blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 16
16 I ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaðiö Á leiðarasíðu Blaðsins viðrar harðsnúinn hópur viðhorfsitt til líðandi stundar á degi hverjum. Nú í lok árs báðum við þessa pennavini Blaðsins að litast um öxl og kveða upp úr um það hverjir vœru helstu stjörnur ársins, hvaða stjörnuhröpum þeir hefðu helst tekið eftir, hver hefði verið ánœgjulegasti viðburður ársins og hver helstu von- brigðin hefðu verið, auk þess sem við báðum þá um að nefna óvœntasta viðburðinn. Eins og nœrri má geta voru menn ekki á einu máli um atburði ársins. Tvermt stendur þar helst upp úr, því flestir nefna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem stjörnuhrap ársins, en eins eru margir um að telja Baugsmálið til óvœntari tíðinda ársins. % AÐALBJÖRN SIGURÐSSON Stjarna ársins lólasveinninn. Varð fyrir grimmi- legum árásum presta og ýmissa fjölmiðla undir lok ársins en stóðst þær allar. Kemur til byggða að ári vinsælli en nokkru sinni fyrr Stjörnuhrap ársins. Jón H. B. Snorrason. Þrátt fyrir að vera farinn að renna niður brekk- unna á síðasta ári náði hann að hrapa nánast í frjálsu falli allt þetta ár. Þau voru ófá málin sem hann kom ná- lægt og flest enduðu með ósköpum fyrir hann. Skellurinn í kringum Baugsmálið stóð þar uppúr. Ánægjulegasti viðburður ársins Áframhaldandi útrás íslenskra fyr- irtækja. Við keyptum og keyptum bæði þekkt og óþekkt útlensk fyrir- tæki. Það er sama hvort um var að ræða flugfélög á norðurlöndunum, símafyrirtæki í Búlgaríu eða versl- unarkeðjur í Englandi. Vonbrigði ársins Skipulag Reykjavíkurborgar. Það er af nógu að taka. Flutningur Hring- brautar, hugmyndir um byggingu há- tæknisjúkrahúss, nýjar hugmyndir um Sundabraut - hvert stórslysið á fætur öðru virðist ætla að verða að veruleika. Og svo fær Alfreð Þorsteinsson að stýra dýrustu fram- kvæmdinni af þeim öllum, eiginlega meira en vonbrigði - þetta stefnir í rándýrt stórslys. Óvæntustu tíðindi ársins Fall Baugsmálsins. Þrátt fyrir að þetta umdeildasta og stærsta dóms- mál síðustu ára sé ekki til lykta leitt í dómsölunum virðist almenningur vera búinn að gera upp hug sinn - Baugsmenn eru saklausir. Iþessu máli skiptir dómur götunnar ekki síður máli en niðurstaða dómsstóla. ANDRÉS MAGNÚSSON Stjarna ársins Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sannaði í eitt skipti fyrir öll að kapp er best með forsjá og að sígandi lukka er best. Stjörnuhrap Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kom svo sannarlega á óvart í formanns- stól Samfylkingarinnar. Þessi sigur- sæli stjórnmálamaður lét sig nán- ast hverfa af sjónarsviðinu og fylgi flokksins hefur verið að hverfa með henni. Ánægjulegasti viðburður ársins Ég gekk í heilagt hjónaband með Auðnu Hödd Jónatansdóttur. Það var ánægjulegast í ár og þó lengra Terta í sérflokki. Hún skiptist í 4 hluta, meö ýlum milli hvers kafla. Kúlur, þyrlur, halar og blom - þessi hefur þaö allt og endar meö dúndrandi hvelli. Þú veröur ekki svikinn af þessum kappa. Þyngd: 9,5 kg Tími: 53 sek FlU&EIDAwA'RKADIí’ BíOR&UNAHSVEITANNA væri til jafnað. Vonbrigði ársins Að pönkhljómsveitin Rass skuli ekki hafa gefið út nýja plötu með meitl- aðri samfélagsgagnrýni sinni. að hún tók við sem formaður öfugt við það sem flestir höfðu haldið og sjálf hefur hún verið lítt áberandi. En þetta getur breyst. Kannski verður hún stjarna næsta árs eða þess þarnæsta. Óvæntustu tíðindi ársins Hvernig Baugsmálið molnaði í sundur fyrir héraðsdómi, sem virð- ist hafa ákveðið að taka málið helst ekki fyrir heldur senda hvert einasta snitti úr því fyrir Hæstarétt til þess að þurfa nú örugglega ekki að dæma neitt sjálfur. ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON Ánægjulegasti viðburður ársins Formannsskiptin í Sjálfstæðis- flokknum hafa gengið sérlega ánægjulega fyrir sig og í stað þess að sterkur foringi skilji eftir sig sviðna jörð virðist flokkurinn dafna sem aldrei fyrr eftir að hann kveður. Vonbrigði ársins Vonbrigði ársins sem og síðustu ára er framganga Bandaríkjamanna, sérstaklega í mannréttindamálum. Við verðum að fá demókrata aftur í Hvíta húsið í næstu forsetakosn- ingum og erfitt verður að þrauka þangað til. Stjarna ársins Hinn tiltölulega litlausi stjórnmála- maður.venjulegurmannkostamaður í hlutverki stjórnmálaforingja. Tveir slíkir eru að hefjast til vegs, Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn og vonandi næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Tími hinna stóru egóa er liðinn í bili í íslenskum stjórn- málum og hversdagslegra fólk tekur við. Óvæntustu tíðindi ársins Stóru tíðindi þessa árs voru flest fyr- irsjáanleg. Ætli ég verði bara ekki að segja að sigur Sylvíu Nóttar á Eddu- hátíðinni hafi verið óvæntastur. BJARNIHARÐARSON Stjörnuhrap ársins Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað eftir Stjarna ársins. Þau verða tvö að deila með sér því sæti, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var af nokkrum nefndur sem stjarna ársins. Hér fagnar hann sigri I prófkjöri sjálfstæðismanna í haust ásamt Jóhönnu dóttur sinni. fegurðardrottning og Gunnar Eg- ilsson pólfari. Ég veit að sveitunga mínum Gunnari leiðist ekkert að vera þar með Unni. Stjörnuhrap ársins. Mér er engin fró að því að nefna þar Davíð Oddsson en ég varð fyrir meiri vonbrigðum með hann á ár- inu en nokkurn annan. I fyrsta lagi þegar hann ákvað að fara í Seðla- bankann og í öðru lagi þegar í ljós kom að Baugsmálið snerist ekki um neitt. Ánægjulegasti viðburður ársins. Úrslit sameiningakosninga sveitar- félaga. Ég var þá aldrei þessu vant stoltur af íslenskum kjósendum. Vonbrigði ársins. Samstaða þingmanna allra flokka um að skerða frelsi fólks til reykinga. Óvæntustu tíðindi ársins. Það er Baugsmálið sem reynist þegar það loksins er opinberað snúast um sáralítið og ekki neitt. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Stjarna ársins Borgarstjórinn í Reykjavík fyrir að hækka laun umönnunarstéttanna þannig að bragð væri að og íhaldið sypi hveljur. Stjörnuhrap ársins Ný forusta Sjálfstæðisflokksins. Komu sáu og sigruðu landsfund- inn með elegans. Síðan ekki neitt nema vandræðalegur klaufagangur annarsvegar og furðurleg þögn hins- vegar um allt sem hægt er að þegja af sér. Ánægjulegasti viðburður ársins Launahækkanir illa launaðra stétta verkakvenna sem vinna erfiðu störfin í þjóðfélaginu og tilhey ra ekki hálaunaaðli ríkisstjórnarflokkanna. Vonbrigði ársins Svik ríkisstjórnarinnar við öryrkja, enn eina ferðina. Verður hægristjórn- inni til eilífrar skammar og sérstak- lega Jóni og Framsóknarliðinu. Óvæntustu tíðindi ársins Af vettvangi stjórnmálanna er það að Framsókn skildi ekki með neinum hætti takast að nýta sér forsætið í ríkisstjórninni. Það fer að styttast í þessu hjá þeim. Sögulegt flopp.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.