blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 17

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 17
Blaðið/Gúndi blaðið LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 ÁRIÐ SEM ER AD LÍÐA I 17 Baugsmálið var af ýmsum álitsgjöfum nefnt sem óvæntustu tíðindi ársins eða helstu vonbrigði þess. Hér sjást sakborningarnir Jóhannes Jónsson I Bónus, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson ganga til fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust þar sem þeir lýstu allir yfir sakleysi stnu. EYÞÓR ARNALDS FRIÐBJÖRN ORRIKETILSSON Stjarna ársins. Gunnar Egilsson pólfari og heims- methafi sem er sannkölluð póls- stjarna norðursins. Gunnar hefur komið norðrinu á kortið og það á Suðurheimsskautinu! Stjörnuhrap ársins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- maður Samfylkingarinnar. Stuðn- ingsmenn hennar áttu von á hala- stjörnu, en fengu stjörnuhrap í staðinn. Ingibjörg hefur enn ekki náð áttum nú um áramót og kennir öðrum um lækkandi flug. Ánægjulegasti viðburður ársins. Mér fannst ánægjulegast að fá að leika með Todmobile fyrir hundrað þúsund íslendinga á hafnarbakk- anum í Reykjavík á síðastu menning- arnótt R-listans. Vonbrigði ársins. í árslok finnst mér mikil vonbrigði að einu lagfæringar á Hellisheiði séu fyrir Alfreð Þorsteinsson og Hellis- heiðarvirkjun. Enn eru engin áform um að tvöfalda heiðina, þrátt fyrir mikið álag, slys og þá staðreynd að skipflutningar hafa nú lagst upp á land. Ég er sannfærður um að þetta verður leiðrétt af myndarskap á nýju ári, enda annað verið metnaðarfullt í samgöngumálum á árinu sem og síðustu árum. Óvæntustu tíðindi ársins. Óvæntast fannst mér að íbúðalána- sjóður fór inn á almennan lána- markað og varð þar með heildsölu- banki ríkisins loksins þegar búið var að selja bankana og afleggja ríkisábyrgðir að baki ríkisbanka á Islandi. Stjarna ársins Ólafur Magnússon og aðrir sem stóðu að stofnun Mjólku ehf sem framleiðir mjólk og tengdar vörur. Fyrirtækið starfar alfarið utan styrkjakerfis hins opinbera. Verkin látin tala í aðdáunarverðri viðleitni einstaklinganna til að ná árangri þrátt fyrir hindranir ríkisins. Stjörnuhrap ársins Ingibjörg Sólrún var á árinu kosin til formennsku í einum stærsta stjórnmálaflokki landsins en fylgi flokksins hefur hrunið jafnt og þétt síðan. Stjörnunni sem töluð var upp til skýjanna hefur sem fyrr ekki tek- ist að skína. Ánægjulegasti viðburður ársins Lækkun ríkisstjórnarinnar á tekjusköttum einstaklinga sem og afnám eignaskatta sem kemur til framkvæmda um áramótin. Frá- bært skref í átt að auknu frelsi sem kemur öllum til góða - sérstaklega fátækum. Vonbrigði ársins Brotthvarf Davlðs Oddssonar úr stjórnmálum. Þar fór mikill bar- áttumaður fyrir einstaklingsfrelsi og litlum ríkisafskiptum. Frelsið missti sterkan baráttumann í stjórn- málum en eignaðist nýjan á sviði efnahagsmála. Óvæntustu tíðindi ársins Niðurstaða Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar um að vinna að niður- fellingu styrkja til landbúnaðar og fella niður tollamúra á innflutning landbúnaðarafurða. Frábært skref sem ekki var fyrirsjáanlegt og mun einna helst bæta hag fátækra í þróunarlöndum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var af flestum nefnd til dæmis um stjörnuhrap ársins. Hér hrósar hún sigri á landsfundi Samfylkingarinnar ásamt varaformanni sínum. Blaðið/Gúndi O KATRÍN JÚLlUSDÓTTIR Stjarna ársins Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Hún þorði, gat og vildi hækka laun þeirra lægst launuðu hjá borginni. Sýndi þarna að hún er jafnaðarmaður í verki og sýndi að lág laun eru ekki lögmál og þau er hægt að hækka ef rétt fólk stýrir skútunni. Stjörnuhrap ársins Geir H. Haarde. Hann hefur ekki sýnt þjóðinni neitt síðan hann var kosinn formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var kosinn formaður og hvarf í kjölfarið. Ánægjulegasti viðburður ársins Hækkun Reykjavíkurlistans á lægstu launum starfsmanna borgar- innar. Rétt forgangsröðun og alvöru aðgerð til að leysa bráðan vanda vegna vöntunar á starfsfólki í und- irstöðu störf s.s. á leikskólum hjá borginni. Vonbrigði ársins Aðgerðaleysi og þyrnirósarsvefn meirihluta sjálfstæðis- og framsókn- armanna í