blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 10
10 li FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöið Og Vodafone: Stuðla að ábyrgri notkun á GSM símum Munum spila bæði vörn og sókn - segir Skarphéðinn Berg Steinarsson stjórnarformaður FL Group í viðtali við Andrés Magnússon. Hann segir nýju stjórnina samhenta, þó málsvara almennra hluthafa vanti í hana, ogsegir engin merki um heimildarlausa fjármuna- flutninga í sumar. Gagnrýni, semfram kom á hluthafafundinum, segir hann eðlilega í almenningshlutafélagi. Leiðarvísir um ábyrga og örugga GSM notkun barna og unglinga hefur verið gefinn út. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum og fjallar um GSM notkun barna og unglinga. Fjallað er um hvernig nota má farsíma með öruggum og ábyrg- um hætti. Rætt er um hvenær börn hafi náð þroska til að nota farsíma, fjallað er um farsíma og heilsu, hvað sé til ráða þegar síma er stolið og hvernig eigi að koma í veg fyrir einelti með far- símum. Bæklingurinn er gefinn út af Og Vodafone í samstarfi við SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða notkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum, sem unnið er á vegum Heimilis og skóla. Þorgerður Katrín Gunnarss- dóttir menntamálaráðherra og María Kristín Gylfadóttir for- maður Heimihs og skóla voru við afhendingu bæklingsins. „Hluthafafundir eru lýðræðislegar samkomur og eðlilegt að hluthafar tjái sig um það sem þeir eru ánægð- ir með og eins það, sem þeim finnst miður. En það var ekki annað að sjá en þeir væru flestir ánægðir með hlutinn sinn.“ Nú var fækkað í stjórninni úr sjö {fimm. Er ekki áhyggjuefni að nú situr þar enginn málsvari almennra hluthafa, sem er breyting frá fyrri stefnu félagsins og í trássi við tilmæli Kauphallarinnar? „Jú, það er alveg rétt. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og við töldum að það væri mikil- vægt að það væri öflugur og sam- stæður hópur í stjórn félagsins. Ég held að svona samsett muni stjórnin klára þetta ferli mjög vel. Við erum hins vegar með tvo utanaðkomandi menn í varastjórn, tvo virta lög- menn, og við teljum að það komi til móts við þetta sjónarmið. En það er vissulega rétt að þessi leiðbeining, sem Kauphöllin kemur með, að það er ekki orðið við henni. Við munum náttúrlega gera grein fyrir því með viðeigandi hætti.“ Jafet Ólafsson, framkvœmdastjóri Verðbréfastofunnar, minntist áþað á fundinum, að mikið kapp væri lagt í sóknina, en vörnin væri vanrækt... „í þessari stjórn eru nú bæði menn, sem eru þekktir fyrir varfærni, og eins aðrir, sem eru þekktir fyrir að koma auga á tækifæri og nýta þau, þannig að ég held að það sé gott jafnvægi í stjórninni hvað það varð- ar. Við munum bæði spila sókn og vörn.“ Vilhjálmur Bjarnason spurði á fundinum út ímeintafjármunaflutn- inga í heimildarleysi og ég hjó eftir því að þú nefndir að þess sæist ekki stað í sex mánaða uppgjörinu. En var það ekki einmitt málið? Mínar heimildir herma að greiðslan hafi verið látin ganga til baka, einmitt til þess að það kæmi ekkifram (upp- gjörinu. „Það er bara rangt. Þegar endur- skoðandi skoðar bókhald og fjár- reiður félags skoðar hann það ekki 'á tilteknum tímapunkti, heldur lítur á tiltekið tímabil. Ef það hafa átt sér stað svona greiðslur, sem ég veit raunar ekkert um annað en það i-S Bílavarahlutir Slæro Oneglc 173 70BI3 -4.800.- 17107104 4.990,- 181 0110 4 1.100.- 191 0110 1 0.900,- 201 OllOl 0.900.- \(J£il( 1.800 1.990 0.290 7.190 7.900 AÐALNÚMER SÍMI 520 8000 Dí í .Vclrctri í * • ‘ * « SKEIFUNNI 11 RVlK. • SÍMI 520 8001 SMIÐJUVEGI 68 KÓP. • SÍMI 520 8004 DRAUPNISGATA 1 AK • SlMI 520 8002 BlLDSHÓFÐA 16 RVlK. • SÍMI 520 8005 DALSHRAUN113 HFN. • SÍMI 520 8003 EYRARVEGI 29 SELF. • SlMI 520 8006 www.stllling.is • '■■■':.. sem ég hef séð í fjölmiðlum, á það að koma fram við endurskoðun á reikningum." En er ekki mikilvægt fyrir almenn- ingshlutafélag að þegar slíkur kvittur kemst á kreik - hvort sem hann er réttur eða rangur - að eyða öllum vafa sem fyrst? „Jújú, enda hef ég sagt að endur- skoðun á bókhaldi og fjárreiðum fé- lagsins vegna þessa árs hefst á næstu dögum. Þá verður vafalaust kannað hvort eitthvað er til í þessu.“ Var skoðað sérstaklega af stjórn- inni hvort einstakir stjórnendur FL Group hafi komið að kaupum Fons á Sterling á sínum tíma? „Mér dettur ekki í hug að svo sé. Það er ekkert kannað á hverjum morgni, sem menn mæta í vinnuna, BlaÖið/lng 6 hvort þeir hafi eitthvað annað á prjónunum en að sinna þeim verk- efnum, sem þeim eru falin. Ég veit ekki til þess að það sé nokkurt tilefni til þess að vera með slíkar getgátur. Það er ekkert í starfsemi félagsins, sem mér er kunnugt um, sem bend- ir til þess að hlutirnir séu með öðr- um hætti en þeir eiga að vera.“ Við höfum horft upp á mjög örar skipulagsbreytingar hjá félaginu á undanförnum misserum. Eru líkur á því að skipan mála sé að komast í fast far? „Já, það ætla ég að vona. Við höf- um mikla trú á þeim breytingum, sem nú hafa verið staðfestar á hlut- hafafundi. Nú er bara að koma þeim fyrirætlunum í framkvæmd> ■ þegar árangurinn skiptir máli ■ÖFLUGT FITUVRENNSLUE ■AUKIN ORKA Á/EFINGUM • HELDUR ÞÉR VAKANDIVIÐ - LESTUR, - AI^STUft^K... Útsölustaðir: Apótekog R^sustóðum www.medico.is Akralind 3 - 201 Kóp Kristján (luðmundsson. trésmiöur og varaborgarfulhrúi er lormaöur Verkalyðsraös Sjálfstæðistlokksins - Hann cr í skipulagsráði, og iramkvæmdaráði Rcykjavíkurborgar Sýnum styrk sjálfstæðismanna oo tökunt þátt t prófkjörinu - taktu alstöðu og vertu með (MMi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.