blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 31.12.2005, Blaðsíða 38
38IFÓLK LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 blaöið MINNA FYRIR MEIRA Smáborgarinn er dálítið pirraður þrátt fyrir áramótaheit um að hætta öllum pirringi. I vikunni fór Smáborgarinn ásamt vinkonum sínum á veitingastað í borginni sem þykir í ffnni kantinum. Smáborgarinn ákvað að vera heilsusamlegur í þetta sinn og pantaði sér fisk. Fiskurinn kom eftir eðlilegan afgreiðslutíma en Smáborgaranum þótti skammturinn fremur lítill. Á börmum disksins voru nokkrar litlar kartöflur og eitthvað sem sennilega heitir perlulaukur á fínu máli. Ofan á fiskinn var stráð einhverskonar káli. Smáborgarinn er kurteis að eðlisfari og fannst ekki ástæða til að minnast á þennan smáa skammt, enda var maturinn góður, þ.e.a.s. þetta litla sem var af honum. Fyrir herlegheitin borgaði Smáborgarinn 1600 krónur. Eftir matinn var setið og spjallað eins og siður er þegar fólk fer á fínni veitingastaði. Það kom þó fljótlega ókyrrð á Smáborgarann því hann fann til svengdar. Eftirréttur er náttúrlega tilvalinn þegar maður situr á veitingastað en nokkrum vikum áður hafði Smáborgarinn borgað 900 krónur fyrir pínulitla súkkulaðiköku á sama stað. Niðurstaðan var því þessi; best að koma sér út og fá sér almennilega að borða. Þegar Smáborgarinn horfði í kringum sig á staðnum sá hann prúðbúið fólk sem sötraði úr vínglösum sínum og virtist gera sér veitingarnar að góðu. Smáborgarinn nennir hinsvegar ekki að snobba fyrir fínum mat sem er skorinn við nögl. Það er skemmst frá því að segja að Smáborgarinn fór beina leið í næstu videóleigu eftir matinn og keypti sér ís og karamellur og varð mettari af því en fisknum dýra. Smáborgarinn veit um fólk sem hefur svipaða sögu að segja. Dýrir og fínir veitingastaðir skammta mat og drykk svo naumt að það er til skammar. Á sama tíma heldur þjóðin áfram að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Kannski vegna þess að það enda allir f ís og frönskum til að fylla mallann eftir alla fínu hollustuna sem kostar margra tíma launverkamanns. f Bandaríkjunum er annað uppi á teningnum þegar kemur að skammtastærðum á veitingastöðum. Þar hefur Smáborgarinn snætt á dýrum og fínum stöðum og hefur alltaf borðað nægju sína. Amerikanar eru líka þekktir fyrir risaskammta, skammta sem myndu nægja fyrir heila herdeild. Smáborgarinn er ekki að biðja um slíkt þegar hann fer út að borða. Hann biður aðeins um magafylli, er það til of mikils mælst? HVAÐ FINNSTÞÉR? Steingrímur Hermannsson, fyrrverandiforscetisráðherra. Hverjar eru fréttir ársins? „Það er nú erfitt að velja eitthvað eitt sérstakt. Hamfarirnar í Pakistan eru ofarlega í huga ásamt eftirstöðvum flóðbylgjunnar um síðustu áramót. Mér hefur fundist halla mjög á í umhverfismálum. Tjón þar hefur verið mjög áberandi og óttast ég mjög að þar sé meira framundan. Ég botna ekkert í þessari útrás fjármagnsins á íslandi. Það er ótrúlegt hvað menn hafa fjárfest erlendis og auðgast af því. Ég sit bara með krosslagða putta og vona að þetta hrynji ekki.“ Posh segist ekki vera illkvittin Victoria Beckham hefur gefið upp hvers vegna hún vilji ekki vera dómari í nýjum hæfileika þætti sem Simon Cowell er að gera. Hún segir að sér líki ekki tilhugsunin um að verða að vera illkvittin. Victoria, nú 31 árs, hafnaði tilboði um að koma fram í nýjum fjölbreyttum þætti sem Simon Cowell gerir með Paul O’Grady. Fyrrum Kryddstúlkan hefur líka nýverið afþakkað tvö boð um að koma fram sem gestastjarna í þættinum „X-Factor“. Hún sagði í viðtali við The Sun: „Hvernig gæti ég brotið niður drauma einhvers? Það þarf ákveðna mann- gerð til að geta gert það, og það er bara ekki líkt mér. Ég bara get ekki verið illkvittin beint upp í opið geðið á einhverjum.