blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö blaðið= = Baejarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Seltjarnarnes: Framkvæmt fyrir hálfan milljarð BlaÖiÖ/lngó Samkvæmt samþykktri fjárhags- áætlun Seltjarnarnesbæjar er gert ráð íyrir að á árinu 2006 verði miklar framkvæmdir í bæjarfé- laginu. Um 485 milljónum verður varið til fjárfestinga og nýfram- kvæmda, auk þess sem áðrir aðilar en bæjarfélagið munu framkvæma fyrir um 600 milljónir. Nú þegar er vinna við upphitaðan og upplýstan gervigrasvöll í löglegri keppnis- stærð, ásamt minni æfingarvelli, við Suðurströnd í fullum gangi. Áffam verður unnið að endur- bótum á grunnskólunum þar sem annars vegar verður haldið áfram með viðhaldsátak í Mýrar- húsaskóla, auk þess að bókasafn Valhúsaskóla verður endurnýjað. Einnig verður gerður lítill gervi- grasvöllur á lóð Mýrarhúsaskóla. Sundlaug Seltjarnarness verður opnuð á vordögum eftir gagngera endurnýjun en verkinu miðar vel. Töluvert verður unnið við lagfær- ingar á lóð umhverfis Nesstofu og hjólabrettavelli verður komið fyrir á Suðurströnd við gervi- grasvöll svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að uppbygging Hrólfsskálamels hefjist á árinu, auk þess sem hilla fer undir byggingu hjúkrunarheimilis á Lýsislóð. Hafist verður handa við byggingu dælustöðvar við Nesveg. Áð auki er áætlað að ljósleiðaratengingu allra heimila á Seltjarnarnesi ljúki á árinu og að heilsurækt rísi í tengslum við sundlaug. DV Nýjum mönnum fylgja nýir siðir Nýr ritstjóri DV segir breyttar áherslurframundan í skrifum blaðsins. Siðareglur blaðsins munu rúmast innan siðareglna Blaðamannafélags íslands. Fyrrum ritstjórar sögðu upp í gærmorgun. Þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, ritstjórar DV, sögðu störfum sínum lausum í gærmorgun. 1 yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær kemur fram að ákvörðun þeirra sé tekin til að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá því dugandi starfsfólki sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Upp- sagnirnar koma í kjölfar mikillar gagnrýni sem verið hefur á stefnu blaðsins síðustu daga. Nýráðnir rit- stjórar blaðsins eru þeir Páll Bald- vin Baldvinsson, fyrrum ritstjóri menningarsíðu blaðsins og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður Markað- arins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins. Ögrandi verkefni Björgvin Guðmundsson, annar nýráðinna ritstjóra DV segir breyt- inga að vænta í efnistökum blaðsins. Starfið legst vel í hann. „Þetta er ögrandi verkefni. Það hefur blásið Blalid/StelnarHugi Nýir ritstjórar DV, þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvins- son mættir á skrifstofu blaðsins. á móti, en við reiknum með að geta snúið vörn í sókn fljótt og vel.“* Aðspurður að því hvort von væri á breytingum á ritstjórnarstefnu blaðsins segir Björgvin: „Það var haldinn fundur með starfsmönnum í morgun (I gærmorgun, innsk. blm.) þar sem atburðir síðustu daga voru ræddir vítt og breitt. Við tjáðum starfsmönnum að nýjum mönnum fylgja nýir siðir. Það verða einhverjar áherslubreytingar, en þær verða teknar í sátt við blaða- menn þegar fram líða stundir.“ Ráðnir seint á fimmtudagskvöldið Björgvin segir engar frekari manna- breytingar vera fyrirhugaðar, aðrar en þær að ritstjórnin verði styrkt. „Við höfum áhuga á því að styrkja rit- stjórnina frekar og ég vil sjá meira fjallað um fréttir sem snúa að pól- itík og viðskiptum. Þetta eru þær fréttir sem ég hef skrifað í gegnum tíðina, og þetta er það sem ég mun koma með inn á þessa ritstjórn. Það er engin formleg skipting komin á störf okkar Páls en það mun ráðast þegar fram líða stundir reikna ég með. Þetta er svo ný tilkomið enda vorum við ráðnir seint í gærkvöldi. (seint í fyrrakvöld, innsk. blm.)“ Aðspurður að því hvort DV, undir nýrri stjórn, muni lúta siðareglum Blaðamannafélags Islands segir Björgvin, sem situr í stjórn BÍ, enga ákvörðun hafa verið tekna um það. „En það mun fara fram umræða um þetta hér á ritstjórninni og ég tel að sú stefna sem við munum móta, mun rúmast innan siðareglna BÍ.“ iPod: Vörugjöld í athugun? Mikið annríki hjá lögreglu — ■m0$. Hmt iwinfl Muitc PhottH Extr«» S^rtinat 'J 0M2 Thcloumey Fatboy Sllm Palookavlll* 4» Ö»ekllQht 1:17 -0:!>9 Þegar borgarbúar vöknuðu i gærmorgun lá hvít snjóþekja yfir öllu enda hafði gengið á með snjó- komu og éljum frá því í fyrrakvöld. Ellefu bíla árekstur varð í Ártúns- brekkunni á fimmtudagskvöld, og þegar fólk fór svo að streyma til vinnu sinnar um morguninn lentu menn víða í vandræðum vegna fann- fergis. 22 árekstrar urðu í borginni frá því klukkan átta um morguninn og fram til fjögur. Að sögn lögreglu var mikið annríki hjá þeim við að að- stoða fólk í hremmingum og greiða BlaÖiÖ/Steinar Hugi úr umferðarhnútum víðs vegar um borgina. Lögreglan segir það lán í óláni að þegar svona erfiðar aðstæður skapist vegna veðurs, hægi oft á í öðrum verkefnum sem lögreglan þarf alla jafna að takast á við í erli dagsins. Ármann Kr.’ólafsson, aðstoðar- maður íjármálaráðherra segist ekk- ert vilja segja um það hvort búast megi við breytingum á tollum sem settir eru á iPod spilarana og sætt hafa gagnrýni. Fram hefur komið í fréttum hér í Blaðinu að forsvars- menn Apple á Islandi, sem selja iPod, hafi íhugað að kæra ríkið vegna hárra vörugjalda sem lögð séu á spil- arana. Ármann segir málið snúið: „Þú breytir ekki lögum og reglum um iPod tækin ein og sér. Þetta mál þarf að skoða í víðara samhengi. En iPod tækin eru afspilunartæki, það er alveg klárt. Það er mjög erfitt að horfa á einhvern einn hlut ein- angrað þegar menn eru að breyta vörugjöldum. Það verður að vera samræmi í slíkum ákvörðunum." 3 Heiðskírt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað ' Rigning, lltllsháttar /// Rigning 9 9 Súld íjc /// } >jc * Snjókoma Slydda Snjóél tjj Skúr Amsterdam 03 Barcelona 10 Berlín 0 Chicago -03 Frankfurt 02 Hamborg 01 Heisinki 0 Kaupmannahöfn 01 London 08 Madrid 05 Mallorka 05 Montreal 05 New York 13 Orlando 08 Osló 02 París 05 Stokkhólmur -01 Þórshöfn 06 Vín 0 Algarve 13 Dublin 06 Glasgow 06 * é * * -2° <Éf*-30 “1° o° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 9020600 Byggt ó upplýsingum frá Veðurstofu íslands * * * ^0 *. o° * * ** -r -1 o* * Á morgun 0 -2° * 0° ** * * * * * -1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.