blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 20
20 I TÍSKA LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaöiö Gull og glamúr á gamlárskvöld gerðu dressið glœsilegt með glingri Festi, Isis 1.990.- Það er fátt jafn glæsilegt og vel klaedd kona. Gamlárskvöld er kvöldið sem flestar konur leggja mikið i klæða- burðinn og ófáar leggja Iínurnar fyrir nýjustu tísku í glamúrdeild- inni, enda ekki úr vegi að vera í takt við gleði og glaum kvöldsins. Ekki er verra að skreyta sig hið mesta og endurspegla þannig dýrðir aftans- ins og litagleði í lofti þegar sprengju- vargar fara á kreik. Margar fjárfesta í nýjum klæðum í tilefni þessa kvölds og verslanir bjóða upp á úrval kjóla, pilsa og annarra aukahluta fyrir þær sem vilja kveðja árið 1 sínu finasta pússi og taka vel á móti nýju ári. Galakjól- arnir eru alltaf vinsælir í tískuvöru- verslununum auk þess sem pils og fallegir bolir klikka sjaldan. Hins vegar er hægt að fara ýmsar leiðir án þess að festa kaup á dýrindis klæðum. Það getur verið nóg að fá sér léttan og klassískan kjól og setja siðan punktinn yfir i-ið með allskyns glingri, beltum og veskjum sem gerir heildarútlitið glæsilegra en ella. Þá er ekki vitlaust að dusta rykið af gamla kjólnum og lifga hann við með því sem til þarf án þess að fara offari í peningaeyðsl- unni. Þar er alltaf hægt að finna gamlan kjól og umbreyta honum með aukahlutum þannig að hann verði eins og nýr. I Reykjavíkurborg og næsta ná- grenni má finna hinar ýmsu versl- anir sem bjóða upp á allskyns festar, klúta, veski, lokka, belti og annað sem gerir góðan kjól betri. Þar sem gamlárskvöld er á næsta leiti er ekki vitlaust að leita eftir mesta gla- múrnum og velja íburðarmikla og áberandi hluti. halldora@vbl.is Armbönd, ONI OOfí _ Síö festi, Skarthúsíð 1.690.- Hálsmen, ONI 1.290.- Festi, Isis 2.990.- Gulltaska, Skarthúsiö 3.990.- Hanskar, Vero Moda 790.- Grifflurfrá hönnuðínum fsfold, ONI 1.990.- Kjóll, Trio- logia 22.100.- Armband, Vero Moda 1.990.- Hálsmen,Triologia 28.300.- Beiti,Triologia 7.500.- 'FP'Æs* Silfurhálsmen, Skarthúsið 1.990.- Silfurlokkar, Skarthúsið 1.990.- Wouters & Hendrix armband, Triologia 27.200.- Eyrnalokkar, ONI á Laugavegi 1.790.- Kjóll ONI 900 Taska, Isís 2.990.- Gullspangir, Skarthúsið 350.-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.