blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaA'lA 10 I ERLENDAR FRÉTTIR Fjöldi fanga í hungurverk- falli eykst til muna Fjöldifanga í hungurverkfalli ífangabúðunum í Guantanamo-flóa hefur aukist um hátíð- irnar. Með verkfallinu vilja fangarnir mótmœla slœmum aðstœðum í búðunum og broti á réttindum sínum. Sumir fangarnir eru neyddir til að nœrast. Tala þeirra fanga sem taka þátt í hungurverkfalli í fangelsi Banda- ríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu hefur hækkað upp í 84 að sögn bandaríska hersins. 46 fangar bætt- ust í hóp verkfallsmanna um jólin. Bandaríska varnamálaráðuneytið segir að alls séu um 500 fangar í búð- unum þar sem grunuðum hryðju- verkamönnum er haldið föngnum. Aðeins níu fangar hafa verið ákærðir fyrir glæpi. Talið er að nær eingöngu múslimar séu í hópi fanga. Lögmenn sumra fanganna segja að með hungurverkfallinu vilji þeir mótmæla aðstæðum í fangelsinu og brotum á réttindum sínum. Herinn hefur neitað ásökunum þess efnis að fangar sæti pyntingum í búðunum. Neyddir til að nærast Heilbrigðisstarfsmenn neyddu 32 fanga í hungurverkfalli til að nær- ast með því að gefa þeim næringu gegnum munn og nef að sögn tals- manns hersins. Þegar hann var spurður um tilgang aðgerðanna sagði hann að stefna þeirra væri að vernda líf. Hungurverkfall fanganna hófst snemma í ágúst eftir að herinn gekk á bak orða sinna. Hann hafði lofað því að fangabúðirnar yrðu reknar í samræmi við Genfarsáttmálann að sögn lögmannanna. Þeir segja ennfremur að fangar séu tilbúnir til að svelta sig í hel til að fara fram á mannúðlega og réttláta meðferð. Sýnir hversu alvarlegt málið er Flestir vistmanna voru teknir til fanga í Afganistan og hafa verið í haldi í nærri fjögur ár. Jumana Musa, fulltrúi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International, segir að fjölgun þeirra fanga sem séu í hungurverkfalli sýni hversu alvarlegt málið sé. „Við erum að tala um að af hópi hundruð fanga sem telja að þar sem ekki sé fyrirsjá- anleg breyting á aðstæðum þeirra í framtíðinni kæri þeir sig ekki lengur um að lifa,“ sagði hann. 1 yfirlýsingu frá Bandaríkjaher segir aftur á móti að hungurverk- fall sé í samræmi við þjálfun sem A1 Kaída liðar hljóti og endurspegli til- raunir fanga til að fanga athygli fjöl- miðla og auka þrýsting á bandarísk stjórnvöld um að láta þá lausa. ■ Gasdeilan í Úkraínu: Júsjenkó fer fram á frest Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, bað rússnesk stjórnvöld í gær um að fresta fyrirhugaðri lokun gas- leiðslu til landsins um tíu daga. Hið rlkisrekna rússneska gasfyrir- tæki Gazprom hafnaði þegar í stað beiðninni. Gazprom hefur tilkynnt um margfalda hækkun á gasverði til Úkraínu um áramótin og hefur verið stirt á milli nágrannaríkjanna vegna hækkunarinnar að undan- förnu. Gazprom segir að Úkraínu- menn verði að samþykkja verðhækk- anirnar fyrir sunnudag ella verði skrúfað fyrir gasleiðslurnar. „Þeir vilja frysta verðið í tíu daga í janúar og síðan munu þeir fara fram á tíu daga til viðbótar," sagði fulltrúi Gazprom af þessu tilefni. ■ Mannskætt snjóflóð Að minnsta kosti 24 fórust í snjó- flóði í norðausturhluta Pakistan á þriðjudag. Lögregluforingi í hérað- inu þar sem hörmungarnar áttu sér stað greindi frönsku fréttastöðinni Agence France Presse frá þessu í gær. Fólkið var í um 120 manna hópi sem var við gimsteinaleit 1 nágrenninu þegar flóðið brast á. ■ Lögreglumenn leggja undir sig landamærastöð Um 100 palestínskir lögreglumenn lögðu undir sig landamærastöð í borginni