blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 bla6iö
TIPPARIVIKUNNAR:
Viggó Sigurðsson - United er númer eitt hjá honum
Síðasta umferð ensku
úrvalsdeildarinnar á þessu ári fer
fram í dag. Erfiðar vallaraðstæður
hafa verið á Englandi undanfarna
daga og á miðvikudag var þremur
leikjum í úrvalsdeildinni frestað
vegna slæmra vallaraðstæðna. Því
má allt eins reikna með óvæntum
úrslitum en í dag lokar sölukerfi
íslenskra getrauna klukkan 14.00.
Viggó Sigurðsson hefur alltaf
fylgst með fótboltanum þrátt
fyrir að vera einhver þekktasti
handknattleiksmaður okkar
Islendinga um margra áratuga skeið
og hans uppáhaldslið eru rauðu
djöflarnir.
En afhverju heldur Viggó með
United?
„Ég hef verið United-maður frá
blautu barnsbeini og hreyfst mjög
af Bobby Charlton á sínum tíma.
Á heimilinu var bara Arsenal til
þá. Þannig að maður var í mikilli
baráttu. Pabbi og bróðir minn
voru Arsenal-menn. Þetta var
eitthvað „out of the blue“. Það var
eitthvað sem hreif mann við þetta
félag. Þetta var svona í kringum
1965- eða 6. Ég er algjörlega sannur
Manchester United-aðdáandi. Ég
á búning og fleira. Ég á þó eftir að
sjá mína menn spila á Old Trafford.
011 fjölskyldan er United. Öll fjögur
börnin og konan líka. Ég klikkaði
ekki á því sama og karl faðir minn
eða þannig. Hér eru allir með sama
liðinu. Við erum einnig miklir
aðdáendur þýska fótboltans. Það er
í eina skiptið sem við deilum um
fótbolta hér í fjölskyldunni þegar
við ræðum um þýska fótboltann.
Við höldum nefnilega ekki öll með
sama liðinu. United er þó lið númer
eitt. Ég er nú þannig að ég á lið
í hverju landi. AC Milan á Ítalíu,
Barcelona að sjálfsögðu á Spáni og
Hamburger í Þýskalandi og svo að
sjálfsögðu Manchester United sem
er aðalliðið“, sagði Viggó Sigurðsson
landsliðsþjálfari í handknattleik
sem er tippari vikunnar hér hjá
okkur á Blaðinu.
BlaÖiÖ/Frikki
Spá Viggós:
Sparnaðarkerfi: S-io
1. Liverpool - W.B.A. 1-2
,Ég segi 1-2. Ég vona að Liverpool tapi.
Þetta er byggt á von og engu öðru. Mér
finnst þeirspila leiðinlega knattspyrnu
og finnst þeir fá meira en getan segir til
um".
Tolfræði í úrvaisdeildinni á Anfield: Liðin
hafa aðeins mæst tvisvar sinnum í ensku
úrvalsdeildinni og Liverpool hefur unnið
báða leikina. W.B.A. hefur enn ekki unnið
leik á útivelli í deildinni á leiktíðinni,
0-3-6. Liverpool er með árangurinn 7-1-1
á heimavelli.
2. Man.Utd. - Bolton 1
„Bolton hefur reynst okkur erfiður Ijár
í þúfu og hirt af okkur stig á slæmum
tímum. Auðvitað segi ég einn eftir áfallið
f meistaradeildinni hefur United spilað
mjög vel og er að ná fyrri glans. Þannig
að við pökkum þessu saman".
Tölfræði liðanna í úrvalsdeildinni á Old
Trafford: United hefur unnið 3 leiki,
Bolton 2 og einn hefur endað með
jafntefli. Ivan Campo verður f leikbanni
en Paul Scholes hefur skorað 11 mörk i
leikjum sínum gegn Bolton.
3. Wigan - Blackburn X-2
„X-2. Ég tel að Wigan séu búnir að koma á
óvart og þetta er dæmigert lið sem spilar
af eldmóði f upphafi og leiðin á bara eftir
að liggja niður á við úr þessu".
Tölfræði liðanna f úrvalsdeildinni á
JJB-ieikvanginum: Liðin hafa aldrei mæst
áður i ensku úrvalsdeildinni. Wigan hefur
unnið 6 af 10 heimaleikjum en Blackburn
hefur aðeins unnið 2 útileiki f vetur.
