blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaðiö Ríkisstjórnin: Launahækkanir verða felldar úr gildi Laun munu hœkka um 2,5% ístað 8,5% líkt ogKjaradómur úrskurðaði um. Nauðsynlegt til þess að skapa sátt í samfélaginu, segir forsœtisráðherra. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Geir H. Haarde, utan- "' " ' ríkisráðherra, funduðu í gær í Ráðherrabústaðnum með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna til að ræða viðbrögð við úrskurði Kjaradóms. blaöiðuB Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Veðrið: Fínasta rakettuveður Veðurspáin fyrir kvöldið gefur þeim sem unun hafa af flugeldum, tilefni til að gleðjast. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni er búist við því að um og eftir kvöldmat muni hann snúa sér í suð-vestan átt með dálitlum éljum. Vindur verður rólegur og bjart á milli élja, svo aðstæður til sprenginga og flugelda- skota verða hinar ákjósanlegustu. íslandspóstur: tJrskurður Kjaradóms um 8,5% hækkun launa æðstu embættis- manna ríkisins verður felldur úr gildi þegar Alþingi kemur saman í janúar. Þetta var niðurstaða fundar forsætisráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í gær. Sérstök nefnd með fulltrúum allra stjórn- málaflokka verður skipuð til að endurskoða lög um Kjaradóm. Enginn kostur góður Fyrir fundinn í gær höfðu stjórnar- andstöðuflokkarnir þrír lýst því yfir að þeir myndu ekki skipa fulltrúa í nefnd sem mundi fjalla um Kjara- dóm fyrr en Alþingi hefði fellt úr- skurð hans úr gildi og óskuðu flokk- arnir í því samhengi eftir því að þing yrði kallað saman fyrir áramót. A fundinum í gær tilkynnti ríkis- stjórnin að hún myndi ekki kalla þing saman í dag vegna málsins en að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi um leið og þing kæmi saman 17. janúar næstkomandi. í kjölfarið yrði skipuð nefnd sem allir stjórn- málaflokkar ættu fulltrúa í sem hefði það hlutverk að endurskoða lög um Kjaradóm. Halldór sagði eftir fundinn í gær að það hefði verið mikilvægt að ná pólitískri sátt um þetta mál. „Við teljum mikilvægt að ná góðu samkomulagi um þetta mál og við viljum koma til móts við stjórnarandstöðuna. Niðurstaðan er sú að ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að um leið og það kemur til baka 17. janúar taki það til baka launabreytingu og laun hækki þess í stað um 2,5% eins og önnur laun í landinu frá og með 1. febrúar.“ Þá sagði forsætisráðherra engan kost hafa verið góðan í þessari stöðu en aðgerða hefði verið þörf til að koma á friði í samfélaginu. „Þessi hækkun hefur valdið miklum óróa í þjóðfélaginu og það er nauðsynlegt að launahækkanir miðist við getu þjóðfélagsins og atvinnuveganna á næstunni og þess vegna verður að grípa hér inn í. Það er engum ljúft að gera það en við teljum þetta bestu leiðina.“ Klúður hjá ríkisstjórninni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, seg- ist ekki vera sátt við niðurstöðu fundarins og telur að ríkisstjórnin hefði átt að kalla saman þing til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi fyrir áramót. „Það er miklu erfiðara að takast á við hlutina þegar þeir eru orðnir að veruleika. Þannig að ég veit ekki hvort að það sé einhver sátt um þessa leið. Tækifærinu var klúðrað sem menn höfðu til þess að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Það er bara ríkis- stjórnin sem það gerir og nú situr hún með þetta í fanginu og verður að finna einhverjar lausnir þegar þingið kemur saíhan í janúar,“ sagði Ingibjörg. Læsa póstkössum Islandspóstur mun læsa öllum póst- kössum sem staðsettir eru utanhúss á höfuðborgarsvæðinu yfir ára- mótin til að koma í veg fy rir skemmd- arverk. Að sögn Árna Árnasonar, forstöðumanns kynningarmála hjá Islandspósti, hefur þetta verið gert með góðum árangri undanfarin ár og í kjölfarið hefur verulega dregið úr hvers konar skemmdarverkum. Enn verður þó hægt að koma bréfum ofan í póstkassa en fólki er bent á að fara