Rafah á Gasasvæðinu í gær og hröktu eftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins á flótta. Lög- reglumennirnir hleyptu af skotum upp í loftið en ekki er vitað til þess að nokkur hafi særst í áhlaupinu. Mennirnir voru vinir og ætt- ingjar lögreglumanns sem myrtur var í fjölskylduerjum daginn áður á Gasasvæðinu. Þeir lögðu undir sig landamærastöðina til að koma í veg fyrir að nokkur úr fjölskyldunum tveimur gæti flúið svæðið. Þeir fóru jafnframt fram á að morðinginn yrði tekinn af lífi. Yfirmaður palest- ínsku landamæragæslunnar bað lög- reglumennina að hafa sig á brott en þeir neituðu því. ■ Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Fagnar athugun á meintu kosningasvindli Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, fagnar því að írösk stjórnvöld hafi boðið alþjóð- legum eftirlitsmönnum að athuga hvað hæft væri í ásökunum um svindl í þingkosningum sem ffam fóru í landinu á dögunum. Fulltrúar súnnímúslima hafa haldið því fram að víðtækt svindl hafi átt sér stað í kosningunum og blésu þeir til fjöl- mennra útifunda í vikunni þar sem nýrra kosninga var krafist. „Kjörnefndin hefur enn á ný sýnt hve henni er í mun að kosningarnar séu réttlátar og trúverðugar og upp- fylli alþjóðleg skilyrði,“ sagði Rice og bætti við að Bandaríkin styddu heilshugar rannsóknina á fram- kvæmd kosninganna. Kofi Annan, aðalritari Samein- uðu þjóðanna, fagnaði einnig rann- sókn alþjóðlegu eftirlitsmannanna og sagði að nauðsynlegt vaéri að þeir sem hefðu eitthvað við kosning- arnar að athuga fengju réttláta með- ferð sinna mála. ■ Condoleezza Rice, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, fagnar þvf að alþjóðleg athugun verði gerð á þvf hvað hæft sé f ásökunum um vfðtækt svindl f þingkosningunum í (rak um miðjan desember. (Flórens mældist mesta snjókoma í tvo áratugi. Ekkert lát á vetrarhörkum Ekkert lát er á vetrarhörkum á meg- inlandi Evrópu. Samgöngur fóru úr skorðum víða í álfunni í gær vegna mikillar snjókomu. Sums staðar hægðist á lestarferðum og víða sátu ökumenn fastir í bílum sínum. Tilkynnt hefur verið um hundruð árekstra og bílslysa og vetrarhörk- unum hefur verið kennt um að minnsta kosti fjögur mannslát. Að minnsta kosti ellefu manns slös- uðust ( 60 bíla árekstri á þjóðvegi í Ungverjalandi. 1 Flórens mældist 16 sm jafnfallinn snjór og hefur ekki snjóað jafnmikið í tvo áratugi. Hita- stig á norðurhluta Italíu fór allt niður í 17 stiga frost og á lestarstöð í Róm fannst ungur heimilislaus maður látinn að því er virðist úr ofkælingu. 1 Frakklandi létust einnig tveir úr ofkælingu. ■ Belgar líklegastir til að halda áramótaheitin Reiknað er með að 435 milljónir ára- mótaheita verða strengd um þessi áramót í sjö Evrópulöndum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem ennfremur leiðir í ljós að Belgar eru Hklegastir til að halda sín áramóta- heit en Bretar munu að öllum lík- indum gefast upp. Helstu ástæður þess að fólki tekst ekki að standa við áramótaskuldbindingar sínar eru skortur á vilja, tíma og peningum. 47% Belga sögðust myndu gefast upp á áramótaheitinu innan mánaðar en 64% Breta. Irar, nágrannar Breta, standa þeim ekki langt að baki, en 63% þeirra eiga ekki von á að standa við gefin heit. Könnunin var einnig gerð í Þýskalandi, Hollandi, Sviss og Austurríki en alls tóku 3500 manns þátt í henni. ■ Án efa strengja marglr þess heit aö hætta aö reykja um áramótin en fólki reynist oft misjafnlega aö standa viö þaö heit sem önnur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.