blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaóiö Starfsmenn Alcan: Lýsa andstyggð á uppsögnum Ólga er í álverinu í Straumsvík vegna uppsagnar starfsmanns. Fjárlmálastjóri segir ásak- anirnar rangar. Gylfi Ingvarsson, trúnaðarmaður starfsmanna Alcan segir mikinn kurr meðal vinnufélaga sinna vegna uppsagna hjá fyrirtækinu. Mönnum sem sagt hafi verið upp án ástæðu hafi ekki verið gefinn kostur á að kveðja vinnufélaga sína eða safna saman persónulegum munum, og er skipað að yfirgefa svæðið þegar í stað í fylgd fulltrúa fyrirtækis- ins. Sex starfsmönnum hefur verið sagt upp með þessum hætti frá því nýir kjarasamningar tóku gildi í mars. „Okkur líst mjög illa á þessa starfshætti. Mönnum er sagt upp án ástæðu en með því að fara þá leið eru þeir að skjóta sér frá allri aðkomu fulltrúa starfsmanna eða verkalýðs- félaga. Ef manni væri sagt upp vegna brota á kjarasamningi eða brots á öryggisreglum þá ættum við að- komu að því og gætum varið mann- inn. En með því að tilgreina ekki ástæðu fyrir uppsögninni komast þeir upp með að hafa þetta svona.“ Gylfi segir þetta vera brot á starfs- reglum Alcan, en þar segi að sé manni sagt upp störfum skal honum gefinn kostur á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. „1 þessu tilviki var bara sagt: Við gefum ekki upp ástæður uppsagnar." Gylfi segir að íoo manna fundur hafi verið hald- inn í gær. „Það var mjög athyglisvert að verkstjórarnir mættu á fundinn og neituðu að fara þegar þeir voru beðnir um það. Við lítum á það sem íhlutun af hálfu stjórnendanna, og að verkstjórarnir hafi haft frá þeim fyrirmæli um að fylgjast með fundinum." Rangar ásakanir Fjármálastjóri álversins, Sigurður Þór Ásgeirsson svaraði ásökunum starfs- manna í gær og kallaði þær rangar. í tilkynningu frá honum segir að engum starfsmanni sé sagt upp að tilefnislausu. Slíkt eigi sér ætíð aðdrag- anda og er ekki gert nema að athug- uðu máli. Uppsögn sé alvarlegt mál, en geti stundum verið óumflýjanleg þegar „starfsmaður á ekki lengur samleið með fyrirtækinu.“ Hann segir vinnulag við uppsögn vera breytilegt á milli einstakra tilfella, en þess sé ætíð gætt að uppfylla ákvæði samninga og að farið sé að lögum og reglum sem í gildi séu hjá fyrir- tækinu. Hann segir út í hött að starfs- manni sem sagt sé upp sé ekki leyft að sækja persónulega muni eða kveðja vinnufélaga en bætir við að reynslan hafi sýnt að það sé heppilegast fyrir viðkomandi að „fá að fara heim beint eftir uppsögn.“ Hann bætir því við að nýleg starfsmannakönnun sanni að yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna Alcan á íslandi beri fullt traust til fyrir- tækisins og stjórnenda þess. Kauphöllin: Landsbankinn hækkaði mest Þrjú félög í Kauphöllinni hækk- uðu meira en ioo% í verði á árinu. Landsbankinn hækkaði mest eða um 112%, Bakkavör hækkaði um no% og þá hækkaði FL Group um tæp 102%, samkvæmt ffétt frá greiningardeild KB-banka. Fimm önnur félög hækkuðu um 50% eða meira. Aðeins þrjú félög lækkuðu í verði á árinu. Fiskeldi Eyjaljarðar lækkaði mest eða um 80%. Þá lækk- aði Flaga Group um 24% og SÍF um 16%. Á árinu hækkaði úrvalsvísitala Kauphallar Islands f heild um 64,7%. Var 3.359,6 stig í upphafi árs en stóð í 5-534,39 við lokun markaðar f gær. Fiskistofa: Minnsti afli í áratug Heildarafli fslenskra skipa