Kópavogi í málefnum leik- skólanna þar í bæ. í allt haust hefur vantað starfsfólk og foreldrar þurft að vera heima með börnin nokkra daga í mánuði. Það var vitað að ástandið myndi versna enn nú um áramót en ekkert hefur verið gert til að bregðast við vandanum. Furðu- leg forgangsröðun þegar áformuð er bygging íþróttahallar og óperuhúss uppá fleiri milljarða. Óvæntustu tíðindi ársins. Fátt kom á óvart í pólitíkinni á árinu. Nema kannski hvarf Geirs H. Ha- arde af sjónarsviði stjórnmálanna eftir að hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjóst við því að hann yrði ögn atkvæðameiri og reyndi að marka sér sérstöðu í stjórn- málum eftir brotthvarfDavíðs. KJARTAN MAGNÚSSON Stjarna ársins Davíð Oddsson, sem kvaddi stjórn- málin með stíl. Hann getur litið yfir farinn veg með stolti og mun halda áfram að þjóna landi og þjóð á nýjum vettvangi. Stjörnuhrap Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlýtur að hafa valdið öllum vonbrigðum. í stað þess að eggja sitt fólk til dáða er þetta allt að koðna niður hjá henni. Ánægjulegasti viðburður ársins Glæsilegt prófkjör okkar sjálfstæð- ismanna. Eg er auðvitað þakklátur fyrir þann mikla stuðning, sem ég hlaut, en ekki síður fyrir það hvernig prófkjörið var okkur sjálf- stæðismönnum lyftistöng og skiíaði afar sterkum og heilsteyptum lista. Vonbrigði ársins Hvernig líkið af R-listanum heldur áfram að gera borginni og borgar- búum, allt til þess að halda í völdin. Óvæntustu tíðindi ársins Að Dagur B. Eggertsson skyldi hætta að verða óháður stjórnmálamaður og gerast Samfylkingarmaður. Það var ámóta óvænt og stuðningsyfir- lýsing hans við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylk- ingar meðan hann var enn óháður. • t. W MARGRÉT SVERRISDÓTTIR Stjarna ársins Saga Thelmu af sjúkum föður hennar lætur engan ósnortinn og það þarf mikið hugrekki til að segja slíka sögu. Stjörnuhrap ársins Stjörnuhrap Framsóknarflokksins var Auðunn Georg Ólafsson, sem var fréttastjóri einn dag en hrökkl- aðist frá vegna óánægju með pólit- íska ráðningu hans, enda var hann alveg reynslulaus í samanburði við aðra umsækjendur. Nú er hann gleymdur. Anægjulegasti viðburður ársins Kvennafríið 24. október sl. vegna þess mikla fjölda kvenna sem lagði niður vinnu til að mótmæla launa- mun kynjanna og sýna samstöðu sína. Vonbrigði ársins Þingmaðurinn sem sveik góðan mál- stað og alla sína kjósendur þegar hann skipti um flokk í þeim tilgangi einum að þjóna hégómagirnd sinni. Svo liggur hver sem lund er til. Óvæntustu tíðíndi ársins Þegar Davíð ákvað að setjast í stól Seðlabankastjóra. Það hefur marg- sýnt sig að hann hefur ekkert vit á efnahags- og fjármálum. SIGRlÐUR Á. ANDERSEN Stjarna ársins Bíleigendur. Þeir hafa bætt við sig 18 þúsund nýjum fólksbílum á þessu ári þrátt fyrir stjarnfræðilega skatt- heimtu og áróður R-listans gegn einkabílnum. Stjörnuhrap ársins Hinar dýrkeyptu fótboltastjörnur Real Madrid. Ánægjulegasti viðburður ársins Álagning eignarskatta - í síðasta sinn. Vonbrigði ársins Að kettir, sem blessunarlega hafa verið án opinberra afskipta frá land- námi, voru veiddir í reglugerðanet Reykjavíkurborgar. Óvæntustu tíðindi ársins Niðurstaðan í lóðahappdrætti R-list- ans í Lambaseli var með ólíkindum. ÞORGRlMUR ÞRÁINSSON Stjarna ársins Magnús Scheving. Hann fylgir sann- færingu sinni og ástríðu þrátt fyrir erfiðar hindranir og hefur haft víð- tæk áhrif á viðhorf barna til mata- ræðis. Magnús er öðrum til eftir- breytni, fylgir draumsýn sinni. Stjörnuhrap ársins Ónefndur Einskisson. Langflestir hrapa einhvern tímann í lífinu en til allrar hamingju rísa flestir upp aftur. Sterkustu persónuleikarnir hefja sig alltaf til flugs eftir brotlendingar. Ánægjulegasti viðburður ársins Að fylgjast með börnunum mínum upplifa jólin, gjafirnar og gleðina af hjartans einlægni á aðfangadagskvöld. Vonbrigði ársins Skammsýni og úrræðaleysi ráða- manna þjóðarinnar í málefnum aldr- aða og þeirra sem minna mega sín. Þótt menn hafi völd verða þeir að þora að vera einstaklingar og fylgja hjartanu. Óvæntustu tíðindi ársins Áhugi almennings á persónulegum harmleik annarra sem einstaka fjöl- miðlar velta sér endalaust upp úr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.