blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 32
32 I TÆKI LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö Horfirðu ekki nóg á sjónvarp? Framtíðarlegt sjónvarpsúr leysir málið! Færðu stundum á tilfinninguna að þú horfir ekki nóg á sjónvarp? Eru tölvuleikirnir í simanum jínum einfaldlega ekki nóg til >ess að hafa ofan af fyrir þér í jreytandi fjölskylduboðum? Þá er sjónvarpsúrið eitthvað fyrir þig. Um er að ræða græju sem er lítið stærri en hefðbundið armbandsúr, en hefur þá aug- blaóió ljósu kosti umfram það að hægt er að horfa á sjónvarpið í henni og stytta sér þannig stundirnar, í stað þess að fylgjast með þeim líða. Sjónvarpsúrið ætti þar að auki engan að sliga, þar sem það vegur ekki nema um 45 grömm og há-upplausnarskjárinn er 1.5 að stærð, sem ætti að duga vel til þess að fylgjast með fréttum eða jafnvel Sjáumst með Silvíu Nótt. Fullhlaðin rafhlaðan endist svo í rúma klukkustund, sem dugar fyrir flesta sjónvarpsþætti. Að því að sagt er á iwantoneoft- hose.com, þar sem úrið ágæta fæst keypt fyrir um 15.000 krónur, er móttaka sjónvarpsins með ein- dæmum góð fyrir jafn lítinn grip. Mun galdurinn fólginn í því að meðfylgjandi heyrnartól gegna einnig hlutverki loftnets. I ljósi þessa alls má telja nokkuð víst að framtíðin er komin. Vertu stillturI Sjálfstillandi gítar kætir tónlistarmenn Þeir sem reynt hafa fyrir sér í gítarleik vita hversu erfitt getur verið að halda stillingu sinni þegar gít- arinn sjálfur gerir það ekki, heldur er sífellt að detta niður í falskar nótur og leiðindi. Nokkurn tíma getur tekið að stilla gítar svo vel sé og ef athöfnin fer fram á sviði fyrir framan fjölda áhorfenda getur það verið hreint og beint vand- ræðalegt. Hinsvegar ættu gítarleikarar heims ekki að örvænta að sinni, því banda ríska fyrirtækið TransPerfor mance hefur hannað viðbótarbúnað við rafmagnsgítara sem gerir þeim kleyft að stilla sig sjálfa á met- tíma, eða undir fimm sekúndum. Saman stendur búnaðurinn af ýmisskonar mót- orum og skynjum sem ásamt tölvu- búnaði sjá til þess að gítarinn vanstillist seint og þegar hann gerir það, þá er hægur leikur að kippa því i liðinn með þvi að smella á einn takka. Búiöer að koma fyrir sjálfvirkum stillibúnaði í þessum fallega Gibson-gitar Jimmy Page meðal aðdáenda græjunnar Búnaðurinn mun henta best með gíturum af Fender og Gibson gerð, en samkvæmt framleiðandanum er hægt að sníða hann fyrir flestar gerðir rafmagnsgítara. Þeir sem að- hyllast óvenjulegri stillingar en hina hefðbundnu EADGBE geta einnig nýtt sér tækið að fullu, því í því er fjöldi innbyggðra stillinga og eins er hægt að forrita eigin útfærslur af þeim. TransPerformance búnaðurinn hefur verið á markaðnum síðan seint á níunda áratug síðustu aldar, en hann er hátt verðlagður og því ekki á færi nema sterk-efnuðustu gítarleikara að kaupa. Margir hafa hins vegar tekið ástfóstri við græj- una og sjálfir Islandsvin- urinn Jimmy Page aug- lýsir hann opinberlega. Meðal annarra sem sagt hafa skilið við að stilla sjálfir eru gítargoð- sagnir á borð við Joe Perry úr Aerosmith, Pete Townshend úr Who og sjálfur Eddie Van Halen. TransPerformance hyggst á árinu setja á markað ódýrari útgáfu af búnaðinum sem mun væntanlega gera sauðsvörtum almúganum kleyft að komast í hóp stilli-frjálsra. Tölva tekur stað flestra skemmti- legra tækja Ingvar Óskarsson dýrkar Dell Flestir vestur- landabúar eiga sér uppáhalds- tæki afeinhverri sort, hvort sem um er að ræða vöfflujárn eða viftu, sjónvarp eða samlokugrill. Góð græja getur auðveidað lífið til muna og gert það skemmtilegra um leið. Ingvar Oskarsson, kerfisstjóri, sker sig ekki frá fjöldanum hvað þetta varðar. Aðspurður um uppá- haldstækið sitt hugsar Ingvar lengi vel áður en hann ljóstrar því upp að uppáhaldstækið hans sé tölva. „Já, Dell XPS turntölvan er uppá- haldstækið mitt. Hún hefur bæði öflugan örgjörva og skjákort sem tryggja hraða og mjúka vinnslu, svo leikir og störf á henni verða draumi líkust. Astæða þess að ég vel tölvu sem mitt uppáhaldstæki er sú að hún getur í raun tekið stað flestra skemmtilegra tækja og gildir þá einu hvort átt er við steríógræjur eða ritvél, til dæmis. Af tölvum er hægt að gera allt og ekkert - hafa bæði gagn og gaman, nálgast gíf- urlegt magn upplýsinga og einnig dunda sér við leiki og slíkt. Það skemmtilegasta sem ég geri í tölv- unni er að finna upplýsingar sem nýtast mér, bæði í sambandi við vinnu svo og heimilishald. Einnig er gott að halda sambandi við vini og kunningja gegnum spjallforrit og slíkt, segir Ingvar." 1! RISAP0TTUR ,frt 1. Liverpool - Tottenham 1 X 2. Arsenal - Middlesbro 3. Fulham - Newcastle X 4. Aston Villa - West Ham 5. Portsmouth - Everton 2 6. Charlton - Birmingham v A 7. Blackburn - Bolton A 2 8. Ipswich - Sheffield Utd. •f X 9. Brighton - Leeds )( 10. Hull - Crvstal Palace 11. Q.P.R. - Southampton 2 12. Plvmouth - Norwich 1 V A LJ3. Sheffield Wed. - Leicester X L-p Tip| ¥ERTU MEÐIFYRSTA RISAPOTTIÁRSINS 1X2 \íið Tippaðu á næsta sölustað eða á 1 x2.is fyrir kl. 14 í dag. - aðeins 10 krónur röðin! 6. - 20. apríl 13. - 27. apríl 7. -21. september bb m Jm aukaferð orfa sæti laus örfá sæti laus Maraþon á Kína 16. - 28. maí Silkileiðin í Kína 14. júní - 2. júlí Verð 262.000 kr. á mann ítvíbýli.am innifaiiði Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is KYNNTU Þ É R SÉRFERDIR FERDAFJÓNUSTU BÆNDA www.baendaferdir.is S: 5702P90 ferðaþjónusta bænda * * I* BÆNDAFCROIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.