blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 14.01.2006, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 blaöiö Mest menntaða þjóð Vesturlanda? Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Á sama tíma og aidrei hafa verið fleiri fslendingar við nám sér Björgvin G. Sigurðsson, helsti talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum, sig knúinn að rita grein með yfirskriftinni “Minnst menntaða þjóð Vesturlanda”. Grein þessi er um margt forvitni- leg, líkt og flestar ritsmíðar Björg- vins, ekki síst fyrir það neikvæða viðhorfs til menntunar og mennta- mála sem ávallt skín í gegn. Það er fráleitt að halda því fram að ísland sé minnst menntaða þjóð Vestur- landa. Sá menntavandi sem við búum við er fortíðarvandi, það eru ekki margir áratugir síðan menntun var forréttindi er fáir gátu leyft sér. Stór hluti þjóðarinnar stóð aldrei frammi fyrir því að geta sótt frekara nám að loknum grunnskóla. Yfirlýs- ingar Björgvins eru til marks um sorglega lítilsvirðingu í garð þess hluta þjóðarinnar er átti þess ekki kost á sínum tíma að mennta sig. Á undanförnum árum og áratugum hafa hins vegar átt sér stað stórstígar framfarir á sviði menntamála og okkur hefur tekist að snúa stöðunni við. Við stefnum hraðbyri í að verða mest menntaða þjóð heims. Lítum nú aðeins á stöðuna hjá þessari “minnst menntuðu” þjóð Vesturlanda að mati þingmannsins. Haustið 2004 voru skráðir 40.497 nemendur í íslenska framhaldsskóla og háskóla. Við þá tölu bætast þús- undir nema er stunda nám erlendis. Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is -> ^kl*M€Má*ÁwU*Ut Smtlimmu 4t £ • TJtmml Það þykir mér nú ansi gott hlutfall hjá 300 þúsund manna þjóð. Þetta er raunar eitt hæsta hlutfall í hinum vestræna heimi. Hlutfall þeirra er sækja nám í fram- haldsskóla og há- skóla hefur verið að hækka mjög hratt á síðustu árum. Fjöldi háskólanema hefur tvöfaldast á um áratug og und- anfarin ár hefur fjöldi þeirra er inn- ritar sig í framhaldsnám verið sam- bærilegur við fjölda í viðkomandi fæðingarárgangi. Þannig eru ekki einungis flest ungmenni í hverjum árgangi að fara í framhaldsskóla- nám heldur jafnframt fjölmargir sem á sínum tíma tóku ákvörðun um að fara ekki í framhaldsskóla. Við erum sem sagt að ná fleirum inn í skólakerfið á nýjan leik sem ætti alla jafna að vera fagnaðarefni. Telur Björgvin verknám ekki vera nám? Sú staðhæfing Björgvins að 40% hvers árgangs “hætti námi” er sömu- leiðis athyglisverð. Hún er hins vegar mjög villandi og beinlínis röng. Þingmaðurinn kýs vísvitandi að líta fram hjá því að stór hluti hvers ár- gangs lýkur iðnnámi eða starfsnámi. Telur þingmaðurinn að iðnnám sé ekki nám? Að starfsnám sé ekki nám? Hvers konar fyrirlitning í garð starfsmenntunar er þetta sem skín í gegn hjá þingmanningum. Sé allt framhaldsnám að loknum grunn- skóla skoðað kemur í ljós að um 80% íslenskra ungmenna ljúka framhalds- námi að loknum grunnskóla. En það er sama hvora töluna við horfum á, báðar eru þær yfir meðal- tali OECD. í þessum efnum höfum við verið að sækja í okkur veðrið og setjum markið að sjálfsögðu enn hærra. Við eigum að stefna að því að nær öll ungmenni ljúki einhvers konar námi eftir grunnskóla. Það er hins vegar ekkert unnið með því að reyna að breiða yfir þann árangur sem náðst hefur. Þeir sem það gera bera ekki hagsmuni íslensks mennta- kerfis fyrir augum. Sífellt fleiri mennta sig Björgvin heldur því fram að hlutfall þeirra sem sækja sér menntun sé ekki að aukast. Vonandi talar hann hér gegn betri vitund. Það er sorg- legt ef fulltrúi Samfylkingarinnar í menntamálanefnd er ekki betur upp- lýstur. Hlutfall þeirra er ljúka stúd- entsprófi í hverjum árgangi hefur aukist hröðum skrefum, var t.d. 46,4% árið 2000 en 60,3% árið 2004. Björgvin heldur því fram að eitt þúsund nemendum hafi verið vísað frá Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri og Kennaraháskólanum vegna fjárskorts skólanna. Þetta er fráleit fullyrðing. Þingmaðurinn veit að nemendur hafa aldrei verið fleiri í háskólunum, hann veit að framlög til háskólamála hafa aukist gífurlega á síðustu árum. Einungis á milli árana 2005 og 2006 voru fram- lög til háskólastigsins aukin um tæpan einn og hálfan milljarð eða um nær 13%. Hann veit að þegar ein- staklingum er vísað