blaðið - 19.11.2005, Side 34

blaðið - 19.11.2005, Side 34
34 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 blaAÍA Ný plata Nylon leggst vel í landann Stúlknasveitin Nylon hefur í nógu að snúast þessa dagana. Á dög- unum kom út önnur breiðskífa þeirra, Góðir hlutir, en platan virðist falla landanum vel í geð og trónir nú á toppi íslenskra sölu- lista. í dag heldur hópurinn út- gáfutónleika í Loftkastalnum þar sem aðdáendum gefst tækifæri til að berja stúlkurnar augum og fá afrakstur vinnu þeirra beint í æð. Þá standa vonir til að færa út kví- arnar og herja á erlendan markað, en flokkurinn hefur vakið athygli í Bretlandi og mun platan koma út þar innan tíðar. Blaðið náði tali af þeim Ölmu Guð- mundsdóttur og Klöru Ósk Elías- dóttur þrátt fyrir miklar annir hjá þeim stöllum, en blaðakona varð þó að láta sér það lynda að spjalla við þær á hárgreiðslustofunni Hár- beitt þar sem þær voru í klippingu. Það kann að hafa komið öðrum við- skiptavinum hárgreiðslustofunnar spánskt fyrir sjónir að sjá þær Nylon stúlkur í stólnum ásamt því að vera í viðtali, en þær létu það ekki á sig fá og spjölluðu um lífið, tónlistina og væntingar Nylon... „Það er mikil spenna og tilhlökkun fyrir tónleikana á morgun. Við erum samt þannig að aðalspennan kemur svona korteri áður en við förum á svið. Þetta getur verið voða mikið stress - það er í raun ekkert tilbúið fyrr en á „general" prufu og þá fyrst getum við andað léttar. Þá fyrst treystum við því að þetta muni smella.“ - Er mikill áherslumunur á nýju og gömlu? „Jú, við lögðum miklu meira í þessa og eyddum meiri tíma í hana. Við náttúrulega erum búnar að þroskast mikið tónlistarlega séð á þessum tíma og þorum meira að skipta okkur af,“ segir Alma og Klara tekur undir það. „Svo má kannski taka það fram að Alma á tvö lög á plötunni, sem er að sjálf- sögðu mjög gaman.“ Stelpurnar segja samstarf þeirra ganga vel enda sé mikilvægt að hafa mannleg samskipti og annað í góðu lagi þegar unnið er svona náið saman. „Það þarf fyrst og fremst u m burð- a r - lyndi. Þ a ð er eigin- lega ekki hægt að út- skýra hversu mikill skóli það er að vinna svona náið með einhverjum. Það er óhjákvæmilegt að vera ofan í hvorri annarri í svona vinnu, við þurfum stanslaust að vera að hringja okkar á milli og stilla saman streng- ina,“ segir Alma og Klara bætir við að mikilvægt sé að geta sagt allt við hvora aðra. „Við náttúrulega reynum að draga fram það góða í hver annarri en auðvitað drögum við líka fram það slæma. Það koma eðlilega upp leiðindi en við erum alveg nógu klára til þess að leysa það um leið.“ Söluhæstar eftir fyrstu vikuna Nýja platan, Góðir hlutir, kom út 8.nóvember síðastliðinn og síðan hefur flokkurinn rokið upp á topp sölulistana. Þær stöllur segja gengið vonum framar enda hafi þær eðli málsins samkvæmt ekki þorað að búa sér til skýjaborgir varðandi sölu og móttökur. „Þetta er náttúrulega æðislega gaman og skiptir miklu máli fyrir okkur. Við gerðum okkur engar vonir um þetta og þar af leiðandi er þvílíkt gaman að sjá afrakstur vinnunar á þennan hátt,“ segja þær og taka undir að gott gengi sem þetta gefi þeim svo sannarlega byr undir báða vængi fyrir áframhald- andi vinnu. „Þegar gengur svona vel finnst manni alveg þess virði að þurfa að vakna eldsnemma á morgn- ana til þess að sinna þessu - þetta verður miklu skemmtilegra og við verðum jákvæðari.“ En nú hafa verið sögusagnir á kreiki þess efnis að þið séuð að fœra út kvíarnar og halda út fyrir landsteinana? „Já, það virðist eitthvað ætla að gerast eftir áramót. Það hefur lengi vel staðið til að gera eitthvað í Bret- landi en nú er svo komið að hlutirnir eru farnir að skila sér. Margir hafa komið að vinnunni. Þannig að nú erum við komnar með sambönd hjá fólki sem virkilega getur gert eitthvað fyrir okkur. Við munum gefa út lag þarna úti og svo kemur bara í ljós hvað gerist. Auðvitað er það draumur allra að ná árangri á erlendri grundu og það er í raun nóg fyrir okkur að vera bara til tals þarna þó svo að ekki sé meira, að við séum virkilega komnar á það stig að það liggi fyrir að veita okkur þetta tækifæri," segja þær en taka undir að það sé afar sér- stök tilfinning að vita af fólki í öðru landi sem hefur það að atvinnu að sinna málum þeirra. „Jú, það er mjög spes - og það reyndar segir manni að við hljótum að vera að gera eitthvað rétt.