blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaöiö Hætta talin á að átök brjótist út á ný Tamíltígrar liggja undir grun um árásir á lögreglumenn á Sri Lanka en þeir neita sök. Spenna hefur magnast í landinu að undanförnu og óttast sérfrœðingar að sjóða kunni upp úr á nœstunni. Uppreisnarmenn Tamíl tigra eru grunaðir um að hafa gert árásir á lögreglu í norður- og austurhluta Sri Lanka í gær. Norsk friðarsendi- nefnd undirbýr för til landsins í kjölfar aukins ótta manna um að átök brjótist út. Iqbal Athas, fréttaskýrandi, segir að ef árásir uppreisnarmanna haldi áfram komi að því að herinn muni svara í sömu mynt. Sérfræðingar í öryggismálum segja að Tamíltígr- arnir hafi safnað liði og byggt upp vopnabúr síðan vopnahléi var komið á árið 2002. Þá hafi þeir ennfremur komist yfir flugvélar og sett á fót hópa sjálfsmorðssprengjumanna í Colombo sem geti látið til skarar skríða hvenær sem er. „Tígrarnir hafa byggt upp mun öflugri her á þeim fjórum árum sem vopnahléið hefur staðið," segir Athas og bætir við að ef spenna aukist enn frekar sé hætta á að þeir láti til skarar skríða í Colombo. Tígrarnir vilja bæta ímynd sína Lögreglumaður særðist í skotárás í héraðinu Batticaloa í austurhluta landsins í gær. Talið er að uppreisnar- menn beri ábyrgð á árásinni. Ríkis- stjórnin hefur hingað til ekki viljað svara uppreisnarmönnum í sömu mynt og vill að Evrópusambandið láti verða af því að setja þá á lista yfir ólögleg hryðjuverkasamtök. Tígrarnir hafna ásökunum um að þeir hafi átt þátt í árásum að und- anförnu en fáir virðast trúa þeim í Lögreglumenn á Sri Lanka standa vörfi við útför stjórnmálamannsins Joseph Pararajasingam sem myrtur var nýlega en hann var hlið- hollur uppreisnarmönnum Tamíltígra. Hætta er talin á að átök brjótist út á ný í landinu. Colombo. Tígrarnir sem hafa reynt að bæta ímynd sína á alþjóðavett- vangi á undanförnum árum vilja ekki að þeim verði kennt um að hafa komið öllu í bál og brand á ný. Erik Solheim, yfirmaður norsku nefndarinnar sem hefur fylgst með að vopnahléið sé virt varaði við því á fimmtudag að stríð kynni bráðlega að brjótast út á ný. Hann mun heim- sækja Sri Lanka þann 23. janúar og reyna að höggva á hnútinn í við- ræðum aðila sem geta ekki einu sinni komið sér saman um stað fyrir neyðarviðræður. Meira en 64.000 manns fórust í borgarastríðinu sem geisaði 1 tvo áratugi á Sri Lanka. ■ Stjórnvöld t Úkraínu um mál meints stríðsglæpamanns: Ihuga ákvörðun Bandaríkjanna Stjórnvöld í Úkraínu hyggjast taka til athugunar ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að flytja meintan stríðsglæpamann nasista til lands- ins. Akvörðun um hvort hann fái landvistarleyfi verður ekki tekin fyrr en að athuguninni lokinni en hún gæti jafnvel tekið mörg ár. Bandarísk innflytjendayfirvöld ákváðu á miðvikudag að senda John Demjanjuk, 85 ára, aftur til föðurlands sín Úkraínu en hann hefur búið í Bandaríkjunum með hléum síðan 1951 og er bandarískur ríkisborgari. Demjanjuk er sakaður um að hafa verið fangavörður í út- rýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöld. Ekki með úkraínskan rfkisborgararétt Heimildarmaður innan stjórnkerfis Úkraínu sagði AFP-fréttastofunni að Demjanjuk hefði ekki úkra- ínskan ríkisborgararétt og það væri fullgild ástæða til að veita honum ekki landvistarleyfi. Sami heimildarmaður sagði að það kæmi væntanlega í hlut leyni- þjónustu ríkisins að taka ákvörðun um hvernig brugðist verður við mál- inu. Ef Úkraína