blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 20
20 I MATUR
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Vínsvæði á Ítalíu
íslensk uppfinning:
Sjálfvirkur hitaeftirlitsbúnaður
Guðlaugur Jónasson og Baldur
Þorgilsson rafmagnsverkfræðing-
ar hönnuðu sjálfvirkan hitaeftir-
litsbúnað sem vakið hefur mikla
athygli. Búnaðurinn samanstend-
ur af pínulitlum hitmælum sem
eru í þráðlausu sambandi við móð-
urstöð sem er tengd tölvu. Blaðið
sló á þráðinn til Guðlaugs og fékk
nánari upplýsingar um þessa
skemmtilegu uppfinningu.
Guðlaugur segir að hitaeftirlits-
búnaðurinn sem ber nafnið OLM
(OnLine Monitoring) sé nánast ein-
göngu seldur í fyrirtæki og miðað
er við erlendan markað því íslenski
markaðurinn sé heldur lítill. Þegar
hann er beðinn að útskýra búnað-
inn frekar segir hann að: „Mælarnir
geta til dæmis mælt hitastig í vöru
á hreyfingu og sent hitastigið beint
í tölvu. í tölvunni birtist línurit og
þar kemur upp viðvörun á skján-
um ef hitastig fer út fyrir fyrirfram
ákveðin mörk sem við notum til
skilgreiningar. Síðan getur þessi
búnaður líka sent tölvupóst eða sms
ef hitastig fer yfir þessi sömu mörk,“
segir Guðlaugur og bætir við að ef
mælirinn missir samband við móð-
urstöðina vegna þess að hann fer út
úr húsi þá er í honum minni sem get-
ur safnað 500 þúsund mæligildum.
„Þegar mælirinn kemur aftur í hús
þá finnur hann sjálfur móðurstöð-
ina og tappar af sér sínum gögnum.
Þetta er alsjálfvirkt kerfi og það þarf
enga tölvuþekkingu til þess að nota
kerfið."
Eini sinnar tegundar í heiminum
Guðlaugur segir að notkunarmögu-
leikarbúnaðsins séu margir. „Það er
hægt að setja þetta sem fasta mæla í
frystikæla og þá þarf ekki að leggja
neina víra heldur senda þeir gögnin
í móðurstöðina eftir þráðlausu sam-
bandi. Ef kælir eða frystir bilar, til
dæmis um nótt eða yfir helgi, þá
getur búnaðurinn sent tölvupóst
eða sms til eftirlitsmanns. Öll gögn
eru síðan vistuð í gagnagrunni i
tölvunni og þar með er þetta orðið
viðurkennt eftirlitskerfi varðandi
gæðaeftirlit.“ Samkvæmt Guðlaugi
er þessi búnaður sá eini sinnar teg-
undir í heiminum. „Það sem er sér-
stakt við hann er að mælistöðvarnar
eru mjög litlar. Þær eru bæði með
radíósambandi og svo tekur innra
minnið við ef radíósambandið rofn-
ar. Þetta eru sömuleiðis mjög ná-
kvæmir mælar sem mæla upp á 0.06
gráður, mun nákvæmari en menn
hafa verið að nota hingað til,“ segir
Guðlaugur og bætir við að þetta sé
mjög hagstæð lausn fyrir fyrirtæki
því einungis þarf að setja kerfið upp
og það er enginn aukakostnaður við
lagnavinnu. „Eftir að kerfið er kom-
ið upp þá sér það um sig sjálft.“
svanhvit@vbl.is
í þessari grein verður fjallað um
þrjú minna þekkt svæði á ftalíu,
Emilia-Romagna, Marches og Um-
bria. Þó að svæðin séu ekki eins
þekkt og Toskana eru þau engu
að síður með mjög ríka vínrækt-
unarhefð.
Emilia-Romagna svæðið:
Hver kannast ekki við hið fræga
Lambrusco? Þetta létt freyðandi,
ávaxtaríka og sæta vín, framleitt
úr Lambrusco vínþrúgunni, sem
hefur glatt Islendinga í mörg ár?
Venjulegt Lambrusco er ekki vín
til að taka mjög alvarlega, það á að
drekka ungt, létt kælt og í góðum
félagsskap fyrst og fremst. Það sem
flestir vita ekki er að það eru 4 DOC
svæði sem framleiða Lambrusco,
Lambrusco di Sorbora, Lambrusco
Grasparossa, Lambrusco Reggiano
og Lambrusco Salamino di Santa
Croce. Til eru mjög vönduð Lambr-
usco vín, sem eru framleidd til að
passa við ríkan mat sem er búinn
til á svæðinu. Það mætti segja að
besta leiðin til að þekkja Lambrusco
í góðum gæðum frá hinu venjulega
er að skoða lokið. Hágæða vínið hef-
ur kampavínstappa, með vír ofan
á til að tryggja að tappinn skjótast
ekki út. Venjulegt Lambrusco vín er
með screwtop loki. En jafnvel bestu
vínin eru ekki geymsluvín heldur
vín til að drekka ung og fersk. Hvít
Lambrusco eru búin til úr sömu
vínþrúgum og rauða og er einnig
ætlast til að sé drukkið ungt. Annað
frægt vín frá þessu svæði er Albana
di Romagna hvítvín. Vínið er búið
til úr Albana vínþrúgunni, og til
mikillar furðu flestra vínsérfræð-
inga var vinið fyrsta hvítvínið til
að fá DOCG stimpil árið 1986. Önn-
ur vín framleidd á svæðinu eru vín
úr Sangiovese vínþrúgunni í rauðu
og vín úr Trebbiano vínþrúgunni í
hvítu, vínin eru fyrst og fremst.góð
hversdagsvín
Marches svæðið:
Svæðið er best þekkt fyrir Verdicc-
hio vínin, hvítvín sem er átappað
og selt í flöskum sem heita amphora.
