blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 18
18 I ÁRAMÓT LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaAÍ6 Máninn hátt á himni skin... Hrímfölur oggrár Fáar heimildir finnast um upphaf hins íslenska árs vel framan af, samkvæmt hinu lærða riti Árna Björnssonar, Sögu daganna, en höfundur telur þó líklegt að miðað hafi verið við sumardag- inn fyrsta. Hann getur þess að Ari fróði hafi líklega miðað nýtt ár við þann í. september í íslend- ingabók, en samkvæmt tímatali íslensku kirkjunnar hófst árið á jóladag allt fram til 16. aldar, þegar í. janúar verður ríkjandi sem upphaf ársins hér á landi. Árni segir að þar eð jólanótt hafi lengi vel verið talin marka upp- haf nýs árs sé ekki furða á því að ákveðið hringl sé á því hvaða hefðir og venjur í alþýðutrú eigi heima hvar, líkt og sjá má á lestri sumra þjóð- sagna - en þar eru t.a.m. álfareiðir og annar óskundi bendlaður við jóla- nótt þó svo nú á dögum sé venja að miða það við nýársnótt. Telur Árni til þessara siða m.a. óskastund, úti- setu, búrdrífu, kúatal, hamfarir sela og annað. Líkt og Árni getur um er álfareiðin líklega frægust þessara atriða, en sumir þóttust á nýársnótt sjá álfaskara ríða um með búferla- flutninga að markmiði. Telur hann kveikju þeirra sögusagna líklegast þá að haukfránir sveitamenn hafi orðið varir við hópa fólks á leið til og frá kirkju á þessum tíma árs. Slakir mannasiðir álfanna Álfar eru kynlegir kvistir og virðast fæstir hafa tileinkað sér mannasiði að marki enda eru álfar ekki menn. Sést þetta líklega best á hvimleiðri tilhneigingu þeirra til þess að skipta á börnum sínum og annarra (sá er reyndi slíkt á nútímaleikskóla fengi væntanlega að dúsa á Kvíabryggju um stund) og einnig á ýmissi mein- fýsni sem þeir sýna af sér í sögum sem sagðar eru af þeim. Engu að síður þótti eftirsóknarvert að hafa þá að féþúfu á nýársnótt, þegar þeir heimsækja mennina, með því að sýna biðlund og þolinmæði á kross- götum. Sé hlutlaust á það litið er nú ekki mikið afrek að húka eina nótt við krossgötur og víst er að margir af dyggustu lottóspilurum landsins hafa samanlagt eytt mun lengri tíma í sjoppuröðum eftir lottóseðlum. Álfareiðin á nýársnótt þótti ástæða til þess að þrífa öll húsakynni hátt og lágt fyrir komu nýársins, enda munu álfar óvenju hreinlátar verur sem hafa ímugust á allri óreiðu. Mun huldufólkið hafa átt til að líta inn á hinum og þessum bæjum á leið sinni til nýrra heimkynna og því nauðsynlegt að láta ljós loga í öllum hornum og kytrum, til að þeir fengju séð hversu snyrtilegt heimilisfólkið væri. Segir Árni þetta líklegast dæmigerða brellu til þess að virkja slæpingja við þrifin (enda síst heppilegt að reita göldrótta álfa til reiði með sóðaskap og leið- indum). Viðmælendur Blaðsins úr stétt presta vilja hinsvegar margir tengja hreingerningaæði jólatím- ans alls við væntanlega heimsókn Jesúbarnsins, en það hefur þó vænt- anlega látið vera að refsa subbunum grimmilega Beljurnar blaðra Óvíst er af hverju nokkur hefur talið að beljur gætu mælt mannamál á nýársnótt - þær hafa gegnum tíð- ina sýnt af sér fáar tilraunir til þess og ætla má að hægur leikur yrði að sannreyna þetta fyrir þá sem hafa greiðan aðgang að fjósum og fjár- húsum landsins. Þó gæti vel verið að kusurnar vilji fara leynt með þessa hæfileika sína, enda ættu þær jafn- vel á hættu að vera seldar í erlendan farandsirkus kæmist einhver að því, enda sjálfsagt leikur einn að hala inn formúgu fjár með því að hafa til sýnis talandi belju. 'Lífog tími líður..." Sá siður að halda brennur og blysfarir á gamlársnótt fer fyrst að þekkjast á íslandi upp úr miðri 19. öld, þó Árni Björnsson vilji ekki skjóta loku fyrir að slíkt gæti hafa þekkst fyrr. Fyrir fyrsta álfadansinum eru hinsvegar nokkuð öruggar heimildir, en hann mun hafa farið fram á gamlárskvöld ársins 1871, í kjölfar frumsýningar nema Lærða skólans á leikriti nem- andans Indriða Einarssonar, “Nýárs- nótt”. Á gamlársdag efndi nýstofnað stúdentafélag Lærða skólans svo til blysfarar og álfadans á Reykjavíkur- tjörn i anda leikritsins og fengu til skemmtunarinnar lánaða búninga úr verkinu. Var við þetta tækifæri í fyrsta sinn sungið danskvæði nokkurt eftir skáldið Jón Ólafsson - en einhverjir ættu jafnvel að kann- ast við það enn í dag, þó langt sé um liðið. Nefndist kvæðið Álfadans og hljóðaði (og hljóðar enn) svo: Máninn hátt á himni skín, hrímfölur oggrár. Líf og tími líður, ogliðið ernú ár. Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund. Glottir tungl og hrín við hrönn, og hrattflýr stund. Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár. Dátt vér dansinn stígum, dunar ísinn grár. haukur@bladid.net Laugarásvegur Æglssíða Gelrsnef Suðurhliöar Aramótabrennur í Reykjavík Gufunes i / 11. Úlfarsfell KMKin Kjalarnes Ártúnsholt <s-x 10 \ Kléberg \ Fylkisbrenna Leirubakki Reykjavikurborg Framkvæmdasvið 1.500 0 375 750 2.250

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.