blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 22
22 I TILVERAN LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaAÍA I Halldóra hugsar upphátt é ,Nú árið er liðið í aldanna skautr Jæja, þá er komið að árslokum og öllu húllumhæi sem því fylgir. Yfirleitt ríkir mikil stemning hjá landanum fyrir þessu kvöldi og menn eru farnir að planleggja kvöldsins dýrðir löngu áður en gamlársdagur knýr dyra. Hins vegar hef ég ósjaldan orðið vör við að tilhlökkunin snúist upp í andhverfu sína þegar á hólminn er komið. Enda þótt gamlárskvöld kunni að vera af- spyrnu skemmtilegt kvöld í faðmi fjölskyldu og annarra sprelli- gosa þá geta því fylgt ansi blendnar tilfinningar. Þetta sýnir sig náttúrulega best þegar klukkan slær tólf og „nú árið er liðið í aldanna skaut” berst eyrum okkar. Þá vilja jafnvel hörðustu menn verða nokkuð meyrir við það að horfa um öxl og líta yfir farinn veg. Hvort sem árið hefur verið gott í alla staði eða bara fremur skítt, þá læðast nokkur tár fram í augnkrókana og maður verður ferlega lítill eitthvað inn í sér. Ég reyndar held að þetta sé vegna þeirra krafna sem við gerum til hvers árs fyrir sig. Við ætlumst til þess að nýtt ár færi okkur ómælda gleði og hamingju á silfurfati svo að við getum nú skálað með fullri reisn þegar árið kveður svo að lokum. Ég veit ekki hvort þessar væntingar kunni góðri lukku að stýra þegar öllu er á botninn hvolft, nú eða hvort það sé hreinlega sniðugt Þetta eru nú bara skipti milli eins árs til annars, eins dags til annars dags og nýrri tölu á dagatalinu. Einhverra hluta vegna virðist þessi skipti samt verða einhver uppgjörs- tími hjá okkur þar sem við skoðum hvað við höfum af- rekað og hverju við höfum glatað. Voðalega dramatískt allt saman. Svo eru það áramótaheitin sem vekja furðu mína. Fólk ákveður að hætta að reykja, taka af sér fjóra sentímetra á lærum, hætta að borða blessuð dýrin, endurskipuleggja fjár- haginn (á milli þess sem það kveikir í tugum þúsunda í lofti) eða hvaðeina annað sem við wmHM hrösum svo yfirleitt um á endanum. Persónuleg áramóta- heit eru mér allavega ekki að skapi. Það er þá einna helst að maður myndi mælast til þess að ákveðin fyrirtæki og stofnanir myndu leggja línurnar fyrir mannúðlegri stefnu í starfi. Hér má helst nefna harðsvíruðustu fjöl- miðlasneplana sem hafa haft það eitt að markmiði að gera mörgum Islendingnum lífið leitt og spangóla um víðan völl sögur um einkalíf fólks - þá flestar ósannar. Nei, nú er þetta kannski orðið aðeins of neikvætt, enda ekki ætlunin að skammast út í aðra á fallegum degi sem þessum. Engu að síður mega margir hugsa sinn gang. Annars óska ég öllum gleðilegs árs og far- sældar á árinu sem senn gengur í garð. Vonandi eigið þið góða stund í kvöld, hvort sem það verður með grátstafinn í kverkunum eður ei. Þetta er allt saman voðalega fallegt! Halldóra Þorsteinsdóttir HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu sátt/ur við árið sem er að liða? Nú er árið á enda runnið og margir líta eflaust til baka og skoða það sem gert hefur verið á árinu. Árin eru misjöfn eins og þau eru mörg og eitt ár getur verið afar óheppilegt meðan annað er dýrlegt. Hvað sem því líður er um að gera að horfa já- kvætt á komandi tíma, bjóða nýtt ár velkomið til leiks og kappkosta að bæta það sem betur má fara í leik og starfi. Þreyttu eftirfarandi persónuleika- próf, og þú getur komist að raun um hvort þú sért í raun ánægð/ur með liðið ár eða hvort það hefði mátt vera ívið betra. IÞegar þú lítur til baka - ertu sátt/ur við það sem þú hefur gert á árinu, eða finnst þér ekki mikið til ársins koma í heild sinni? a)Ég er mjög sátt/ur við árið sem er að líða og vona að næsta ár verði eins gott, jafnvel betra. b)Þetta var ágætis ár, en ekki endi- lega sérstakt. Maður átti svosem betra ár í fyrra eða árið þar áður. c) Þetta ár var eiginlega í einu orði sagt hrikalegt. Það er eins gott að næsta ár verði betra. 