blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaöiö Magnús Scheving: Á meðal álits- gjafa hjá WHO Kjör leikskólakennara: Starfshópur skipaður HBjörg Bjarna- dóttir, for- maður Félags leikskólakenn- ara og Þröstur Brynjarsson, varaformaður sama félags, hittu Stein- BlaMMkí unnj ValdÍSÍ Óskarsdóttur borgarstjóra á fundi í gær. Þar var ákveðið að skipa starfs- hóp sem fjalla skal um og móta hugmyndir um starfskjör Ieikskóla- kennara. Hópurinn, sem skipaður er fulltrúum frá FL, borginni, sam- ráði leikskólastjóra í Reykjavík auk fulltrúa Launanefndar sveitarfélaga, skal leggja niðurstöður sínar fyrir launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður 20 janúar nk. Steinunn Valdís lagði þessa tillögu fram og segir Björg Bjarnadóttir að leikskólakennarar séu sáttir með niðurstöðuna. Sameiginlega beina fundarmenn því til þeirra leikskóla- kennara sem sagt hafi upp störfum að þeir endurskoði hug sinn og gefi starfshópnum kost á að takast á við þá stöðu sem upp er komin. ■ Magnús Scheving, Latabæjarstjóri hefur orðið þess heiðurs aðnjót- andi að vera á meðal 600 manna hvaðanæva að úr heiminum sem Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna (WHO), valdi til þess að taka þátt i könnun um heilbrigðismál. f könnuninni var fólkið beðið um að svara spurningunum; „Hver voru helstu heilbrigðismál ársins 2005“, og „hvaða heilbrigðismál voru van- rækt á árinu sem er að liða?“ Svör Magnúsar eru birt á heimasíðu WHO ásamt svörum heimsþekktra einstaklinga. Á meðal annara þátt- takenda í könnuninni má nefna Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Shirin Ebadi, frið- arverðlaunahafa Nóbels. Magnús telur tvö mikilvægustu heilbrigðis- mál heimsins vera af sama meiði, en þó sitthvoru megin á skalanum. Annars vegar er um að ræða van- næringu barna í þriðja heiminum, en hins vegar sé um að ræða of- fituvandamál barna í þróuðu lönd- unum. Hann segir nauðsynlegt að gefa þessum málum meiri gaum og að tryggja þurfi börnum þann mat sem þau þurfa. Ekki er síður mikil- vægt að börnum sem hafi aðgang að mat verði gerð grein fyrir nauðsyn rétts mataræðis og hreyfingar. g Rakettur: Sumir eru stórtækari en aðrir Landsmenn hafa hópast á flugelda- sölurnar til þess að birgja sig upp af sprengiefni fyrir áramótin. Sumir eru stórtækari en aðrir í þeim efnum eins og bræður sem ljósmynd- ari Blaðsins rakst á fyrir utan flug- eldasölu í Kópavoginum. Þeir sögð- ust hafa það að markmiði að vera alltaf með gæsilegustu sýninguna og er efnið á myndinni aðeins brot af því magni sem þeir sprengja upp á gamlárskvöld, afganginn stóð til að sækja á sendibíl! I ár verða bræð- urnir, sem ekki vildu láta nafns síns getið, staddir í Grafarholtinu og lofa þeir stórri sýningu. Þeir ætla að skjóta upp í þrennu lagi, fýrst á miðnætti, síðan klukkan þrjú um nóttina og aftur klukkan fimm að morgni nýársdags. Aðspurðir um kostnað við ævintýrið vildu þeir ekki gefa hann upp. BlaMMkl Alþjóðahúsið: Forsetinn veitir viðurkenningar Forseti íslands Ólafur Ragnar dóttir, Bjarni Karlsson, Hope Knúts- Grímsson veitti í gær viðurkenn- son