blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 14
blaðið— Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. VIÐ ÁRAMÓT Pað tíðkast að líta yfir farinn veg um áramót og freista þess að meta árangur og afrakstur. Um leið er mönnum hollt að rifja það upp, sem miður hefur farið, þó ekki væri nema til þess að læra af mistökunum. Það á nefnilega við nú sem endranær að þeir, sem ekki þekkja söguna, eru dæmdir til þess að endurtaka hana. Á árinu, sem er að líða, hefur verið lygnara á vettvangi stjórnmála en næstu ár á undan, en undir hafa kraumað víðtæk átök í viðskiptalífinu, sem raunar teygja sig inn á hið pólitíska svið á margan hátt og hafa smit- ast yfir í daglega umræðu þjóðarinnar. Heiftin í þessum átökum hefur öðru hverju blossað upp á fremur ógeð- felldan hátt, ekki síst í tengslum við deiluna miklu um dagskrárvaldið, hlutverk fjölmiðla, áhrif eigenda þeirra og hvort þeim sé beitt fyrir þennan vagninn eða hinn. Þessar deilur verða tæpast felldar í bráð, til þess eru hagsmunirnir of miklir. Eins verður hluti þeirra útkljáður í rétt- arsölum fremur en í opinberri umræðu, þó málsaðilar kunni að kjósa síðarnefnda kostinn. Hvernig sem það allt fer veit enginn, en hitt er ljóst að heiftin hjálpar engum og er þvert á móti öllum til skaða. Hinar djúpstæðu deilur íslands snúast fyrst og fremst um völd og vald- mörk. Davíð Oddsson, sem kvaddi stjórnmálin á árinu, vann það þjóð- inni helst til heilla á ferli sínum, að minnka völd hins opinbera. Um leið myndaðist tómarúm, sem viðskiptajöfrarnir hafa keppst um að fylla og jafnvel seilst enn lengra. I fyrra var deilt hart um fjölmiðla og völd, sem lyktaði með því að forseti Islands tók sér vald, sem enn er óljóst hvort hann í raun hafi. Nú á síðustu dögum höfum við svo horft upp á skrípa- leik um launakjör þingmanna, sem vilja ekki ákveða eigin laun, en vilja samt ákveða þau, án þess þó að þurfa að ákveða þau. Er furða þó þjóðin klóri sér í höfðinu? En á sama tíma hefur íslensk þjóð aldrei í 1131 árs sögu sinni lifað aðra eins velmegunartíma. Við höfum þess vegna fágætt tækifæri til þess að nota tímann til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Menn kappkosta að verja sig fyrir efnahagslegum skakkaföllum framtíðar, en væri ekki ráð að huga að skiptingu valdsins, mörkum þess gagnvart almenningi og skefjum auðvaldsins? Þá gæti nýtt ár fært okkur aukna gæfu um ókomin ár. Að því sögðu óskar Blaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á stofnári sínu. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsi ngadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Alla virka daga milli 14 og 17 5103744 blaöiö 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 ! blaöiö Niður með fátæklingana! Kúgaðufé úrkotungi svo kveini undanþér almúg... ...var einhverntíma ort í orða- stað sýslumanns á Burstafelli en á í raun og veru við um harðdræga yfirstéttarkóna á öllum tímum. Eftir að sósíalisminn er góðu heilli svo gott sem dauður og graf- inn fer því miður minna fyrir því að einhverjir haldi almennilega á lofti hagsmunum lágstéttanna í landinu, hinna lægstlaunuðu. Sumpart er mest í tísku að tala um öryrkja og í vaðlinum gleym- ist að horfa til launa þeirra sem halda öllu batteríinu á floti, jafnt örorkubótum og þingfararkaupi. Það eru hinar vinnandi stéttir. Hvað gerir verkafólkið... En hvað gerir svo þetta stritvinnu- fólk sem hefur lægstu launin, nú á tölvuöld þegar allt er að verða sjálfvirkt? Jú, það stendur við færiböndin þar sem pulsur og marmelaði verða til og stýrir þar sjálfvirkninni. Það skúrar. Það bardúsar með fisk á sjó og í landi. Það afgreiðir mjólkurlítrann og allt sjéríósið í búðunum. Tekur upp kartöflur. Það sér um að tappa gosi á flöskur og konfekti í kassa. Það mjólkar kýr. Og hvar sem við horfum á þetta fólk getum við spurt okkur hvort það sé forsvaranlegt að þetta fólk skuli ekki fá hærri laun? Um hvað eru þeir að tala loft- ungur neytendasamtakanna og annarra sjálfsskipaðra talsmanna fátæka fólksins? Jú, lækkum verðið á öllu því sem fátæka fólkið framleiðir. Gengisfellum allt sem það gerir. Það verður svo gott fyrir barnmargar fátækar ein- stæðar mæður. Stundum dettur mér í hug að Björn Pétursson