings, fráfarandi leiðtoga flokksins. Stjórnarmyndunarviðræður komust í uppnám á mánudag þeg- ar Franz Muntefering, leiðtogi Jafn- aðarmannaflokksins, sagðist ætla að víkja úr sæti flokksformanns. í kjölfarið hætti Edmund Stoiber, leið- togi systurflokks Kristilegra demó- krata í Bæjaralandi, við að taka sæti fjármálaráðherra í ríkisstjórninni. Merkel segist munu halda viðræð- um áfram þó að hún viðurkenni að verkefnið væri orðið erfiðara. Fréttaritari Breska ríkisútvarpsins í Berlín segir að þegar Stoiber og Múntefering séu ekki lengur inni í myndinni verði mun erfiðara að mynda lífvænlega ríkisstjórn og þó að það takist verði hún ekki sterk. ■ Hryðjuverkaárás talin yfirvofandi Yfirvöld í Ástralíu segja að hœtta sé á að hryðjuverkamenn láti til skarar skrtða í landinu. John Howard, forsœtisráðherra landsins, reynir að hraða frumvarpi um löggegn hryðjuverkum gegnum þingið. Yfirvöld í Ástralíu hafa fengið veður af því að hryðjuverkamenn hafi í hyggju að gera árás á landið að sögn John Howard, forsætisráðherra landsins. Howard sagði í sjónvarps- ávarpi í gær að yfirvöld hefðu kom- ist að þessu í vikunni en vildi ekki gefa upp nákvæmari upplýsingar um í hverju hættan fælist. Howard sagðist ennfremur ætla að leggja fram minniháttar breytingartillög- ur á frumvarpi um lög gegn hryðju- verkum sem hann vonast til að Öld- ungadeild þingsins geti samþykkt í dag. „Ástæða þessara breytinga er sú að stjórnvöldum hafa borist tiltekn- ar upplýsingar sem ásamt upplýs- ingum sem lögreglu barst í vikunni gefa tilefni til þess að hafa alvarlegar áhyggjur af hugsanlegri hryðjuverka- ógn,“ sagði Howard. „Okkur hefur verið ráðlagt að ef þessar breyting- ar verða samþykktar eins fljótt og auðið er, mun geta stjórnvalda til að bregðast við aukast." Ástralir eru traustir bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkum og hafa sent hersveit- ir bæði til íraks og Afganistan. Ríkis- stjórnin hefur neitað að stuðningur hennar við utanríkisstefnu Banda- ríkjanna hafi aukið líkur á árásum á landið þó að A1 Kaída samtökin hafi John Howard forsætisráðherra Ástralíu. ítrekað nefnt Ástralíu sem skotmark sitt. Frumvarp tefst í þinginu Áætlanir Howard um að herða lög- gjöf gegn hryðjuverkum höfðu taf- ist á þingi vegna andstöðu sumra fylkisstjóra. Ríkisstjórnin þarf á stuðningi allra fylkja að halda til að frumvarpið nái fram að ganga en þau lúta stjórn Verkamannaflokks- ins sem er í stjórnarandstöðu. Leiðtogar hinna átta fylkja Ástr- alíu sögðust hlynntir frumvarpinu í september gegn loforði um að lög- in yrðu endurskoðuð eftir fimm ár. Howard hefur þó legið undir ámæli fyrir að reyna að koma frumvarpinu of hratt í gegn. Peter Beattie, fylkis- stjóri í Queensland, sagði að fylkis- stjórarnir þyrftu meiri tíma til að íhuga frumvarpið. Þeir vildu ná skynsamlegu samkomulagi um að vernda Ástrala fyrir hryðjuverkum en það þyrfti líka að standast fyrir dómstólum. Umdeildasta atriði í frumvarp- inu er heimild lögreglu til að skjóta meinta hryðjuverkamenn til bana við vissar aðstæður. Ennfremur fær lögregla víðtækari heimilidir til að leita á fólki og að samhæfðri stjórn verður komið á á flugvöllum lands- ins. Þá eru uppi ráðagerðir um að ævilangt fangelsi liggi við því að fjármagna starfsemi herskárra sam- taka og hægt verður að hafa grunaða hryðjuverkamenn í varðhaldi án ákæru í 14 daga. ■ Fáðu ferdatilhögun, nánari upp- lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðinn á netinu! WWW.Urvalutsyn.ÍS VR orioreávitun Pcerðþú MasterCard VISA fmvammtn/ Stuttar ferðir í nóvember og desember. 16. nóv, 29. nóv og 7. des. 44.900, Verð óhád fjölda, þó lágmark 2 í íbúð Staður: Montemar Las Camelias •Innlfalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðls eða á skrifstofu baetist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. Brottfarir f boðl MiVerð: B 16. nóv. -14nætur 49.900 kr. 16. nóv. - 21 nætur 59.900 kr." 29. nóv. - 8 nætur 44.900 kr.' 29. nóv. -18 nætur 59.900 kr.' 7. des. -10 nætur 44.900 kr. 7. des. -14 nætur 49.900 kr. El Ljósin í bænum •* SUBUkVERI Stigahlíð45 • 105 Reykjavík — Tala látinna snarhækkar Yfirvöld í Pakistan segja nú að meira en 73.000 manns hafi farist eftir að jarðskjálfti reið yfir Kasmírhérað í síðasta mánuði. Þar með hefur tala látinna hækkað umtalsvert og óttast Sameinuðu þjóðirnar að hún kunni að hækka enn frekar nema alþjóðasamfélagið veiti meira fé til hjálparstarfs.Á þriðjudag var opinber tala lát- inna 57.600 en var komin upp í 73.276 í gær. Þá hafa nær 70.000 manns slasast eftir hamfarirnar. íkorni í raf- losti veldur sinubruna Rafveitustarfsmaður telur að íkorni hafi verið valdur að sinu- bruna í úthverfi borgarinnar Jackson í Mississippi. íkorninn fékk að öllum líkindum raflost þegar hann fetaði sig eftir raf- magnslínu og féll til jarðar með þeim afleiðingum að það kvikn- aði í grasinu. Að auki barst eld- urinn í nálæg furutré og sveið grindverk. Slökkvilið brást fljótt við og réð niðurlögum eldsins. Óveður veldur manntjóni í Víetnam Að minnsta kosti fimmtán manns hafa farist í Víetnam eftir að lægðin Kai Tak gekk yfir strandhéruð landsins. Flest dauðsföllin voru tilkynnt í hér- uðunum Quang Ngai og Thua Thien-Hue. Hu Jintao, forseti Kína, neyddist til að hætta við heimsókn til borgarinnar Danang vegna óveðursins. Alls hafa um 30 manns farist í miklum rigningum í Víetnam á síðustu tveimur vikum. I september fórst á sjöunda tug manna þegar lægðin Damrey gekk yfir. Nokkuð dró úr vind- styrk eftir því sem lægðin hélt norðvestur með ströndinni. Um 18.000 manns hafa þurft að rýma heimili sín, flestir í Quang Ngai, sagði Nguyen Van Huang, í fióðavarnadeild í Danang. Háar öldur sökktu ferju á fljóti nálægt bænum Tam Ky í Quang Nam héraði með þeim afleiðingum að fimm fórust en her og lögreglu tókst að bjarga lífi 16 manns. RSKLIR á fimmtudagskvöldum opið tii ki. 22.00 komdu og smakkaðu! opið virka daga 10.00-19.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 sinii 544 2332 www.adesso.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.