“ Vinkona hennar, Geri Halliwell, var eitt sinn fengin til að vera gesta dómari í sjónvarpsþættinum „Popstars: The Rivals“. En Victoria ætlar ekki að fylgja í kjölfarið. Hún hefur verið allt of upptekin við að fylgja eftir nýju tískuvörulinu sinni, VB. McCartney dreymir um „Coronation Street" Heather Mills McCartney langar að fylgja fordæmi Sir Ian McKellen og vera gestaleikari í sápuóperunni „Coronation Street“. Fyrrum fyrirsætan, sem er gift Sir Paul McCartney er mikill aðdáandi þáttarins, því henni finnst hann endurspegla rætur sínar úr norðri. Hún segir: „Ég myndi elska að fá að koma fram í breskri sápu, og mér þætti best ef það væri „Coronation Street“ því ég á rætur mínar að rekja norður eftir.“ Lancaster œtlar ekki í megrun Unnusta Rod Stewarts, Penny Lancaster, neitar að fara í megrun eftir að hafa fætt soninn Alastair Wallace, þrátt fyrir að brúðkaup hennar og ellirokkarans sé á næsta leiti. Fyrir- sætan og Ijósmyndarinn fæddi barn í síðasta mánuði og ætlar að giftast næsta sumar, en heldur því statt og stöðugt fram að heilsa sín og barnsins sé mun mikilvægari en kílóafjöldi. Penny segir: „Það er mikilvægt að huga að næringu eftir meðgönguna, en mér líkar bara mjög vel við súkkulaði og eftirrétti. Mér finnst að maður ætti að láta sér líka við þá persónu sem maður er á brúðkaupsdaginn, í stað þess að reyna að vera eitthvað ákveðið. Ég tel ekki að það að vera þvengmjór sé eitthvað aðalatriði.“ HEYRST HEFUR... Ia rg 1 r e r u farnir að pússa skóna fyrir áramótaveislur fína fólksins á nýársdag. Það er að venju mikið um dýrðir í Perlunni þar sem allir sem eitthvað eru láta sjá sig. Veisl- an er ekki ókeypis, þannig kostar gott kvöld í góðra vina hópi tugi eða jafnvel hundr- uð þúsunda ef fatnaður er tekinn með í reikninginn. En hvað gerir maður ekki fyrir ímyndina á þessum síð- ustu og verstu...Þá má ekki gleyma áramótapartíi Quent- ins Tarantinos á Rex á gaml- árskvöld. Því miður mun það líka fyrir útvalda, en eins og kunnugt er tókst honum á ótrúlegan hátt að endurvekja áhuga landans á kung-fu myndum um jólin. Tilkynnt v e r ð u r um íþrótta- mann ársins 3. janúar næst- k 0 m a n d i. Talið er að valið standi á milli Eiðs Smára Guðjohnsen knatt- spyrnumanns hjá Chelsea og Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá þýska handboltaliðinu Gummersbach. Eiður Smári var valinn í fyrra en það hef- ur aldrei gerst að sami knatt- spyrnumaður hafi hlotið titil- inn tvö ár í röð. Það hafa hins vegar nokkrir friálsíþrótta- menn gert, svo og Orn Arnar- son sundkappi. u var t í ð i n útlend- 11 n g a r sem sóttu okkur heim um jól og áramót kvörtuðu sáran - ekki undan flugeldunum, heldur vegna þess að matsölustaðir voru nánast undantekningalaust lokaðir á jóladag og nýárs- dag. Svo var jafnvel Tíka um veitingastaði á hótelum og urðu hinir útlendu gestir því að láta sér nægja að maula gamalt brauð ef þeir á annað borð komust í slíkt. íslend- ingar eru hins vegar orðnir veraldarvanir og nú er varla til sá pizzustaður að hann sé ekki opinn yfir hátíðarnar. Pa ð ríkir æ t í ð spenna þ e g a r tilkynnt er um menn ársins í viðskiptalífinu. Það er gam- an að skoða þá útvöldu að þessu sinni. Frjáls verslun valdi Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson í KB banka, enda hafa þeir unnið stórvirki á árinu og eru vel að titlinum komnir. Fréttablað- ið og Viðskiptablaðið “skipt- ust” hins vegar á medalíum - Fréttablaðið valdi Björgólf Thor fyrir velheppnaða út- rás í ýmsum löndum og Við- skiptablaðið svaraði með að velja Mosaic fashions, sem tengist Baugi, sem frum- kvöðlafyrirtæki ársins. Kjallarinn er fullur af sápuvatni

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.