neitar að taka við Demjanjuk verður hann að öllum líkindum fluttur til Þýskalands eða Póllands. Ekki er Ijóst hvort John Demjanjuk fái landvistarleyfi 1 Úkraínu en Bandaríkja- menn vilja flytja hinn meinta stríðsglæpa- mann þangað. Langar biðraðir mynduðust víð bensínstöðvar f Bagdad eftir að sú frétt barst út að stærstu olfuhreinsistöð landsins hefði verið lokað. Stœrstu olíuhreinsistöð íraks lokað: íbúar í Bagdad óttast bensínskort Langar biðraðir mynduðust f gær við bensínstöðvar í Bagdad eftir að sú frétt barst út að stærsta olíu- hreinsistöð íraks hefði verið lokað. Olíuhreinsistöðinni í Beiji var lokað 18. desember síðastliðinn af öryggisástæðum. Framleiðslugeta stöðvarinnar er 7-8 milljón lítrar af bensíni á dag og hún er talin ein af mikilvægustu hreinsistöðvum landsins að sögn Ibrahim Bahar el-Ulom, olíumála- ráðherra ríkisins. Eftir að það barst út að stöðinni hefði verið lokað mynduðust raðir hundruð bíla við eina af stærstu bensínstöðvum Bagdad-borgar vegna ótta fólks um bensínskort. AIi Moussa, 51 árs olíubílstjóri, sagði að hann og félagar hans ynnu við hættulegar aðstæður. „Við krefj- umst þess að ríkisstjórnin tryggi öryggi okkar og vernd,“ sagði hann. „Birgðatankar Beji-stöðvarinnar eru fullir og þar er enginn bensín- skortur. Vandamálið er að bílstjórar eru of hræddir við að aka nema þeir njóti verndar," sagði Moussa. Hilton-hótelin í eina sæng Bandaríska Hilton hótelkeðjan hefur ákveðið að kaupa bresku Hilton hótelkeðjuna fyrir 3,3 milljarða punda (rúmlega 356 milljarða íslenskra króna). Með samrun- anum verður Hilton keðjan sameinuð á ný í fyrsta sinn síðan 1964 þegar fyrirtækið klofnaði. Síðan þá hefur bandaríska keðjan rekið hótel um Bandaríkin en breska keðjan hótel á Bretlandi og annars staðar í heiminum. Fækkun í herafla Suður-Kóreu Þing Suður Kóreu samþykkti að skera niður herafla sinn í Irak um þriðjung. 3200 suður-kóreskir hermenn eru nú í írak en verða 2300. Jafnframt var samþykkt að framlengja dvöl hersveitanna í landinu um ár eða til ársloka 2006. Suður-Kóreumenn hafa hingað til haft þriðja stærsta her- afla erlends rílds í landinu á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. Kona mótmælir áætlunum um aö framlengja um ár dvöl suður-kóreskra hersveita I frak. Hótun berst sendiráði Bandaríkjanna Sendiráði Bandaríkjanna í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, var lokað í gær af öryggisástæðum. Stað- fest hefur verið að sendiráðinu barst einhvers konar hótun en ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um f hverju hún var fólgin. Sendiráðið verður lokað fram á þriðjudag en þá verður metið hvort opna beri það á ný. Loka þurfti sendiráðinu í stuttan tíma í september á siðasta ári eftir að því hafði borist bréf sem innihélt hvítt duft. Duftið reyndist vera harmlaust. Mikið mann- fall á Filipseyj- um á árinu Að minnsta kosti 2838 hermenn og uppreisnarmenn féllu í átökum á Filipseyjum á árinu sem er að líða samkvæmt tölum frá hernum. Af þeim sem féllu voru 723 hermenn en 1810 uppreisnarmenn kommún- ista. Uppreisnarmenn hafa barist fyrir því í rúma þrjá áratugi að maóísku ríki verði komið á lagg- irnar f landinu. Abu Sayyaf-sam- tökin sem eru róttæk samtök mús- lima og íslamska frelsisfylkingin misstu samanlagt nærri 300 félaga í átökum. Ekki fylgir sögunni hversu mikið mannfall varð í röðum lög- reglumanna og óbreyttra borgara vegna átaka á árinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.