blaðið - 19.11.2005, Page 32

blaðið - 19.11.2005, Page 32
32 I HEIMILI LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaöiö Notalegt heimilisráð ogskemmtileg dœgrastytting Fallegar einnota laufsápur Fallegar ein- nota sápur Lituð lauf- blöð á stilk Flestir leita löngum góðra leiða til að færa náttúruna og jafnvel haustið inn á heimilið. Ekki er verra ef hægt er að sameina það gæðastundum með fjölskyldunni. Hægt er að samræma þetta tvennt með sápugerð sem er í senn auðveld og skemmtileg. Heimatil- búnar sápur lykta vel ásamt því að líta frábærlega út og heimilið ilmar af náttúru og hausti. Þessar sápur eru litlar og huggu- legar eftir því og nægja því einungis í einn handþvott. Eftir það má bara henda sápunni. Þær líta auk þess frábærlega út í skál, nokkrar saman. Það er því um að gera að skella sér út í búð og kaupa í nokkrar fallegar sápur. Fyrst ber að verða sér úti um nokkur haustlauf, þau þurfa að vera gervi og vera með fastan lit svo hann renni ekki til þegar laufblöðin kom- ast í návígi við sápuna. Þetta verður að vera alveg á hreinu. Byrjið á því að klippa laufin af stilknum. Síðan skal skera sápuna í litla bita og bræða hana í örbylgjuofni þar til hún er orðin að vökva. Bætið við góðri ilmolíu og hrærið mjög vel. Eftir að ilminum hefur verið bætt við uppskriftina er kominn tími til að bleyta laufblöðin. Það er mjög mikilvægt að sápan sé mjög vökvakennd en ef svo er ekki þá þarf hún lengri tíma í ör- bylgjuofninum. Notið tangir til að dýfa laufblöðunum ofan í sápuna og hafið þau þar í ío sekúndur eða svo. Fjarlægið laufblöðin og leyfið um- framsápunni að leka af laufblaðinu. Látið laufin á hreinan vaxpappír og leyfið þeim að kólna. Þegar lauf- blöðin eru orðin köld má plokka þau varlega af pappírnum. Setjið sáp- urnar í fallega skál við vaskinn. Ef- laust tekur það einhvern tíma fyrir heimilisfólk og gesti að átta sig á að þetta eru einnota sápur enda ekki mikið um slíkt. En þetta er án efa til prýðis fyrir heimilið auk þess sem þetta er skemmtileg dægrastytting fyrir alla fjölskylduna. Hjónarúm 180x200 cm Verð frá kr. 160x200 cm Hjá okkur er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þú velur það sem þér hentar: Springdýnur, tvöfaldar fjaðradýnur, sérhannaðar sjúkradýnur með varmaklæðningu eða Super deluxe og Grand deluxe springdýnur gjgj með tvöföldum mjúkum yfirmottum. Sælurúm ■ Sængurfatnaður og fylgihlutir Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, lök, dýnuhlífar, náttborð, kommóður og margt fleira. án fylgihluta Sérhæfing í framleiðslu og hönnun springdýna, Daishrauni 8 220 Hafnarfirði Sími: 555 03 97 Fax: 565 17 40 www.rbrum.is 125 grömm ljós sápa Ilmolía að eigin vali Töng Vaxpappír Falleg skál Best er að nota falleg og litrík lauf- blöð. Sápurnar koma einkar vel út í skál við hlið vasksins. Gott að vita fyrir baksturinn Ef smákökudeigið er of mjúkt og erfitt að höndía það getur verið gott að strá hveiti á bökunar- pappír, vefja honum um deigið og hnoða saman þar til það er nægilega þykkt. Istað þess að dýfa hönd- unum í hveiti áður en deig er hnoðað getur verið gott að bleyta þær í staðinn með ólífuolíu. Þó hveiti dugi vel til að forða deiginu frá því að fest- ast við fingur hnoðarans getur óhófleg notkun þess gert deigið of þurrt. Ólífuolían forðar deig- inu frá því að hanga á höndum hnoðarans, hefur engin áhrif á deigið og virkar auk þess sem náttúrulegt rakakrem. Ef gera á myndasmá- kökur í skemmtilegum formum er gott að dýfa skapalóninu í hveiti áður en því er beitt og lyfta afskurðinum með löngum, þunnum spaða. Sé sá háttur hafður á aukast lík- urnar á því að kökurnar verði réttar í laginu. Einnig er gott að deigið sé vel kælt, auk þess sem vel getur virkað að bleyta skapalónin með smá olíu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.