blaðið - 19.11.2005, Síða 10

blaðið - 19.11.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö VETUR $ SUZUKI ...er lífsstill! SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. www. suzukibilar. is Annan heimsækir skjálftasvæðin Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti jarðskjálfta- svæðin í Kasmírhéraði í Pakistan í gær til að vekja athygli á hörmu- legum aðstæðum fólks þar og sárri þörf á auknum fjárframlögum. Aðeins lítið brot þeirra 550 milljón Bandaríkjadala sem Sameinuðu þjóðirnar fóru fram á til hjálpar- starfsins hafa skilað sér. Annan flaug ásamt Pervez Musharraf, for- seta Pakistans, í þyrlu yfir hinar ömurlegu tjaldbúðir í Muzaffarabad þar sem þúsundir fjölskyldna þurfa að hírast. Annan sagði að hann hefði orðið Pervez Musharraf, forseti Pakistans, leiðir Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, um jarðskjálftasvæðin í borginni Muzaffarabad. fyrir tvenns konar hughrifum af því semhannsá. Það hefði valdið honum depurð að sjá öll húsin sem hefðu eyðilagst og þyrfti að endurbyggja en samvinna og staðfesta fólks hefði vakið hjá honum hrifningu. Meira en 73.000 manns fórust í jarðskjálftanum í Pakistan og um hálf milljón manna missti heimili sín. Alls er talið að skjálftinn hafi haft áhrif á 3,3 milljónir manna í Kasmír og í héruðum við landamærin í norð- vesturhluta landsins. Þar er enn brýn þörf á matvælum og húsaskjóli en oft er engin leið að koma vistum á svæðin nema með þyrlum. ■ Castro segist vera við hestaheilsu Fiedel Castro, forseti Kúbu, ræddi við nemendur Háskólans í Havana í rúmar fimm klukkustundir og sagðist meðal annars vera við hestaheilsu. Slæm meðferð áföngum í írak: Farið fram á alþjóðlega rannsókn Louise Arbour, yfirmaður mannréttindamála hjá Sam- einuðu þjóðunum, fór í gær fram á alþjóðlega rannsókn á aðstæðum í íröskum fangelsum eftir að fram komu ásakanir um slæma meðferð á föngum í leynilegum fangageymslum innanríkisráðuneytisins. Ríkisstjórn Iraks hefur þegar tilkynnt að hún muni láta gera eigin rannsókn á málinu. Arbour telur aftur á móti rannsókn íraskra yfirvalda ekki nægja meðal annars í ljósi umfangs málsins og mik- ilvægis þess að almenningur geti treyst rannsókninni. Að hennar mati myndi alþjóðleg rannsókn gera yfirvöldum kleift að taka á málinu á óvilhallan og hlutlausan hátt. Stjórnmálamenn úr röðum súnníaraba hafa einnig farið fram á alþjóðlega rannsókn á ásökunum um að stríðs- menn úr röðum sjítamús- lima sem hafa tengsl við innanríkisráðuneytið hafi staðið að baki pyntingum og slæmri meðferð á föngum. I fangageymslum inn- anríkisráðuneytisins sem uppgötvuðust fyrir skömmu voru 173 vannærðn fangar, jafnt unglingar sem fullorðnir menn. Sumir þeirra höfðu sætt hörðum barsmíðum og báru ummerki um pyntingar. Fiedel Castro, forseti Kúbu, gerir lítið úr sögusögnum um að heilsu hans fari hrakandi og lýsti því yfir á fimmtudag að hann hefði það „betra en nokkru sinni fyrr“. Á fundi með nemum í háskólanum í Havanaborg lofaði hann þó að hann myndi víkja sæti ef hann yrði of veikur til að stjórna landinu. Bandaríska leyniþjónustan sagði í vikunni að gögn bentu til að Castro væri líklega haldinn Parkinson-sjúkdómnum. Slíkar tilgátur hafa reyndar verið á kreiki lengi en Castro vísar þeim alfarið á bug. „Mér stæði á sama þó að ég væri með Parkinson- sjúkdóminn, páfinn (Jóhannes Páll II) var með hann,“ sagði Castro og sýndi nemendum útréttan handlegg sinn. I gegnum tíðina hafa menn talið að forsetinn væri haldinn ýmsum sjúkdómum en engar tilgátur hafa verið staðfestar. Castro sem er nærri áttræður hefur verið forseti Kúbu í 46 ár. Væntanlegur arftaki hans er Raul bróðir hans sem er fimm árum yngri. ■ I Skólavörðustíg 21 a Niálsgötumegin S. 551 4050 Til sölu Porsche Cayenne S árgerð 2004 Glæsilegur bíll, 4,5L vél, 340 hestöfl. Ekinn 50.000 km. Einstaklega vel meðfarinn, hlaðinn aukahlutum, m.a.:20" álfelgur, Bose digital hljóðkerfi ,sóllúga, leður,toppbogar,litað glerog rafmagn íöllu. í bílnum er 200 þús. kr. Passport radarvari með þremur skynjurum. Verð aðeins 6.250.000 Bein sala. Upplýsingar í síma 616-7304

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.