blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 32
32 IBÖRN LAUGARDAGUR 31. NÓVEMBER 2005 blaðið BRANDARAR Nt leðilegt nýtt r krakkar! að: Litaðu mig! gólfinu á gamlársdag. í Frakk- 1 a n d i b o r ð a r fólk fullt af pönnu- k ö k u m í von um góða heilsu og góða gæfu. Belgískir bændur óska dýrum sínum gleðilegs nýs árs enda er það talin mikil blessun þar í landi. í Armeníu er sérstakt brauð bakað fyrir gaml- árskvöldsem fjölskyldan getur svo gætt sér á. Brauðið er hnoðað fullt af gæfu og góðum óskum áður en það erbakað. í Norður Portúgal er hálfgerður öskudagur á gamlársdag því börn þar fara á milli heimila syngjandi. Þau fá síðan nammi og peninga fyrir fallegan söng. Fjölskyldur í Bólivíu búa til fallegar viðar- eða strádúkkur sem síðan eru hengdar fyrir utan heimilið til að færa fjöl- skyldunni lukku. Krókódílar eru með kalt blóð og hafa gaman af því að sóla sig f hópum, með munninn galopinn. Krókódílar eru góðir foreldrar Krókódílar eru mjög merkileg dýr á allan hátt. Þeir lifðu af risaeðluöld- ina en finnast núna í Afríku, Asíu, Ástralíu og Ameríku. Krókódílar eru misstórir en þeir stærstu geta orðið allt að ío metra langir og 900 kíló. Þessir stóru krókódílar verða sífellt sjaldgæfari því þeir eru oft veiddir þar sem skinn þeirrra er mjög vin- sælt. Skinnið er síðan notað í töskur, skó, kápur og fleira. Krókódílar borða fiska, fugla og spendýr, jafn- vel einstaka manneskju. Þeir veigra sér því ekki við að éta eitthvað stórt og hafa t.d. étið flóðhesta, gíraffa og ljón. Með kalt blóð og steina í maganum Krókódílar eru með kalt blóð og hafa gaman af því að sóla sig í hópum, með munninn galopinn. Á nóttinni eru þeir að mestu í vatni. Þrátt fyrir að vera með kalt blóð þá halda þeir líkamshita sínum mjög stöðugum. Þegar þeir halda sig saman í hópum þá eru þeir yfirleitt í sömu stærð því þeir eiga það til að éta sína eigin tegund. Stóru krókódílarnir éta stundum þá minni. Þrátt fyrir að krókódílar liti út fyrir að vera mjög grimmir, með allar þessar tennur, þá eru þeir mjög umhyggjusamir foreldrar. Krókódílar eru með sund- fit en nota sjaldnast lappirnar til að synda. Krókódílar lifa að jafnaði í 45 ár en þó hafa krókódílar í ánauð lifað í allt að 80 ár. Steinar finnast oft í maga á fullorðnum krókódílum og líffræðingar telja að steinarnir hjálpi krókódílunum að melta mat- inn sinn. Blaðið óskar öllum krökkum gleðilegs nýs árs og þakkar kær- lega fyrir góð viðbrögð á síðasta ári. Um leið og lesendur skjóta upp flugeldum og skemmta sér í kvöld munið þá vel eftirfarandi: • Passaðu að fara ekki of nálægt brennunni • Notaðu öryggisgleraugun þegar þú ert við brennuna. Það geta komið neistar úr brennunni og svo eru alltaf einhverjir sem skjóta upp flug- eldum nálægt brennu. Það er alltaf betra að vera með gleraugun. • Mundu að fikta alls ekki í neinum flugeldum eða eldi. Það getur verið stórhættulegt. • Það á alltaf að nota öryggisgler- augun nálægt flugeldum, jafnvel þó bara sé verið að horfa á þá. Minntu líka mömmu, pabba, afa og ömmu og alla aðra á að nota gleraugun. Fullorðið fólk gleymir stundum að það getur líka lent í slysi. • Vertu alltaf langt frá flugeld- unum þegar verið er að kveikja í þeim. Það er aldrei að vita í hvaða átt þeir fara. • Alls ekki fikta í eldspýtum eða öðrum eldi. Biddu bara einhvern fullorðinn að kveikja á stjörnuljós- inu fyrir þig. • Áður en þú ferð að leika þér að innibombum skaltu vera alveg viss um að þetta sé hættulaus inni- bomba. Spurðu einhvern fullorð- inn. Svo er um að gera að bregða foreldrum og ættingjum með góðri flöskusprengju. • Farðu varlega og góða skemmtun. issirþú Ef spenningurinn er mikill fyrir gamlárskvöldi þá er oft erfitt að bíða. Tím- inn líður ósköp hægt og kvöldið virðist aldrei ætla að koma. Ef þig vantar eitthvað til að stytta stundirnar þá gætirðu litað þessa skemmtilegu mynd. Aumingja maðurinn á myndinni hefur borðað alltof mikið yfir jólin og er alveg búinn að vera. Hundurinn er ekkert betri en er líka alveg afvelta. Góða skemmtun Það eru ekki allar þjóðir sem fagna nýju ári á miðnætti í kvöld. Sumar halda ekki upp á áramót fyrr en 14. janúar en þangað til er árið ennþá 2005 hjá þeim. Eins halda þau upp á jólin 7. janúar. Fæstar þjóðir skjóta upp eins mörgum flugeldum og lslend- ingar. I sumum löndum er það m e i r a að segja bannað að skjóta sjálfur upp flug- eldum. Þar verða opinberir að- ilar að halda flugeldasýningar. í Puerto Rico henda börn fötum fullum af vatni út um glugga á heimili sínu á miðnætti á gamlárs- kvöld. Þau telja að þessi siður hreinsi heimili þeirra af illum öndum. Á miðnætti á gamlárskveldi á Spáni borða allir 12 vínber, eitt vínber fyrir hvern mánuð nýs árs. Hvert vínber á að færa lukku á nýju ári. 1 Sviss er talið að lukka komi af því að láta rjómadropa lenda á Hvað er rautt og fer upp og niður? Svar: Tómatur í lyftu Hvað sagði stóri tómaturinn við litla tómatinn þegar þeir fóru yfir götuna? Svar: Flýttu þér tómatssósan þín Hvað sagði veggurinn við hinn vegginn? Svar: Hittumst á horninu. Hafðu samband: krakkar@vbl.is eða Krakkaumfjöllun, Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.