4. Middlesbrough - Man.City 1-2
„Ég hef alltaf miklar taugar til City. Ég tippa
á 1-2 og tel City eiga góða möguleika á
sigri. Man.City hefur alltaf verið lið númer
tvö hjá mér í ensku knattspyrnunni öfugt
við marga aðra United aðdáendur".
Tölfræði liðanna í úrvalsdeildinni á
The Riverside: Middlesbrough hefur
unnið 5 leiki, einn endað með jafntefli
en City hefur aldrei unnið á heimavelli
Middlesbrough f úrvalsdeildinni.
5. Sunderland - Everton 1-X
„1 -X. Everton var að spila í fyrra langt yfir
getu en eru núna á eðlilegu róli. Þeir voru
með alitof miklar væntingar fyrir mótið
miðað við liðið sem þeir hafa á að skipa".
Tölfræði liðanna í úrvalsdeildinni á
Leikvangi Ijóssins: Sunderland hefur
unnið 4 leiki, Everton 1 en liðin hafa
aldrei gert jafntefli á Leikvangi Ijóssins.
Phil Neville og Mikel Arteta leikmenn
Everton verða í leikbanni í leiknum.
Sunderland er eina liðið f deildinni sem
enn hefur ekki unnið leik á heimavelli.
0-3-7.
6. Portsmouth - Fulham 1-2
„1-2. Það er náttúrulega fslendingur með
Fulham. Þetta er sprengjulið og getur
oft spilað vel. Ég held að þetta geti orðið
spennandi leikur. Ég held Ifka að Heiðar
skori i þriðja leiknum i röð. Hann er
markaskorari af Guðs náð".
Tölfræði líðanna i úrvalsdeildinnl á
Fratton Park: Portsmouth hefur unnið
1 leik, 1 hefur endað með jafntefli en
Fulham hefur ekki enn unnið á Fratton
Park í úrvalsdeildinni. Gregory Vignal
leikmaður Portsmouth verður f leikbanni.
Fulham hefur ekki enn unnið leik á
útivelli á leiktiðinni.
7. Woives - Plymouth 1
„Úlfarnir vinna það án efa".
Töifræði liðanna: Wolves er f 6.sæti.
Arangur heima: 5-5-3. Plymouth er
í 19.sæti af 24.liðum. Árangur á
útivöllum: 2-5-6.
8. Sheff.Utd. - Stoke 1-X
„1-X. Stoke virðist aðeins vera að missa
flugið eftir að hafa verið á ágætu
róli. Ekki nógu góðirtil að fara upp i
úvarlsdeildina að þessu sinni".
Tölfræði liðanns: Sheff.Utd. er f 2.sæti.
Árangur heima: 10-2-1. Stoke er í
9. sæti. Arangur á útivöllum: 7-0-6.
9. Leicester - Norwich 1-2
„1-2. Ekkert meira um það að segja".
Tölfræði liðanna Leicester er f
20.sæti af 24 liðum. Arangur heima:
4-6-3. Norwich er f 12.sæti. Árangur á
útivöllum: 4-1-8.
10. Crewe-Q.P.R. 1-2
„Lið sem heitir Crewe á ekki að vera i
fótbolta. Það er mín skoðun".
Tölfræði liðanna Crewe er í 22.sæti eða
f þriðja neðsta sæti. Arangur heima:
3-5-5. Q.P.R. er f 13.sæti. Árangur á
útivöllum: 3-5-5.
11.
„Það
f úrvalsdeildinni en þetta verður mikill
bardagi".
Tölfræði liðanna: Barnsley er í 5.sæti
ensku 2.deildarinnar. Árangur heima: 7-4-
1. Huddersf ield er í 3.sæti, 2.deildarinnar.
Arangur á útivöllum: 4-4-3.
12.Southend - Bournemouth 1
„Pottþéttur heimasigur".
Töifræði liðann Southend er í 4.sæti,
2. deildarinnar. Árangur heima: 5-5-2.
Bournemouth er í 9.sæti. Arangur á
útivöllum: 4-3-5.
13. Scunthorpe - Bradford 1-2
„Það verður ekkert dautt jafntefli í
þessum slag. Bæði lið þurfa nauðsynlega
á þremur stigum að halda".
Tölfræði liðann Scunthorpe er f 16
sæti. Arangur heima: 5-3-4. Bradford er f
12.sæti ensku 2.deildarínnar. Árangur á
útivöllum: 4-5-3.
