blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 23

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 23
blaöiö FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 VIÐTAL I 31 markaðinn. Það er ekki verið að leita nýrra leiða til að mæta þessum breytingum heldur er haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Valdap- ýramídinn er gamalt föðurveldis- tákn. Sú var tíðin að konur höfnuðu valdapíramídum, ekki bara konur í Kvennalistanum heldur konur hvar sem var í heiminum. Þær höfðu hug- myndir um annars konar samfélags- gerð. Nú gera konur of lítið af því að hugsa um afbyggingu heldur vilja klífa upp valdapýramídann. Það er talað um að það vanti konur í stjórn- unarstöður og konur inn á þing. Já, vissulega, en það tal á að vera hluti af hinni stóru heildarmynd. Það er til dæmis allt of lítið talað um stór- an hóp fátækra kvenna á íslandi. Það er mikilvægt að kvennastörf séu endurmetin. Þetta er ekki bara spurning um launamun, heldur líka spurningin um að færa stéttir til í launastrúktúrnum. Konur eru að taka á mörgum mik- ilvægum málum í kvenréttindabar- áttu sinni en það skortir þessa rót- tæku grundvallarhugsun: Viljum við óbreytt samfélag eða viljum við annars konar samfélag? Munum við einhvern tíma ná árangri í óbreyttu ástandi? Eða þurfum við að breyta öllu? Maður má aldrei telja eftir sér að hafa markmið jafnvel þótt mað- ur nái ekki árangri fyrr en eftir þús- und ár. Einhvers staðar verður að byrja.“ Nýjungagirni og frumleiki Þú hefur mikið til starfað í lausa- mennsku, fylgir því ekki mikið óöryggi? „Ég hef verið í lausamennsku mestalla ævi. Því fylgja miklir kost- ir því að þú veist að þegar þú færð vinnu þá er það vegna þess að þín er óskað en ekki vegna þess að ein- hver er með þig á samningi og þarf að nýta þig. 1 því er ákveðin staðfest- ing sem er ágæt fyrir sjálfsmyndina. Hinu neita ég ekki að þetta er oft þreytandi og oft langar mig til að fá launaumslag um hver mánaðamót. Öll þessi ár mín í lausamennsku hef ég starfað sem leikstjóri, sem er nokkuð sérstakt því flestir leikstjór- ar hafa fengið föst embætti og haft þau sem bakhjarl. Aðrir heltast úr lestinni, fólk sem hefði ekki átt að gera það en er sett út á guð og gadd- inn. Á þessu leikári er ég ekki bara aldursforsetinn í leikstjórahópnum heldur eru 25 ár milli mín og þess leikstjóra sem er næstur mér í aldri. Ég er eins og sýnishorn af einhverju sem er annars útdautt. Nýjungagirni, í ætt við tisku sem breytist haust og vor, hefur lengi ver- ið viðloðandi í leikhúsinu en aldrei eins og undanfarin ár. Menn mega aldrei rugla saman nýjungagirni og frumleika. I íslensku leikhúsi er nýjungagirnin notuð sem ein- hvers konar hækja. Margt sem er að gerast í íslensku leikhúsi eru ör- væntingarfullar tilraunir til að vera samkeppnisfær við eitthvað sem er óskilgreindur smartness." Éghefhitt marga sem bera þér mjög vel söguna en Uka einhverja sem segja aðþú sért erfið í samstarfi. Ertu skapmikil? „Allir hafa einhverja kosti og ég hef ekki hitt margar manneskjur á ævinni sem hafa ekki líka galla. Kosti og galla er hægt að skilgreina mismunandi út frá ástandi. Það sem er kostur við einar aðstæður getur verið galli við aðrar aðstæður - og öfugt. Má ég frábiðja mér að vera manneskja sem enginn vill setja út á. Listsköpun fylgja átök. Það er bara eðlilegt. Að einhverju leyti rík- ir háspennuástand en sem betur fer líka oftast mikil glaðværð. Skoðana- skipti eru nauðsynleg og oft verða átök þegar þarf að ná einhverju fram. Það er ekki alltaf þægilegt fyrir umhverfið. En hver hefur sagt að listsköpun eigi að vera þægileg?“ 99............................................... Ráðamenn Leikfélags Reykjavíkur verða að íhuga stöðu mála því það er verið að brjóta niður starfsemina." Leiksoppar stjórnmálamanna Þú hefur í þessu viðtali verið að lýsa áhyggjum þínum út af menningar- ástandi. Nú ertu starfandi í Borgarleik- húsinu, hefurðu áhyggjur afstöðu mála þar? „Vaxandi markaðssjónarmið ráða menningunni og þess sjást glögg merki í því sem er að gerast í Borgarleikhús- inu. Þar ríkir ástand sem ekki verður unað við lengi hjá leikhúsi sem ætlar að rísa undir nafni. Búið er að segja flest- um hstamönnum upp, örlítill hópur er eftir. Þarna koma margir til starfa á hverju ári en þegar sýningu þeirra lýkur kveðja þeir og fara ekki aftur á launaskrá fýrr en með næsta verkefni. Þetta er gott ástand fyrir þá sem sjá allt út frá peningasjónarmiði og vilja að hús- ið beri sig. Leikhús verður hins vegar að hafa leikhóp sem hann byggir upp, hlú- ir að og annast. Öðruvísi eignumst við ekki góða listamenn. Fólki sem þarna vinnur fmnst því oft vera fyrir og þarf að víkja vegna ákafa stjórnenda í að leigja út sali Borgarleikhússins. Æfmg- ar eru því haldnar í matsalnum eða í anddyrinu. Leikararnir hafa á orði að þeim líði eins og þeir séu að vinna í sjoppu. Askenazy hefur þegar haft uppi varn- aðarorð í tengslum við tónlistarhúsið til- vonandi; að það geti auðveldlega gerst að rekstrasjónarmið nái yfirhöndinni og að listin víki. Sama gamla sagan, meira lagt í umbúðir en innihald Menn verða að hugsa alvarlega sinn gang. Ég held reyndar að ýmsir í valda- geiranum hjá borginni sjái ekkert at- hugavert við það að í Borgarleikhúsinu ríki félagsheimihsstemmning og þang- að komi frjálsir leikhópar og fái aðstöðu. Þessir hópar verða að vera til en í þeim endist enginn til lengdar. Ég hef sjálf átt þátt í að stofna frjálsa leikhópa og starfa í þeim. Ég veit hvað ég er að tala um. Maður hefur lítil laun og stundum engin og vinnur gríðarlega mikið, end- ist einungis í stutta tíma. Ef frjálsir leik- hópar eiga að vera uppistaðan í íslensku leikhstarhfi þá erum við komin með leikhús þar sem eru einungis starfandi hstamenn upp að þrítugu. Þá eignumst við aldrei þroskaða listamenn, heldur ferska skemmtilega byrjendur. Leik- hópurinn er hrygglengja hvers leikhúss og auðhnd. Ef menn rækta ekki þessa auðlind vel og fallega af umhyggju fyrir leikhstinni þá eru þeir á vilhgötum. Ráðamenn Leikfélags Reykjavíkur verða að íhuga stöðu mála þvi það er verið að brjóta niður starfsemina. Ég er ekki að segja að það sé þeim að kenna sem halda á málum innan leikfélagsins. Ég held að þeir séu leiksoppar stjórn- málamanna.“ kolbrun@vbl.is TROCADERO - fyrir fólk sem þarf að borða! SUÐURLANDSBRAUT 12// sími: 535 1400

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.