blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöið Framtíðar miðbær Akureyrar kynntur Stefnt er að því að miðbær Akureyrar verði „lifandi vettvangur mannlifs og menningar“ samkvæmt tillögu stýrihóps um málið. Miðbærinn gæti því litið út eins og sést hér að ofan eftir nokkur ár. Leitast var við að taka tillit til skoðana íbúa á Akureyri og var í tengslum við vinnuna meðal annars haldið fjölmennt íbúaþing um máhð. „Reynt að svæfa krónuna" A morgunverðarfundi Lýsingar f gær um stöðu gengismála var gerð tilraun til að svæfa íslensku krónuna. Það var Hjörleifur Valsson, fiðlusníllingur sem gerði þessa nýstárlegu tilraun. Tilgangurinn var að vekja athygli fundargesta á tónleikum til styrktar Barna og unglingageðdeildar f lok mánaðarsins. SEKSY kvenmannsúr með Swarovski kristöllum og skífu úr ekta grænni perlumóðurskel. Einfalt að minnka eða stækka að vild. Útsölustaöir: Jens Knnglunni • Gilöert úrsmiður Laugavegl 62 • Helgi Sigurösson úrsmiöur Skólavöróustig 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflavfk • Guömundur B. Hannah úrsmiður Akranesi • Ura- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi Borgarstjórn Alfreð mun ekki gefa kost á sér Hœttir eftir að hafa verið skipaðurformaður nýrrarframkvœmda- nefndar um hyggingu nýs hátœknispítala. Alfreð Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar, tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í kosningum næsta vor. Tilkynning Alfreðs kom i framhaldi af annarri þess efnis að hann hefði verið skipaður formaður nýrrar fram- kvæmdanefndar um byggingu nýs hátæknispítala. „Ég er búinn að vera borgarfull- trúi samfellt í 12 ár í meirihluta. Það er ansi góður tími“ sagði Alfreð þegar Blaðið ræddi við hann í gær. „Ég mun ljúka kjörtimabilinu, halda áfram sem forseti borgarstjórnar og sinna störfum mínum sem stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavikjur fram á vor“ segir hann ennfremur. Kvíði ekki nýju verkefni Alfreð segir að hið nýja verkefni sitt sé risavaxið en hann kvíðir því ekki að takastávið það. „Ég er ekki óvanur að fást við stór verkefni. Orkuveitan hefur verið i uppbyggingu á orkuverum, bæði á Nesjavöllum og Hellisheiði auk þess að vera nýbúin að byggja nýjar höf- uðstöðvar. Þó hátæknisjúkrahús og virkjanir séu ólíkar eru þetta hvoru tveggja flókin mannvirki og vanda þarf til verks“ segir Alfreð. Þýðingarmikið afl í borginni Eins og kunnugt er virðist Sjálfstæðis- Alfreð mun kveðja borgarstjórn í vor. Seg- ist ekki Ifta þannig á að hann sé að flýja sökkvandi skip. flokkurinn hafa sterka stöðu í Reykja- vík um þessar mundir. Ennfremur virðist staða Framsóknarflokks að sama skapi veik, en fylgi þeirra mæl- ist lítið í hverri skoðanakönnun á fætur annarri. „Ég er þeirrar skoðunar, og tel mig geta talað af reynslu, að lítið sé að marka skoðanakannanir eins og þær mælast í dag. Það má búast við gjör- breyttu landslagi i febrúar og mars, þegar Hnur í borginni fara að skýrast" segir Alfreð og bætir við að hann telji að flokkurinn eigi mikið inni fyrir næstu kosningar. En er hann að flýja sökkvandi skip? „Nei, ég lít ekki svo á að Fram- sóknarflokkurinn sé sökkvandi skip. Ég held að þegar menn átta sig á því hvað borgarfulltrúar fokksins hafa áorkað í samstarfinu munu menn gera sér grein fyrir hversu flokkur- inn er þýðingarmikið afl í borginni" segir Alfreð. Hann gerir ráð fyrir að flokkurinn muni fá 1 til 2 fulltrúa í komandi kosningum. Hvað arftaka hans í efsta sætinu varðar vill Alfreð lítið gefa út á það. Hann bendir á að prófkjör muni fara fram í janúar næstkomandi og að hann geri ráð fyrir að hæft fólk muni veljast á list- ann. Aðspurður að því hvort hann muni styðja einhvern sérstakan til að taka við af sér segir hann það allt of snemmt að ræða um það. Kveður með söknuði Eins og áður segir hefur Alfreð nú setið í meirihluta borgarstjórnar i 12 ár. Hannn hefur þó komið lengur að borgarmálum eða allt frá áttunda áratugnum. Hann segst það blendnar tilfinningar að hverfa úr borgarmálunum enda hafi hann þar eignast góða vini á þeim langa tíma sem hann hafi sinnt borgarmálunum. Ný verkefni muni hinsvegar þýða að hann hafi nóg fyrir stafni á komandi misserum. | ‘Brácfum ííoma bCessuð íóCín .. Gefðu hlýja jólagjöf, gefðu Janus ullarföt! # Opið 10 - 18 í dag Fylgjum jólaopnunartíma Laugavegs Barónsstíg3 101 Reykjavík s.552-7499 Dregið hefur úr útblástursmeng- un bfla á undanförnum árum þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað um helming á sama tíma. Ný skýrsla um mengutt kynnt á Umhverfisþingi: Fleiri bílar - minni megnun Útblástursmengun bíla á íslandi hefur minnkað á undanförnum árum þrátt fyrir að bílum á hverja þúsund íbúa hafi fjölgað um u.þ.b. helming á landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var á Umhverfisþingi sem hófst í gær. Þessi þróun er einkum rakin til framfara í hönnun og smíði bíla og bílvéla. Bæði nýta vélarnar eldsneytið betur núna en áður og mengunarvarnarbúnaður bíla hefur batnað. Einnig skiptir miklu máli að bensín er hreinna nú þar sem nánast ekkert blý er lengur í því og mun minna af brennisteini en áður. Eftir að sölu blýbensíns var hætt hér á landi hefur stórlega dregið úr blýmengun og mælist hún vart lengur. Ennfremur hefur stórlega dregið úr brennisteinsmengun og útblæstri natríumoxíðssambanda. Mest er gert úr svifryksmengun í skýrslunni en hún er öðru fremur rakin til notkunar nagladekkja. Skipuð hefur verið nefnd til að kanna hvort unnt sé að draga úr slikri mengun í andrúmslofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.