frá háskólum er það í langflestum tilvikum vegna þess að viðkomandi hefur ekki upp- fyllt skilyrði fyrir inngöngu í há- skóla. Engum var vísað frá Hf eða HA sem uppfylltu inntökuskilyrði. Rúmlega 60% þeirra sem ekki kom- ust inn í KHÍ höfðu ekki lokið stúd- entsprófi. Þá komust margir þeirra sem var hafnað í einum skóla inn í annan skóla eða voru settir á biðlista. Af þeim 68 sem voru settir á biðlista hjá KHf komust 66 inn að lokum. Það er mikilvægt að gera miklar kröfur til háskólanáms. Gæði skipta máli ekki einungis magn. Því verða háskólar að gera ríkar kröfur til nemenda og kennara. Það verður að gera þá kröfu að þeir sem fara í háskólanám uppfylli allar kröfur. Vissulega er mikilvægt að einstak- lingar með mikla reynslu geti átt kost á að komast inn í háskóla þótt þeir hafi ekki lokið stúdentsprófi. Svo verður áfram og má nefna að um 10% þeirra sem teknir voru inn í HA höfðu ekki lokið stúdentsprófi og um 4,7% þeirra sem teknir voru inn í Kennaraháskólann. Einstök viðhorfsbreyting til háskólanáms Björgvin vísar í heiti greinar sinnar til menntunar á Vesturlöndum en gífurfegan fróðleik og tölfræði um stöðu menntamála í öllum vest- rænum ríkjum má finna í árlegri skýrslu OECD Education at a Glance. f nýjasta hefti þessa rits kemur m.a. fram að þegar litið er til lengdar skólagöngu ungmenna á aldrinum 15-29 ára er fsland í 5. sæti af þeim 28 ríkjum sem talin eru með. Með öðrum orðum þá geta íslensk ung- menni vænst þess við 15 ára aldur að halda áfram í námi í 8 ár á meðan að meðaltalið í OECD ríkjum er 6,5 ár. f nýlegri könnun sem Rannsóknir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og greining gerði á viðhorfum íslenskra framhaldsskólanema til háskólanáms kom í ljós einstök viðhorfsbreyting. Árið 2000 töldu 34% stráka og 39% stúlkna líklegt að þau héldu áfram í háskólanám að loknu stúdentsprófi. Árið 2004 sögðust hins vegar 58% stráka og 63% stúlkna telja líklegt að þau haldi áfram upp í háskóla. Þessi jákvæða viðhorfsbreyt- ing unga fófksins okkar gagnvart háskólamenntun er sigur í sjálfu sér og mun skifa sér í frekari mennta- sókn og hærra þekkingarstigi. Það er jafnframt rétt að benda á að ísland hefur einnig hæsta innritunar- hlutfall allra OECD ríkja í fræðilegt nám á háskólastigi eða 83%. Meðal- tal OECD ríkja er 53% og til saman- burðar er hlutfallið í Finnlandi 73%, í Danmörku 53% og í Noregi 68%. Bendir þetta ekki frekar til þess að við séum að byggja upp einhverja best menntuðu þjóð Vesturlanda en ekki öfugt? Að tala niður góðan árangur og gríðarlega uppbyggingu síðustu ára í skólakerfinu þjónar engum tilgangi nema annarlegum. Við íslendingar erum á ffeygiferð til forystu á meðal þekkingarþjóða. Af því eigum við að vera stolt en ekki súr, vera bjartsýn en ekki með bölmóð. Mikil fjárfesting í menntun á síð- ustu árum hefur skilað og mun skila okkur miklum arði. Líkt og þegar um aðrar arðbærar fjárfestingar er að ræða þá verður haldið áfram af fullum krafti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ALLTAF Klettháls VW Touran 1,6 Basidine beinsk. árg. 04 ek. 30.000 verð 2.090.000 kr. VW Golf 1,6 Variant Highline heinsk. árg. 03 ek. 51.000 verð 1.440.000 kr. VW Golf 2,0 4motion beinsk. árg. 02 ck. 51.000 verð 1.470.000 kr. VW Passat 2,0 Variant belnsk. árg. 03 ek. 63.000 verð 1.793.000 kr. Klettháls Klettháls VW Passat 2,0 Variant beinslr. árg. 03 ek. 63.000 verð 1.730.000 kr. VVW Bora 1,6 Highline Iroínsk. árg. 02 ck. 58.000 verð 1.390.000 kr. VW Passat 2,0 beínsk. árg. 04 ok. 15.000 verð 2.470.000 kr. VW Polo 1,4 Comfortline boinsk. árg. 02 ok. 83.000 verð 920.000 kr. Bílaþing Heklu er rétti staðurinn til aö finna góðan notaðan Volkswagen Laugavegi 174 | sími 590 5000 | Kletthálsi11 I sími 590 5760 | www.bilathing.is [S Ukl www.bilathing.is HEKLA bilathing@hekla.is Opið mánudaga til föstudaga 10-18 • Laugardaga 12-16 BÍLAÞING HEKLU Númer eitt í notuðiun Inluni Umboösmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, slml 461 6020 • HEKLA, Borgamesl, slml 437 2100 • HEKLA, (saflröi, slmi 456 4666 HEKLA, Reyöarfiröi, slml 470 5100 ■ HEKLA, Reykjanesbœ, slml 420 5000 • HEKLA, Selfossi, slmi 482 1416 HEKLA, Kletthálsi 11, slmi 590 5760 www.hekla.is, hekla©hekla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.