Barnsley:- Huddersfield 1-2
er ekkert langt sfðan Barnsley var
Aðrir leikir í ensku
úrvalsdeildinni í dag.
Charlton - West Ham
Hermanni Hreiðarssyni og félögum
hefur gengið afleitlega að undan-
förnu. Charlton er komið niður í
i2.sæti með 22 stig og hefur aðeins
unnið 2 leiki á heimavelli í vetur af
9 leikjum. Danny Murphy verður
í leikbanni í dag. West Ham er í
9.sæti með 25 stig og hefur unnið 3
leiki af 10 á útivöllum og gert 4 jafn-
tefli. Liðin hafa fjórum sinnum
mæst á The Valley heimavelli Charl-
ton í ensku úrvalsdeildinni. Charl-
ton hefur unnið tvo og tveir hafa
endað með jafntefli.
Tottenham - Newcastle
Tottenham verður án Ledley King
sem er meiddur og Lee Bowyer leik-
maður Newcastle verður í leikbanni.
Liðin hafa 11 sinnum mæst í úrvals-
deildinni á White Hart Lane. Tot-
tenham hefur unnið sjö, Newcastle
hefur unnið 4 leiki og 1 hefur endað
með jafntefli.
Aston Villa - Arsenal
Aston Villa er í i3.sæti með 21 stig og
hefur unnið þrjá leiki af níu á heima-
velli og gert 2 jafntefli en tapað 4
leikjum. Arsenal er í ó.sæti og hefur
aðeins unnið 2 leiki á útivöílum á
leiktíðinni, gert 2 jafntefli og tapað
5. í úrvalsdeildinni hafa liðin mæst
alls 13 sinnum á Villa Park. Aston
Villa hefur unnið þrjá, fimm hefur
lokið með jafntefli og Arsenal hefur
unnið fimm leiki.
Chelsea - Birmingham
Hinir bláu í Chelsea hafa unnið alla
sína 10 leiki á heimavelli það sem af
er leiktíð og eru með 11 stiga forskot
á toppi deildarinnar. Birmingham
er í næstneðsta sæti og hefur unnið
aðeins 2 leiki á útivelli, gert 2 jafnt-
efli og tapað 5. Frank Lampard er
búinn að jafna sig á flensu og verður
með Chelsea og þá er búist við að
Carlo Cudicini verði í marki Chelsea.
Jiri Jarosik sem er í láni hjá Birming-
ham frá Chelsea verður ekki með í
leiknum. Liðin hafa mæst aðeins
þrisvar sinnum á Stamford Bridge
í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea
hefur unnið einn leik og tveir hafa
endað með jafntefli.
Staðan í Úrvalsdeildinni
L U J T Mörk Stig
I.Chelsea 19 17 1 1 41:9 52
2. Man. Utd 19 12 5 2 36:16 41
3. Liverpool 17 11 4 2 25:9 37
4.Tottenham 19 9 7 3 27:18 34
S.Wigan 19 11 1 7 25:21 34
6. Arsenal 18 10 2 6 27:15 32
7. Bolton 17 9 4 4 22:14 31
8. Man. City 19 8 3 8 27:22 27
9. West Ham 19 7 5 7 26:25 26
10. Newcastle 18 7 4 7 18:19 25
II.BIackburn 18 7 3 8 21:24 24
12. Charlton 17 7 1 9 21:27 22
13. AstonVilla 19 5 6 8 23:29 21
14. Fulham 19 5 5 9 23:28 20
15. Middlesbro 18 5 5 8 23:28 20
16.WBA 19 5 4 10 19:28 19
17,Everton 19 5 2 12 10:30 17
18. Portsmouth 19 3 5 11 14:31 14
19. Birmingham 18 3 4 11 13:27 13
20. Sunderland 18 1 3 14 14:35 6
Leikir íbeinni
1 dag á Enska
Boltanum:
EB.1 kl. 12.35 Aston Villa - Arsenal
EB.1 kl. 14.50 Man. United - Bolton
EB.2 kl. 12.55 Chelsea - Birmingham
EB.2. kl.15.00 Liverpool - W.B.A.
EB.3 kl.12.55 Charlton - West Ham
EB.3 kl.15.00 Middlesbro - Man. City
EB.4 kl.12.55 Tottenham - Newcastle
EB.4 kl.15.00 Sunderland - Everton
EB.5 kl.14.55 Porstmouth - Fulham
ÍÞRÓTTIR
VALTÝR BJÖRN
I