blaðið - 19.11.2005, Page 28

blaðið - 19.11.2005, Page 28
28 I TÍSKA LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 biaöiö Klassískur klœðaburður hjá konum í dag - svarti liturinn í hávegum Það sem af er hausti hefur svartur og aðrir dökkir litir verið mjög áberandi og svo virðist ætla að vera áfram. Það þarf engan að undra að svarti liturinn skuli vera hvað vinsælastur, enda er þetta sí- gildur litur sem ryður sér til rúms á þessum árstíma ár hvert. Hvort sem um ræðir buxur, kjóla, peysur, boli, jakka eða úlpur - svartur er hvað vinsælastur um þessar mundir og þekur hvað mest af fataskáp þeirra sem klæðast vilja því sem trónir á toppnum hverju sinni. Allessandro Dell'a Á tískupöllum heimsborganna gefur að líta föngulegar fyrirsætur í fallegum, klassískum klæðum þar sem svartur er hvað mest áberandi. Þessi sígildi litur klæðir flestar konur og hægt er að setja saman hinar ýmsu samsetningar þegar svartur er hafður að leiðar- ljósi. Þá er ekki úr vegi að brjóta upp klassískt „dressið" með klút, hálsmeni eða öðru þvíumlíku í einhverjum lit, en fæstar vilja nú vera alveg svartar frá toppi til táar. Fyrir þær sem vilja fara á stúfana og fjárfesta í nýjum fötum er algjör nauðsyn að eignast í það Ann Demeulemeester minnsta eina svarta kápu, svarta eða dökka úlpu og nóg af bolum og peysum í svipuðum tón. Maður getur notað svartan og aðra dökka liti við hvaða tilefni sem er og þar fyrir utan passa þessir litir við flest allt. Eins og áður sagði getur svo verið sniðugt að blanda saman léttum litum svo að „dressið“ verði ekki of alvarlegt. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því besta frá færustu tískuhönnuðum heims- ins í dag, en þeir leggja mikla áherslu á svarta litinn. halldora@vbl.is Celine Hinn þekkti danski rithöfundur, Irma Lauridsen verður í IÐU við Lækjargötu í dag kl. 14 -16.30. Lesið verður úr nýútkominni bók Irmu, Hið óþekkta, og einnig úr barnabók hennar, Hundurinn sem átti að verða stór. Irma áritar og svarar spurningum. Túlkað. Frábær tilboðsverð á bókunum! DriesVan Noten Rochas Vandevorst Hermés Kokosalaki Stella McCartney fyrir menn á öllum aldri Hagkaup, apótekum og snyrtivörudeildum víðsvegar um landið.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.