blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 34

blaðið - 03.11.2005, Blaðsíða 34
42 I KVIKMYNDIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2005 blaöið f ^ ' "'BÖLVUM mmrnM' , HTHIA uaCXK m/raHnni % 9P itimmmtftr 'Anpemvir 'Fiolldvta ÍNollvt’k) j Jíiini’ ★ ★ ★ ★ ÍDESŒNT x ± Sýnd Kl. 8 og 10 hx 16 ár« Kl5:30,l«g 10:30 thom fiiq hWilmi D.0 400 kr. í bíó! Glldlr i allar sýnlngar merktar með rauðu mtmma m OKTOBERBIOFEST Pusher II * Sýnd kl. 6 Solkongen ♦ Sýnd kl. 8 Danskt tal í> Danskt tal Murderball * Sýnd kl. 6 Site Specific • Sýnd kl. 10 Enskttai Enskt tal Separate Lies * Sýnd kl. 8 Fakiren fra Bilbao * Sýnd kl. 10 Enskt tal/islenskur texti Danskt tal www.icelandfilmfestival.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 Sýnd í Lúxus kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára ■aaMNUaB ★ ★★★ ÖT SVMBl “MÉISTARASTYKKl”^ y H.E. Máliö ★ ★★★”/*% ★★★j4 SVMBL . -79 É&a Únited Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20 ■ Frá framleiðendum The Professional og La Femme Níkita Fjír beint á toppinn ÍUSA^^ Simply Red - Simplified: ★★ Ekki nógu gott Robbie Willliams - Intensive Care: ★★★ Skotheldur Robbie Það mun eflaust gleðja marga að- dáendur Simply Red að nýr disk- ur er kominn út. Diskurinn ber nafnið Simplified og rauðhærði jaxlinn syngur gömul og góð lög á „einfaldari hátt“ auk þess sem á plötunni eru nokkur ný lög. Simply Red hefur alltaf staðið fyrir sínu og lög eins og Holding back the Years, Fairground og So- mething got me started hafa fyrir löngu eignað sér stað í hjörtum að- dáenda og annarra. Á Simplified tekur Mick þessi góðu og gömlu lögin og fleiri með örlitlum breyt- ingum, í raun má bara segja að lög- in verði hreinni. Það er alltaf vand- kvæðum bundið að taka lög sem eru í uppáhaldi hjá svo mörgum og breyta þeim, útkoman verður nær alltaf verri en upprunalega útgáfan. Það gerist einmitt hér þó lögin séu á engan hátt slök, þau eru bara ekki nærri því eins góð og upprunalegu útgáfurnar. Ekki misskilja mig, Simply Red eru alltaf góðir, en þessi diskur er bara ekki eins góður og margir aðrir. Nýju lögin eru fjögur og þar stendur upp úr lag að nafni Perfect love sem er hressilegt og skemmti- legt lag. Hin þrjú lögin, A song for you, Smile og My Perfect love eru öll sæmileg, ekki mikið meira en það. I heildina er Simplified ágæt- is diskur sem aðdáendur Simply Red hafa eflaust einhverja ánægju af en aðrir sem vilja kynna sér þennan ágæta söngvara ættu frek- ar að líta til fyrri platna hans. svanhvit@vbl.is Peruskipti Smurþjónusta Rafgeymar’ FRAMLENGJUM íNOKKRA DAGA Þú færð heilsársdekk með 20% afslætti hjá Bílkó. Betri verð! Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Ég verð að viðurkenna að lengst af var mér afskaplega illa við Robbie Williams, mér fannst al- veg frábært að einhver rugludall- ur hafði kastað kókflösku í hann á sviði í Laugardalshöllinni og var eiginlega bara meinilla við manninn og þá tónlist sem hann sendi frá sér. Síðan fór ég að átta mig á því hvernig Robbie væri og þá sá ég snilldina í honum. Þrátt fyrir að vera óskaplega sykursæt- ur poppari sem syngur viðbjóðs- lega væmin ástarlög er hann í raun smá rokkari inn við beinið, þ.e.a.s. hann hegðar sér oft eins og rokkari. Robbie Williams ger- ir t.d. lítið í því að segjast vera listamaður og segir sjaldan að nú hafi hann gefið sig allan í texta- smíðina svo platan sé í raun hluti af honum sjálfum eins og margir popparar gera. Hann er i brans- anum til þess að „meika“ það og græða pening, að ekki sé talað um til þess að næla sér í grúppí- urnar sem nóg er af. Hann er að þessu til þess að skemmta sér. Ég verð samt að segja að ég skemmti mér ekkert svakalega þegar ég hlustaði á Intensive Care, hún er vægast sagt mjög hlustenda- og útvarpsvæn og mjög svo þægileg geislaplata. Það er auðvelt að hafa hana i bak- grunni þar sem strengjahljómur og afslappaður popptaktur fær að njóta sín. í sjálfu sér er ekkert eitt lag sem stendur upp úr en með góðu myndbandi og spilun í útvarpi getur hvaða lag sem er af disknum orðið að „hittara". Þetta er í raun skothelt gæða- popp og frábært fyrir aðdáend- ur snillingsins Robbie Williams, sennilega það besta sem finnst í útvarpspoppheimum þessa dag- ana. agnar.burgess@vbl.is Líkbrúður Tim Burton i bíó Kvikmyndin Tim Burton’s Corpse Bride verður frumsýnd á morgun en hún hefur verið í sýningu á kvikmyndahátíðinni OÍctóberfest síðustu daga. Hér er á ferðinni leikbrúðuteiknimynd og þeir sem ljá rödd sína í myndinni eru m.a. Johnny Depp, Helena Bon- ham-Carter og Emily Watson. Myndin er látin gerast í Austur-Evr- ópu. Victor (Johnny Depp) og til- vonandi brúður hans eru er á leið í brúðkaupið þegar hann sér manna- bein standa upp úr jarðvegi. Það er fingur sem vísar upp úr jarðvegin- um þannig að Victor setur giftingar- hringinn sinn á einn fingurinn bara uppá grínið. Fingurinn beinaberi til- heyrir myrtri konu sem lifnar til Hfs aftur sem uppvakningur og krefst hún þess að verða eiginkona Viktors að eilífu. Myrkur sögurþráður er oft einkennandi fyrir myndir Tim Bur- ton’s en hann er einmitt velþekktur fyrir frumleg efnistök.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.