blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 4
41 INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 14. IANÚAR 2006 blaöiö Trúmál: Helmings fjölgun kaþólikka Hlutfallslega fœrri íslendingar eru í þjóðkirkjunni nú en fyrir tíu árum. Fyrir áratug voru rúmlega 90% allra Islendinga skráðir í þjóðkirkjuna en það hlutfall er komið niður í um 84% um þessar mundir. Á sama tíma hækkar hlutfall íbúa í öðrum trúfélögum. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Islands sendi frá sér í gær. Nýtt tryggingafélag, með TM sem bakhjarl, hóf starfsemi sína í gær. Tryggingar: Elísabet tryggir bílinn Nýr kostur í bílatryggingum varð til í gær þegar tryggingafélagið Elísabet hóf göngu sina. Ætlun fé- lagsins er að bjóða viðskiptavinum að kaupa þjónustu til eins mánaðar í senn í stað eins árs eins og tíðkast hjágömlutryggingafélögunum. Enn- fremur er boðið upp á aukið val við töku trygginga, samkvæmt tilkynn- ingu frá felaginu í gær. Reynt verður að bjóða hagstæð kjör en slíkt mun vera mögulegt vegna lítillar y firbygg- ingar vegna þess að starfsemin mun að mestu fara fram á netinu. „Elísabet er vörumerki í eigu Tryggingamið- stöðvarinnar hf. °g byggir tjóna- þjónusta hennar á 50 ára reynslu TM á því sviði. Óvenjulegt nafn hennar ásamt merki kemur hugmyndinni á bak við starfsemina vel til skila. El- ísabet hefur ákveðinn persónuleika sem kristallast í væntumþykju í garð bíla. Hún hefur skoðanir og tekur til lit til ólíkra þarfa bíla og bíleigenda. Skel hennar táknar einnig þá vernd sem hún veitir ökumönnum og bílum“ segir í tilkynningu frá fyrir- tækinu í gær. Þar kemur ennfremur fram að skráðum trúfélögum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. Þau eru í dag 23 en voru 14 fyrir áratug. Alls tilheyra tæp 5% allra íbúa lands- ins þessum trúfélögum. Af þeim er Kaþólska kirkjan fjölmennust en þar hefur meðlimum fjölgað um meira en helming á tíu ára tímabili. Árið 1995 voru þeir 2.553 en voru nú um áramótin 6.451. Það þýðir að um 2,2% íslendinga tilheyra kirkjunni í dag en fyrir tíu árum var það hlutfall um 1%. Hvítasunnusöfn- uðurinn er næst stærsta trúfélagið utan þjóðkirkju og fríkirkjusafnaða. Þar eru félagar nú 1.854 saman- borið við 1.148 árið 1995. Önnur trúfélög hafa innan við 1.000 meðlimi og í engu þeirra er hlut- fall félaga yfir 0,3% af íbúafjölda Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 3,9% þjóðarinnar sam- anborið við 1% árið 1995. Utan Blalii/Frikki Um 16% íslensku þjóðarinnar stendur fyrir utan íslensku þjóðkirkjuna. trúfélaga voru 2,5% samanborið við 1,5% árið 1995. Fjármálaráðherra: Banaslys: Vagnstjóri beið bana BMil/Frikki Banaslys varð á Sæbrautinni í Reykjavík í gærmorgun þegar fjögur ökutæki skullu saman. Að sögn lög- reglu eru tildrög slyssins óljós en svo virðist vera að strætisvagn á norðurleið hafi lent utan í vörubíl og síðan aftan á vöruflutningabíl. Einnig lenti jeppabifreið í óhappinu. Ökumaður strætisvagnsins lést við áreksturinn en aðrir ökumenn slös- uðust ekki. Loka þurfti götunni til klukkan tvö um daginn, en slysið átti sér stað rétt fyrir hálf tíu. Starfsmenn Strætó slegnir Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs. sendi í gær frá sér yfirlýs- ingu fyrir hönd stjórnar og starfs- fólks fyrirtækisins þar sem segir að fólk sé harmi slegið vegna slyss- ins. Þar segir ennfremur að tildrög séu óljós, en að vagnstjórinn hafi verið einn í bílnum þar sem hann hafði lokið akstri og var að ferja vagninn að athafnasvæði Strætó við Kirkjusand. „Hugur allra hjá Strætó er hjá fjölskyldu félaga okkar og við vottum aðstandendum hans sorgar- og samúðarkveðjur,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvörðun kjara- dóms verði felld úr gildi Á ríkistjórnarfundi í gær lagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra, sem gegnir starfi fjármálaráðherra á meðan Árni Mathiesen er erlendis, fram frumvarp þess efnis að úrskurður kjaradóms um launa- hækkanir verði felldur úr gildi. Ár- mann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður Árna, sagði í samtali við Blaðið að í framhaldi af þessu yrðu teknar frekari ákvarðanir um starfsemi og skipulagí kjaradóms. „Þetta frumvarp snýr eingöngu að þess- ari sérstöku- ákvörðun dómsins.“ Hann segir seinna koma í ljós hvað ákveðið verði í framhaldinu. „Þetta frumvarp snýr að þessu, og síðan kemur annað frumvarp seinna. Það var ákveðið að byrja á því að klára þetta mál, því meiri yfirlega er sam- fara því að breyta skipulaginu öllu og tekur meiri tíma.“ LungA fékk rós Blaíil/Frikki Eyrarrósin, verðlaun sem ætlað er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni voru veitt í gær að Bessastöðum. Það var LungA, listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, sem að þessu sinni varð heiðursins aðnjótandi. Veittu aðstandendur verkefnisins verðlaununum viðtöku hjá Dorrit Moussaieff, forsetafrú. í umsögn dómsnefndar segir meðal annars að LungA sé einkar litrík menningarhátíð ungs fólks íbænum sem höfði til fjölbreytts hóps heima- manna og gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.