með þykkari bréf til nærliggjandi póstafgreiðslu eða póstkassa sem staðsettir eru innan- dyra. Póstkassarnir verða opnaðir á ný um miðjan janúarmánuð. Landsbjörg: Aldrei færri banaslys Tuttugu og átta íslendingar létust í banaslysum á þessu ári samkvæmt samantekt Slysavarnafélagsins Landsbjargar Banaslys hafa ekki veið færri á einu ári síðan 1941 þegar Slysavarnafélagið byrjaði að taka saman heildarbanaslys á landinu. Tæplega 70% banaslysa á þessu ári komu til vegna umferðarslysa. Fleiri karlar Samkvæmt samantekt Slysavarnafé- lagsins létust 19 manns í umferðar- slysum á árinu. Tveir létust í sjó- slysum og fjórir í vinnuslysum. Þá drukknaði einn og tveir létust vegna slysa er áttu sér stað í heimahúsi eða í frítíma. Athygli vekur að mun FJÖLSKYLDURÁÐGJÖF Einstaklings-, hjóna og fjölskylduráðgjöf. Sérstök meðferð fyrir fólk sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi á bamsaldri Gréta Jónsdóttir Tímapantanir í sima 896 9568 Fjölskylduráðgjafi fleiri karlmenn létust í banaslysum á árinu en konur eða um 21 á móti 7. Töluvert færri banaslys urðu á þessu ári miðað við síðastliðin ár. Þannig létust 38 einstaklingar í fyrra og 38 árið 2003. Þá létust 48 árið 2002 og 54 árið 2001. Síðan 1991 hafa um 657 einstaklingar láti lífið í banaslysum og þá flestir árið 1995 eða alls 86 en það ár féllu tvö mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum. Nokkuð hefur dregið úr bana- slysum í umferðinni en tölurnar í ár eru þær lægstu síðan 1997 þegar um 17 manns létust. Aðeins þrisvar sinnum síðan 1991 hafa færri látist í umferðinni heldur en í ár. Fæstir árið 1996 en þá létust ellefu. Sig- urður Helgason, verkefnisstjóri Um- ferðarstofu, segir að sé miðað við fjölgun bíla undanfarin ár hafi bana- slysum fækkað gríðarlega. Þá segir hann margt hafa áhrif á fækkun banaslysa. „1 fyrsta lagi eru bílarnir öruggari og sterkari. I öðru lagi þá virðist allur sá mikli áróður sem hefur verið í gangi haft sín áhrif sem Banaslys f umferðinni urðu 19 i þessu ári er sérstakt fagnaðarefni fyrir okkur. Þar fyrir utan þá er líka búið að gera ákveðnar aðgerðir í skipulagi í sambandi við 30 km hámarkshraða í íbúðahverfum. I þeim hverfum verða sárafá ef nokkur alvarleg slys. Svo eru það þættir eins og lög- gæsla. Við horfum mikið til þess að viðhorf almennings til þessara mála og áhugi í samfélaginu hefur aukist umtalsvert og þessi áhugi hefur leitt til þess að það er meiri BlailS/SteinarHugi umfjöllun í fjölmiðlum og fólk er betur vakandi fyrir því að umferðin sé alvarlegt mál.“ Sigurður segir ennfremur að bætt umferðarmann- virki hafa hjálpað til við að draga úr alvarlegum slysum á undanförnum árum en helstu orsakavaldar að hans mati eru ölvun og hraðakstur. „Þetta hefur allt sin áhrif. En fyrst og síðast þá byrjar þetta allt og endar í kollinum á ökumanninum.“ Óskum nemendum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári, þökkum viðskiptin á árinu. Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Nytsamlegt, áhugavert, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, þægi- legt, lipurð, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta, frábært, markvisst, hnitmiðað. (sjá umsagnir nemenda á www.h.is) Erum byrjuð að bóka á fyrstu námskeið 2006: Hraðlestrarnámskeið 10. janúar 2006 (nokkur sæti laus) Hraðlestrarnámskeið 30. janúar 2006 (skráning hafin) Skráning fer fram á www.h.is eða í síma 586-9400. HRAÐU2S nWtSKÓIJNN (3 Heiðskírt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjað Rignlng. líUlsháttar m Rigning Súld 4:^ Snjókoma Slydda Snjóél Skur Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublln Glasgow 07 09 0 02 05 03 01 -01 08 09 15 -17 0 09 -01 07 01 06 -01 14 06 07 >9 '// / // ■*> 1 ♦o ^ i° '// / // // / // Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byflgt á upplýslngum Irá Veíuratofu fslands /// * * * Á morgun * * // /// '///, //A V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.