“ Stelpurnar segjast vera afar heppnar með umboðsmann í Bret- landi, en sá er fyrrum umboðs- maður stúlknahljómsveitarinnar (»EAS L\Vcam\ Ljúffeng máltíð í stöng! fyrir' úns kpnuT fynr © JMiiftnett' fw* nfwnrr. Ninari upptýúngar fást á www.Mft.ls Rétt hlutföll næringarefna. Atomic Kitten sem náð hefur góðu gengi undanfarin ár. ,,Hann er algjör snill- ingur og fer með hlutina alla leið, hann kann virkilega að spila úr því sem hann hefur. Einar er náttúrulega búin að gera allt til þess að koma okkur þangað - hann fer allar réttu leiðirnar og heldur rétt á spöðunum.“ Þannig að Einar Bárðason ber nafn með rentu sem „umboðsmaður íslands"? „Já, hann veit algjörlega hvað hann þarf að gera og hann gerir það bara. Hann nær einhvern veginn alltaf takmarkinu sínu. Hann ber sko sannarlega nafn með rentu - við gáfum honum einmitt bikar á brúð- kaupsdaginn hans fyrir umboðs- mann ársins. Við erum náttúrulega svo þakklátar fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkar hönd,“ segir Alma og Klara tekur undir það og bætir við að ef verkefni þeirra takist sannist það enn frekar hversu góður Einar sé í sínu starfi. „Ef okkur á eftir að ganga vel úti þá undirstrikar hann það ennþá meir hvað hann er fær - það væri auðvitað rosaleg landkynning.“ J J .......................................... Auðvitað erþað draumur allra að ná árangri á erlendri grundu og það er í raun nóg fyrir okkur að vera bara til tals þarna þó svo að ekki sé meira, að við séum virkilega komnar á það stig að það liggi fyrir að veita okkur þetta tækifæri" Stoltar af því að vera íslenskar Aðspurðar um áherslur þegar herjað verður á erlendan markað, segjast þær vilja gera mikið úr því að koma frá íslandi. Klara segir það eitt af aðalatriðunum að einblína á hvaðan þær koma og kynna nánar land og þjóð. „Okkur langar að gera sem mest úr því að við séum islenskar. ísland er búið að vera svolítið í tísku núna og þess vegna er þetta ef til vill mjög góður tími fyrir okkur að fara út fyrir landsteinana." Nylon hefur stimplað sig vel inn á íslandi og eru fyrir löngu orðnar fyr- irmyndir ungu kynslóðarinnar. Þær segja þetta jákvæða pressu þó svo að þær þurfi ekki að leggja sig mikið fram til að standast væntingarþeirra sem líta upp til hljómsveitarinnar. „Við erum mjög heppnar og höfum ekki þurft að breyta miklu til þess að standast stimpilinn sem fyrirmyndir. Við erum við sjálfar, högum okkur vel og reynum að vera kurteisar. Það eru engir villingar í þessari grúppu!“ segja þær hlæjandi. „Það er líka ofboðslega gaman að svona sé lagt á mann - það er æðis- legt að sjá litlar stelpur apa eitthvað eftir manni og það gefur okkur mikið." Þegar Alma og Klara eru beðnar um að líta yfir farinn veg og henda reiður á það sem er hvað merkilegast við vinnuna í kringum Nylon segja þær margt standa upp úr. „Þetta er náttúrulega voðalega fjölbreytt og það er margt sem verið hefur mjög skemmtilegt. Það er kannski aðallega félagsskapur- inn - við kynnumst svo mörgum í kringum þetta allt saman og erum í kringum mikið af fólki. Svo er æðis- legt þegar okkur tekst að láta gott af okkur leiða, t.d. þegar við söfnuðum hálfri milljón fyrir styrktarfélag krabbameinsjúkra barna. Við erum virkilega ánægðar með að vera í þeirri stöðu að hafa getað gert það og það gaf okkur mjög mikið.“ segja þær að lokum með bros á vör áður en þær halda í Loftkastalann á æf- ingu fyrir tónleikana. halldora@vbl.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.