2Finnurðu fyrir þakklæti fyrir liðnu ári og þeim hlutum sem gerst hafa í þínu lífi? a)Þakklæti?! Nei, ég held nú síður - það er ekki mikið að þakka fyrir sérstaklega þetta árið. b)Jú, að sjálfsögðu finn ég fyrir miklu þakklæti og finnst ég hafa áunnið mikið. c) Maður er kannski þakklátur fyrir vini og fjölskyldu, en það er ekki neitt sérstakt sem ég get þakkað fyrir þar fyrir utan. 3Hlakkar þú til að takast á við nýtt ár og jafnvel upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt? a)Nei, ég kippi mér ekki upp við nýtt ár og þess vegna finn ég ekki fyrir neinni sérstakri gleði eða til- hlökkun varðandi árin sem slík. b)Jú, ég hlakka þvilíkt til og er ansi jákvæð/ur á nýja árið! Það er alltaf eitthvað skemmtilegt sem gerist í upphafi nýs árs. c) Jújú, það er ágætt að fá nýtt ár - en ég er ekkert að spenna mig of mikið upp sökum þessa. Finnst þér gamlárskvöld skemmtilegt og spennandi kvöld? a) Nei, mér finnst það oft hálf sorg- legt bara. Þá finnur maður fyrir ein- hverri viðkvæmni og núna held ég að ég verði sérstaklega meyr þegar ég horfi til baka. b) Jájá, það er alltaf ákveðin stemn- ing sem fylgir þessu kvöldi - flug- eldar og önnur skemmtilegheit sem gaman er að taka þátt í. c) Já, þetta er besta kvöld ársins hjá mér. Það er ekki hægt að horfa yfir liðið ár án þess að hafa bros á vör og vera sátt/ur. Tókstu á við einhverja nýja og framandi hluti á árinu 2005? a) Nei, ég gerði ekkert spennandi þannig séð. b) Kannski ekki framandi hluti, en maður upplifði ýmislegt nýtt og skemmtilegt. c) Jú - ég geri alltaf eitthvað skemmti- legt og þetta ár er engin undantekn- ing. Það þýðir ekki að hjakka ætíð í sama farinu. 6Lentirðu í miklum erfið- leikum tengdum starfi, fjöl- skyldu, vinum eða heiísu- fari á liðnu ári? a)Nei, ég var svo heppin/n að lenda í sem minnstum erfiðleikum. Auð- vitað er alltaf eitthvað sem skýtur upp kollinum, en það er óþarfi að spá mikið í það. b)Það er alltaf eitthvað neikvætt sem á sér stað, mismikið bara eftir árum. c)Já, ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið mitt óhappaár varðandi samskipti við aðra og heilsuleysi. Áttu miklar breytingar sér stað á árinu, s.s. flutningar eða annað sem hafði áhrif á lífþitt? a)Já, það var mikið sem breyttist - árið var sannkallað umskiptaár í alla staði. b)Nei, þetta var bara enn eitt árið sem líður án mikilla breytinga. c) Jú, það breytist auðvitað alltaf eitt- hvað á hverju ári. 8. Vonastu til að upplifa svipaða hluti á nýju ári og það sem þú upplifðir á árinu 2005? a) Nei, ég væri nú alveg til í að fá eitt- hvað annað á komandi ári. b) Það er margt sem ég myndi vilja upplifa aftur, en annað sem ég vil helst ekki sjá. c) Já! Ef nýja árið verður eins marg- breytilegt og skemmtilegt og það sem er að líða þá er ég í góðum málum! Reiknaðu út stigin 1. a) 4 stig b)2stig c) 1 stig 2. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 3. a) 1 stig b) 4 stig c) 2 stig 4. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 5. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 6. a) 4 stig b) 2 stig c) 1 stig 7. a) 4 stig b) 1 stig c) 2 stig 8. a) 1 stig b) 2 stig c) 4 stig 0-8 stig: Þú ert síður en svo ánægð/ur með árið sem er að líða. Eflaust hefur þú lent í einhverjum hrakningum, hvort sem er í einkalífi, starfi eða öðru í lífi þínu. Auðvitað er leiðin- legt að upplifa óskemmtilegt ár, en engu að síður þarftu að herða upp hugann og líta fram á veginn. Við upplifum öll leiðinleg ár einhvern tímann á lífsleiðinni og málið er bara að leggja sig fram við að bæta úr því á nýju ári. Gangi þér vel - og vittu til, það leynast góðir hlutir rétt handan hornsins. 9-20 stig: Þér fannst árið ágætt út af fyrir sig, þó svo að það hefði e.t.v. mátt vera betra. Sum ár eru einmitt svona - þau einhvern veginn líða bara án þess að neitt merkilegt ger- ist. Við slíkar aðstæður þarf bara að læra þolinmæði og njóta þess að lifa hvern dag fyrir sig án þess að mikið sé í gangi. Blákaldur hversdagsleikinn getur líka verið sjarmerandi og við þurfum að geta notið hans. 21-32 stig: Það er naumast hvað þú hefur átt gott ár. Vonandi meturðu það og ert þakklát/ur fyrir það sem á daga þína eða þinna nánustu hefur drifið. Þegar vel gengur er mikilvægt að taka hlutunum ekki sem sjálfsögðum, heldur þakka fyrir og finna fyrir gleði í brjósti á innilegan hátt. Vonandi verður næsta ár eins gott og þetta hjá þér, en hins vegar máttu ekki gera of miklar kröfur. Það er ekki alltaf gaman í lífinu og það þurfa allir að gera sér grein fyrir því.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.