á Burstafelli og hans jafningjar á 17. öld hafi ef eitthvað er verið heið- arlegri í sinni fyrirlitningu á fá- tækri alþýðu heldur en allir þeir sem í dag tala fyrir skefjalausri alþjóðavæðingu og frelsi, fátæk- lingunum til handa og hagsbóta. I raun og veru eru þeir að hrópa: Niður með fátæklingana. Góð lönd eru dýr, vond eru ódýr Þetta er það sem máli skiptir þegar Bjarni Harðarson við viljum sífellt bera okkur saman við hin dásamlegu útlönd. Stað- reyndin er að þar sem verðlag er lægra fer samt jafnstór eða stærri hluti heimilistekna verkafólks til matarkaupa heldur en í okkar dýra landi. Allir sem hafa til útlanda, eða jafnvel bara séð þangað í gegnum sjónvarpið vita að því dýrari sem lönd eru því betri eru kjör lágstétt- anna. Það er vont þjóðskipulag þar sem lágstéttirnar lepja dauðann úr skel. En í slíkum löndum eru allar frumþarfxr líka ódýrar. Samt stynja mannkynsfrelsarar eins og Jónas Bjarnason efnafræð- ingur sem skrifaði nýlega hér í blaðið og hafði á orði fáfræði undirritaðs um verðlag landbún- aðarafurða. Stynja þessari gamal- kunnu tuggu, það er dýrt að vera íslendingur og láta svo að því liggja að þeir geti leyst vandann. Jónas bendir á fáránlega mið- stýringu í landbúnaðinum og hátt verð á kvóta og ég get tekið undir hvert orð þar. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að brjóta eigi upp kvótakerfi í mjólk og koma á aukinni innanlandssam- keppni í afurðasölu. Það má líka skoða alvarlega milliliðakostnað og samkeppni á smásölumarkaði. Lækka matarskatta ef það bitnar ekki á almennri velferðarþjón- ustu. Sömuleiðis að minnka tolla og vörugjöld þar sem það ekki steypir heilu atvinnugreinum landsmanna í voða. En þetta er allt saman aukaatriði sem munu aldrei breyta því að það er dýrt að lifa í góðu landi, ódýrt í vondu. Það rétta er að það er dýrt að lifa í samfélagi þar sem allir fá sæmilega sanngjarnt endurgjald sinnar vinnu. Ef eitthvað er mættu lágstéttir Islands selja sína vöru hærra verði en þær gera. Ef það yrði til þess að jafna kjörin í landinu þá skulum við taka því fagnandi og horfa stolt framan í alþjóðasamfélagið svo lengi sem alþýða landsins býr við mannsæmandi kjör. Höfundurer ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Pau voru óvænt um- skiptin ( brúnni hjá 365 miðlum í gær. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gekk til liðs við Baugsmiðlana og er ætlað að koma rekstri þeirra í betra horf, en gegndarlaus uppbygging Gunn- ars Smára Egilssonar mun engan veginn hafa skilað sér á þann hátt, sem vonast var til í bókhaldinu. Ari er ekki alls ókunnur fjöl- miðlum, því hann var ritstjóri Viðskiptablaðs- ins um skamma hríð 1998-1999- Þá er rétt að minna á að Ari var nefndur sem hugsanlegur ritstjóri Morgunblaðsins við hlið Styrmis Gunnarssonar. En Moggi missti af Ara f ritstjórastól meðan 365 eignuðust nýjan og betri baunateljara. Um leið verður að teljast ólfklegt að Ari fari á ný út (pólitík. Einn dyggasti stuðn- ■ ingsmaður Óskars I Bergssonar f Hps prófkjöri framsóknarmanna M í Reykjavík er Þorsteinn Hún- H J& bogason,eiginmaðurSivjar Friðleifsdóttur, hins metnaðarfulla fyrrverandi umhverfisráðherra. Þeir félagar lögðu mikið undir í prófkjörinu í Kópavogi á dögunum, en þar studdu þeir með ráðum og dáð framboð Unu Maríu Óskars- dóttur, varabæjarfulltrúa, varaþingmanns og fyrrverandi aðstoðarmanns Sivjar meðan hún var ráðherra. Þar höfðu þeir þó ekki erindi sem erfiði eins og frægt er orðið. En nú hefur spjótunum sumsé verið beint að borginni fyrir manninn, sem Siv skipaði sem formann hinnar alræmdu Samvlnnunefndar um sklpulag miðhálendisins. Brotthvarf Oktavíu Jóhannesdóttur, bæjarfulltrúa á Ak- ureyri, úr Samfylkingunni þykja tfðindi nyrðra og raunar á landsvfsu líka. Hún gekk í Sjálfstæðisflokkinn milli jóla og nýárs en um leið þurrkaðist Sam- fylkingin út úr bæjarstjórn, þó Oktavfa og meirihlutinn sýni raunar það veglyndi að krefj- ast ekki endurkjörs í stjórnkerfi bæjarins, sem hefði gert Samfylkinguna fullkomlega áhrifa- lausa I höfuðstað Norðurlands. Það verða þó vafalaust margir boðnir og búnir að fylla í skarðið enda kemur að venju maður í manns stað,já eðakona.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.