Vínið sjálft er létt og ekki ætlað til
geymslu. Einnig er til hvítvín fram-
leitt úr Trebbiano vínþrúgunni, sem
er frekar bragðlítið. Mestar vonir
eru bundnar í rauðvíninu Rosso
Conere, framleitt úr Sangiovese og
Montelpulciano vínþrúgum, vín
sem er bragðmikið, þungt og verður
betra með smá geymslu.
Umbria svæðið:
Þó Umbria sé með nokkur DOCG
svæði, er hvítvínið Orvieto án efa
best þekkta vínið. Orvieto er búið til
úr Trebbiano, Malvasia og Grechetto
vínþrúgum. Vínið sjálft getur verið
mjög flókið, sýruríkt og skemmti-
legt á allan hátt. Helstu rauðvíns-
svæðin eru Torgiano Riserva þar
sem framleitt er úr Sangiovese og
Canaiola vínþrúgum og einungis
einn vínframleiðandi og Sangrant-
ino svæðið sem býr til mjög góð rauð-
vín og sæt vín.
Stefán Guðjónsson - Sommelier
WWW.SMAKKARINN.IS
<Hs5&r
Stálpottasett á góðu verði
Brúðhjónalistar og gjafakort
búsáhöld
KRINGLUNNI
Sími: 568 6440 I busahold@busahold.is
CASTELLANICAMPOMAGGIO FRÁ ÍTRLÍU
NÓATÚN
MÆLIR MEÐ
CAMPOMAGGIO CHIANTI
CLASSICO DOCG.
Petta vín var ettt at þetm sem hlaut Gyllta glasió 2005 í veröflokki
1200 - 1500 kr. Blindsmakkað al noróurlandameistara vinþjóna.IH
Castellani föiskyldan kemur frá Flórens á Ítalíu og hefur haft mikil áhrif í borginni allt frá dögum Dante. Fjölskyl-
dan hefur átt vínekrur og gert vín í yfir 100 ár og hefur í gegnum tíðina öðlast mikla virðingu og skapað sér nafn
fyrir gæði og stöðugleika. í dag er Castellani rekið af þeim tveim bræðrum Pier Giorgio og Roberto. Castellani á í
dagyfir250 hektara af landi ÍToscana og að auki vinna þeir með bændum sem eiga aðra 1000 hektara. Fattoria di
Travalda, ÍToscana, er átöþþunarverksmiðjan þeirra og þar er geymslurími fyrirtækisins.
Á slðustu árum hefur Castellani haslað sér völl um alla ftalíu og bjóða nú uppá vín frá flestum héröðum landsins.
Á ftalíu notast víngerðarmenn við yfirgripsmikið gæðaflokkunarkerfi og Castellani er eitt fárra fyrirtækja sem
famleiðir vín í öllum flokkum, frá borðvínum til mjög dýrra gæðavína sen eru eingöngu seld á uppboðum.
Blanda úr Sangiovese og Canaiolo
þrúgum, vfnið er nýtískulegt með miklu
bragði af rauðum og svörtum berjum.
Geymt á franskri og amerískri eik í 12
mánuði. Vfnið góður fulltrúi nýja stflsins
frá Toscana, silki mjúkt - vín gerist
nánast ekki mýkra. Það er mjög fyllt
með litlu tannin og því er best að njóta
þess sem fýrst. Kjötrétta vín af bestu
gerð og hentar sérlega vel með
lambakjöti, ásamt því að vera gott partý
vín sem stendur eitt og sér.
Verð í Heiðrúnu og Kringluni 1490.-
Party vín, sem allir vilja
Skál og góða helgi.
Kv,Vínandinn Harry.
1
v V -f -I !
Hu
Baunir eru orLfulioÍtar scm eru sncisaíuÍltr af iiœrin í^rcf n11111
á liorð við trcfjar, prótein, Ualsíunt og' járn. bessi næring’arefni
l«kbak óieslcról, Íijálpa manni í Iiarállnimi vu) IijartasjúLilóma
Loitia jafnvægi á Ijlóðsylairinti.
Matar^crcJ með iiaiiiiuni er iiædi auávelci fjóloreyii, auk pess
ad vera ódýr
iaÖLi ao heilsLinni
IB^PUNZEL;
,ebaunir
Hvítar bauuir
Ufnmt rsclwfW.
Kjúklii
Llfrjtn i
[B6PUN2EL|
■
Kidney Bohnen
"hvr/harívi Goschmocfí •
tcster
I‘ r.viö í I jaróar!