blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 19

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 19
blaöiö LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 ÁRAMÓT I 19 Áramót endurspeglast í mismunandi siðum og venjum: Áramót með ýmsu móti í öllum trúarbrögðum táknar nýtt ár nýtt upphaf. Þetta er tím- inn þegar fólk iðrast misgjörða sinna og lofar bót og betrun á nýju ári. öll trúarbrögð hvetja fylgismenn sína til að rifja upp það sem gerðist á liðnu ári og fá fólk til að bæta líf sitt á því nýja. En það fagna ekki allir nýju ári á sama tíma og það er mismunandi eftir trúarbrögðum hvernig fylgis- menn þeirra fagna nýju ári. Gyðingar fastaánýársdagenhalda stóra veislu í lok dagsins með vinum og ættingjum. Gyðingar halda upp á nýár í september. Við áramót snæða þeir brauð og vín en brauðið er í lag- inu eins og kóróna og er tákn þess að Guð er á himnum og á að boða gott nýár. í samkomuhúsum gyðinga er blásið í hrútshorn til að minna fólk á að hugsa um liðið ár og biðjast fyr- irgefningar. Nýár er upphaf ío daga tímabils bænagjörða þar sem Guð er tignaður og fólk biður þess að það verði betri manneskjur á nýju ári. Áramót á ólíkum árstíma Hindúar byggja tímatal sitt á upp- hafi Saka tímabilsins sem hófst árið 78. Hindúar halda upp á komu hverrar árstíðar og má því segja að þeir haldi áramót fjórum sinnum á ári. Diwali nefnist nýársfagnaður sem haldinn er í upphafi hausts. Hindúar trúa því að guðir sem færa heppni komi í hús sem eru ljósum prýdd og búa börn til litla lampa úr leir sem fólk setur upp hjá sér og eru talin boða hamingju. Baháíar miða tímatal sitt við það þegar sendiboði Guðs; Bábinn kom og boðaði endurkomu Guðs árið 1844 og miða baháíar tímatal sitt við það ár. Núna er því árið 163 hjá ba- háíum. Ár baháía eru 19 mánuðir og hefur hver mánuður 19 daga þannig að árið er 361 dagur hjá þeim. Bahá- íar halda sitt nýár á vorjafndægri eða 21 mars. Samkvæmt Ólafi Har- aldsyni baháía gera þeir sér daga- mun í mat og drykk um áramót. Síð- asta mánuðinn í árinu fasta þeir frá sólarupprás til sólarlags og neyta þá hvorki matar né drykkjar. Víetnamar trúa því að í híbýlum þeirra búi guðir sem haldi lista yfir gjörðir þeirra og verndi fjölskyldur þeirra. Áður en nýja árið gengur í garð færa þeir guðunum gjafir til að hljóta náð hjá þeim þegar þeir fara til himna. Víetnamar fagna nýju ári í þrjá daga en þá kveikja þeir á kertum til að heiðra látna ástvini sem þeir trúa að snúi aftur yfir ný- árið. Það er trú Víetnama að til að koma í veg fyrir ógæfu á nýju ári verði allir að vera hamingjusamir um áramótin. Kínverjar halda áramót 14. janúar og þrífur fólk híbýli sín og skiptist á gjöfum um áramótin. Á þriðja degi hátíðarhaldanna er dans Ijónanna dansaður og þá klæða karlmenn sig í ljónabúninga. Dans drekanna er einnig dansaður á þriðja degi nýs árs og sjá nokkrir menn um að flytja drekann um götur borg- anna. Rautt er litur heppninnnar og spilar stóran þátt í hátíðarhöld- unum. Kínverjar trúa því að púður- kerlingar fæli burt illa anda og eru hátíðarhöldin því mjög hávaðasöm en einnig eru slegnar trumbur. Kín- verjar nefna ár sín eftir 12 dýrum en hvert dýr hefur ólikar hefðir, styrk- leika og veikleika. Múhameðstrúarmenn miða tímatal sitt við árið 662 en það ár ferðaðist Muhammad frá Mecca til Medinu. Múhameðstrúarmenn miða tímatal sitt við gang tunglsins og dagatalið endurtekur sig á 30 ára fresti. Múhameðstrúarmenn halda sitt nýár 21. mars og nota daginn til að biðjast fyrir og minnast flótta spá- mannsins frá Mecca til Medinu. Margir í arabalöndum aðhyllast kenningar zaraþústra en þau trúar- brögð eru forveri múhameðstrúar. Fylgismenn zaraþústra halda upp á nýár 20. mars og stendur hátíðin yfir í nokkra daga. Nýár kallast norouz og er talið að haldið hafi verið upp á það í 3000 ár. Þrátt fyrir að múhameðstrú héldi innreið sína í lönd sem áður aðhylltust zaraþústra hélt norouz áfram að vera stærsta hátíð ársins í þessum löndum. Þeir sem aðhyllast zaraþústra gera hreint fyrir áramót og kaupa sér ný föt til hátíðanna. Um áramót er siður að fólk heimsæki ættingja sína og færi hvort öðru gjafir. hugrun@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.