og Kramhúsið sem fengu viður- ingar Alþjóðahússins 2005 fyrir kenningu. Á myndinni veita þau lofsverða frammistöðu i málefnum Vigdís, dóttir Hafdísar Árnadóttur innflytjenda og fjölmenningarlegs eiganda Kramhússins og Styrmir, samfélags á íslandi. Þetta er í þriðja barnabarn hennar verðlaununum skipti sem verðlaunin eru veitt og í viðtöku fyrir hennar hönd en hún er ár voru það þau Jóna Hrönn Bolla- stödd erlendis. ■ ÁTVR: Gera ráð fyrir um 70 þúsund viðskiptavinum Áfengissala eykst mikið milli jóla og nýárs og í gær mynduðust víða biðraðir við afgreiðslukassa í vín- búðum. Gert er ráð fyrir svipaðri sölu fyrir þessi áramót og í fyrra. Mikilös Að sögn Einars Einarssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs ÁTVR, þrefaldast sala venju- lega á freyðivíni milli jóla og nýárs en almennt er sala á áfengi mjög mikil í desembermánuði. Þá segir hann jólin i ár vera óhagstæð fyrir viðskiptavini þar sem minna er um frí en venjulega. „Jólin í ár eru óhag- stæðari fyrir fólk vegna þess hversu lítið frí það fær og þess vegna kaupir það ekki jafn mikið. Þó reikna ég með svipuðum tölum og í fyrra miðað við hvernig Þorláksmessa þró- aðist en salan þá var nákvæmlega sú sama og í fyrra.“ Mikil ös var í vín- búðunum í gær en alls er gert ráð fyrir að um 70 þúsund manns leggi Miklar biðraðir mynduðust við afgreiðslu- kassa í áfengisverslunum i gær. leið sína í vínbúðirnar siðustu tvo dagana fyrir áramót. „í gær komu um fimmtíu þúsund manns en við gerum ráð fyrir um tuttugu þúsund viðskiptavinum í dag,“ sagði Einar. bémba.is * -1Tangarhöf öa 1 Komdu með... ■ til Utah í 10 daga skíóa og skoðunarferó í mars 2006, fararstjórí Jón Jóel ■ til Slóveníu í 10 daga ævintýraferð í maí. Fararstjóri Jón Baldur ■ til Bayern í 8 daga konunglega skemmtireisu í maí. Fararstjóri Jón Baldur. ■ á Niirburgring í helgarferð á Formúluna í maíbyrjun. Fararstjóri Jón Baldur Hámarksstæró um 20 manns. Nánari upplýsingar á www. isafoldtravel. i s Ferðaskrifstofan ísafold, sími 544 8866. Litlir hópar - lifandi ferðir Börnfœdd utan hjónabands: íslendingar á toppnum í Evrópu Börn fædd utan hjónabands eru algengari hér á landi en í nokkru öðru Evrópulandi. Tölfræðistofnun Evópusambandsins hefur tekið saman tölur um þessi efni fyrir árið 2004. Þar kemur í ljós að hið nýja aðildarriki sambandsins Eistland trónir á toppnum, en þar fæðast 60% allra barna í landinu utan hjóna- bands. Meðaltalið i Evrópu er mun lægra, eða um 31,6%. Á eftir Eistum fylgja svo Svíar með 55% og Danir með 45,4%- Á hinum enda skalans eru svo suðlægari Evrópuþjóðir, en á barna utan Akjengast á (slandi Það kemur því kannski ekki sérstak- lega á óvart að hér á landi fæðast flest börnutan hjónabands eða 64%, tæp- lega tveir þriðju hiutar allra feddra barna. Árið 2004 fæddust hér á landi samkvæmt töhun frá Hagstofunni alls 4.234 börn og af þeim voru 2.696 fedd utan hjónabands, annað tivort af einstæðri móður eða af foreldrum í óvígðri sambúð. Engin önnur þjóð í Evrópu, kemst nærri Islendingum í þessum efnum. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.