árið 2005 er um 61 þúsund lestum minni en árið 2004 samkvæmt áætlun Fiskistofu. Samkvæmt fyrirhggjandi upplýsingum nam heildarafli fslenskra skipa um 1.667 þúsundum lesta á þessu ári en í fyrra var hann 1.728 þúsund lestir. Þetta er minnsti afli í áratug eða síðan árið 1995 þegar heildarafli var 1.605 lestir. Mest munar um afla uppsjávartegunda en hann minnk- aði um 36 þúsund lestir á árinu. Eins og sjá má hefur safnast vel f bálköstinn á Geirsnefi. BlaHil/FMI Fjórtán brennur í Reykjavík Áramótabrennur verða haldnar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið í kvöld. Fjórtán brennur eru í Reykjavík og í öllum nágrannasveitarfélögunum gefst bæjarbúum kostur á að sækja brennu áður en nýja árið gengur í garð. Stærsta brennan f borginni verður á Geirsnefi eins og venja hefur verið síðustu ár. Af öðrum brennum í borginni og ná- grenni hennar má nefna brennu við Ægissíðu, á Valhúsahæð, í Kópavogsdal og á Ásvöllum í Hafnarfirði. Kveikt verður í flestum brennunum á tfmabilinu frá átta til nfu í kvöld. Fjölmiðlar ogfjarskipti: Gunnar Smári ráðinn forstjóri Dagsbrúnar Ari Edwald verður forstjóri 365 miðla Gunnar Smári Egilsson var í gær ráð- inn forstjóri Dagsbrúnar, en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulffsins, hefur á hinn bóginn verið ráðinn for- stjóri 365. Mannabreytingarnar eru skýrðar með því að starfi Eirfks við formbreytingu félagsins sé lokið, en nú á Gunnar Smári að leiða sókn þess á erlenda markaði. {samtalið við Blaðið sagði Gunnar Smári að of snemmt væri að segja til um í hverju útrás Dagsbrúnar myndi felast, fregna af því væri tæpast að vænta alveg á næstunni. „En ég get staðfest að þar erum við að hugsa um fjölmiðlahluta félags- ins fremur en þann, sem lýtur að fjarskiptastarfsemi.“ Gunnar Smári sagði að hlutverk sitt myndi fyrst og fremst felast í stefnumótun ogyfirsýn Dagsbrúnar, forstjórar undirfélaganna, þeir Ari Edwald hjá 365 og Arni Pétur Jóns- son hjá Og Vodafone, myndu sinna daglegum rekstri. Hann segir stefnt að aukinni DAG Gunnar Smári Egilsson markaðssókn Og Vodafone á Islandi. „Hér heima held ég að menn búist ekki við frekari fjölgun fjöl- miðla, enda gott verk að vinna úr stöðunni eins og hún er. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að Dagsbrún láti til sín taka á fleiri sviðum en hvað varðar fjölmiðla eða fjarskipti.“ Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, var einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla fé- lagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. „Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tæk- ist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyr- irtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði,“ segir Gunnar Smári. STURLUSON Silfraöar þyrlur meö ýlum og hala sem þeytast hátt upp. Hraöinn eykst þegar á líöur. Stórskemmtileg og mjög falleg terta sem kemur verulega á óvart. Þyngd: 2,3 kg Tími: 46 sek F1U&EIDAHA.UKADIR BJOH&UNARSVEITANNA Utsalan byrjuð! Flottur fatnadur á alla fjölskylduna Leikföng, Ijós, verkfæri, gjafavara, skartgripir, fæðubótarefni ofl. ofl. Mikil lækkun á mörgum vöruflokkum Snyrtivara 2 fvrir 1 Jjr Vt J| Austurhrauni 3, Gbæ £3 I wl www.bmagnusson.is b.magnusson hf. Opið 10-18 og lau 11-14

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.